Vikan


Vikan - 15.06.1989, Blaðsíða 22

Vikan - 15.06.1989, Blaðsíða 22
DULFRÆÐI Hver er sinnar gæfu smiður, segir máltækið. Ekki hygg ég að allir séu þessu gamla máltæki sam- þykkir, síst þeir sem orðið hafa fyrir hvers konar óláni í lífinu. Ég ætla því að ræða þetta svolítið hér á eftir frá ýmsum sjónar- miðum því sjálfur er ég þeirrar skoðunar að í þessu gamla máltæki sé djúpur sann- leikur falinn. Ég hef nefnilega komist að þeirri niður- stöðu við athugun mína á okkur mönnun- um að við búum hvert fyrir sig yfir ákveðnum eigindum sem fæstir virðast hafa nokkra hugmynd um. En það er sú sannreynd að hver manneskja býr yfir tvennu, sem hún sennilega hefur ekki hug- mynd um, en það er að hver maður er í senn útvarp og viðtæki. Við erum alltaf að útvarpa og ekki einungis þegar við tölum heldur útvörpum við einnig hugsunum okkar. Þá erum við einnig gædd hæfileika til þess að taka við hugsunum, þótt þær séu jafnvel ekki látnar í ljós. Og aðrir taka með sama hætti við hugsunum okkar. Ég geri ráð fyrir að ýmsum kunni að þykja þetta allkynlegt og blátt áffam ótrúlegt. Ég tel því rétt að til mín séu gerð- ar þær kröfur að ég feri nokkur rök fyrir þessari undarlegu skoðun. Við skulum taka dæmi sem flestir munu kannast við úr eigin lífi. Kannastu ekki við það, lesandi góður, að þér hafi liðið vel í návist sumra manna eða kvenna en verr nálægt öðrum? Þegar þú heimsækir annað fólk getur þessi tilfinning orðið með tvennu ólíku móti. Sums staðar líður þér svo vel að þér kann að hætta til að gleyma tímanum. Á öðrum heimilum ferð þú fljót- lega að líta á klukkuna til þess að finna þér afsökun til þess að fara eitthvað. Veistu hvernig á þessu stendur? Það eru bein áhrif firá þeirri útgeislun sem þeir senda ffá sér sem þarna búa. Séu það neikvæðar manneskjur senda þær lrá sér neikvæðar hugsanir sem verka illa á þig. Ef þarna búa hins vegar góðar manneskjur með fallegan hugsunarhátt, sem öllum vilja vel, líður þér miklu betur, svo þú jafhvel gleymir tímanum. Og þetta gildir engu að síður þó ekki sé talast við því hugsanir berast frá einum til annars þótt fæstir hafi hugmynd um það. Hver er sinnar gæfu smiiur Þetta er skýringin á því hvers vegna geðhrif eru svona ólík, t.d. á heimilum eða á ákveðnum stöðum. Það er ekki einu sinni þörf á því að fólk sé á slíkum stöðum þegar geðhrif þeirra eru athuguð. Þeir sem þar hafa dvalið skilja nefnilega eftir hugsanagervi sín, eftir atvikum jákvæð eða neikvæð. Og þau geta í vissum tilfellum haldist á stöðum, stund- um árum saman. Þegar um neikvæðan hugsunarhátt er hér að ræða má beinlínis líkja þessu við mengun. ■ Ævar R. Kvaran segist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hver manneskja búi yfir tvennu sem hún sennilega hefur ekki hugmynd um, en það er að hver maður er í senn útvarp og viðtæki... ■ Kannastu ekki við það, lesandi góður, að þér hafi liðið vel í návist sumra manna eða kvenna en verr nálægt öðrum? Lesandi góður! ímyndum okkur að þú sér á ferðalagi uppi í sveit. Þú kemur að gamalli kirkju sem löngu er hætt að nota fyrir guðsþjónustur. Ef hún er opin geng- urðu inn og nemur staðar um stund. Þú verður ekki búinn að standa þarna lengi áður en yfir þig tekur að færast friður, ró og góð líðan. Hvers vegna? Árum saman hefur þessi gamla kirkja verið notuð fyrir guðsþjónustur þótt nú sé búið að byggja aðra nýja til þeirra þarfa. Árum saman hef- ur fólk úr sveitinni komið í þetta gamla guðshús til þess að heyra sagt firá Kristi, sungið um dýrð hans og allir vita að hver maður er betri maður þegar hann er við guðsþjónustu. Þetta fólk hefiir því skilið eftir í þessari gömlu kirkju hugsanagervi góðra hugsana sem halda áfram að veita þessu gamla húsi jákvæð geðhrif eftir að hætt er að nota hana. Þess vegna líður þér vel þótt þú komir þangað inn jafnvel mörgum árum síðar. Ég get nefnt annað dæmi um hið gagn- stæða. Gamall kunningi minn, sem nú er húsameistari í höíuðstaðnum, sagði mér undarlega sögu firá sínum yngri árum. Þeg- ar hann var ungur trésmiður hafði hann farið til Þýskalands til þess að læra meira í fagi sínu, trésmíðinni, en Þjóðverjar hafa löngum þótt góðir iðnaðarmenn. Hann dvaldist þar um tíma og lærði talsvert í þýsku smám saman. Þegar hann löngu síð- ar var orðinn efnaður meistari í iðn sinni í höfuðstað okkar kom honum f hug að gaman væri nú að skreppa aftur til Þýska- lands sem ferðamaður, því nú hafði hann fyllilega ráð á því. Hann hafði lengi lang- að til þess að skoða hina ffægu kastala frá miðöldum við Rínarfljót þar sem merki- legir atburðir höfðu gerst á fyrri dögum. Nú gat hann látið þennan æskudraum ræt- ast og fór því aftur til Þýskalands. Þegar þangað kom fékk hann allar upplýsingar fýrir ferðamenn um ferðir um Rínarfljót og fór í bátsför í kastalaskoðun með öðr- um ferðamönnum. Þetta gekk allt saman vel og nú segir Jón (við skulum kalla hann því nafni) mér frá heimsókn sinni í einn þessara frægu kast- ala við Rín. Leiðsögumaður ferðamanna var roskinn Þjóðverji sem var mjög fróður um alla sögu þessarar merku byggingar. Hann leiðir ferðamannahópinn úr einum salnum í annan meðan hann segir ffá. Þetta gekk allt saman mjög vel þangað til hópurinn fer um húsakynni nokkur neðar- lega í kastalanum. Þá bregður svo við að hugarástand Jóns tekur miklum breyting- um til hins verra. Honum tekur að líða mjög illa. Verður íslendingurinn sannfærð- ur um að hann sé að verða alvarlega veik- ur og kvíðir því mjög því hann var tiltölu- lega nýkominn til Þýskalands í skemmti- ferð, sér til ffóðleiks og ánægju. En svo bregður við að þegar haldið er áfram skoð- unarferðinni um kastalann renna þessi óþægindi smám saman af Jóni. Honum fer að líða betur uns hann er orðinn alfrískur aftur. Fagnar hann því vitanlega en ákveð- ur að minnast á þetta við leiðsögumann- inn áður en þeir skilji að lokum. Einmitt þetta gerði Jón og sagði leið- sögumanni ffá líðan sinni þegar hann ótt- aðist að hann væri að verða veikur en hvernig allt hefði að lokum batnað. Leið- sögumaður spurði hann þá hvar í kastalan- um þetta hefði átt sér stað. Skýrði Jón frá því. Þá kom dálítið undarlegur svipur á 20 VIKAN 12. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.