Vikan


Vikan - 15.06.1989, Blaðsíða 68

Vikan - 15.06.1989, Blaðsíða 68
5TJÖRMUMERKI FYRRI HLUTI: Þtmnig er krabbinn Krabbarnir eru vin- gjarnlegt fólk, hug- ulsamt og ástríkt og leggja sig alla fram um að vernda og gæta þeirra sem þeir elska. Hjá ungum kröbbum beinist gæskan að systkinum þeirra en þegar frá líður að móðurinni, sérstak- lega þegar faðirinn er ekki heima. Börn og makar krabb- anna fara heldur ekki varhluta af elsku þeirra og þegar krabbastúlka verður móðir er tilgangi lífe hennar náð og til- veran snýst öll um afkvæmið Þessir eiginleikar eru já- kvæðir en þeir birtast einnig á annan hátt — með því að verja og vernda sjálfan sig. Þess vegna snýst krabbinn fljótt til varnar enda þótt það sé ekki nauðsynlegt og afleiðingin er sú að mörgum finnst hann ofsafenginn og hömlulaus. Miklar sveiflur eiga sér stað í tilfinningalífi krabbans. Hann er annaðhvort uppi á toppi, hamingjusamur og ánægður eða hann býst til varnar, augun verða eins og mjóar rifur, kald- ur glampi kemur í þau og hrukka milli augnabrúnanna. Þá hefur sjálfsvarnarþörfin fengið yfirhöndina og nú hætt- ir krabbanum til að segja eitthvað særandi við jafnvel sína bestu vini og ekki batnar það ef vinurinn svarar fyrir sig. Krabbinn er auðsærður og æst- ur og skilur ekki að vinir hans geti komið svona ffam við hann. Krabbinn á auðvelt með að sitja tímunum saman og hlusta á raunasögur vina sinna og hann reynir að róa og hressa þá, gefúr góð ráð og hjálpar þeim líka gjarnan. Krabbinn hefur stálminni og getur orðið óþarflega hörkulegur. Hann gleymir aldrei ef gert er á hluta hans og á til að vekja máls á því aftur og aftur og að mörgum árum liðnum. Vegna þess hve krabbinn er tilfinningaríkur kann hann vel að meta að fá blóm eða ef ein- hver býður honum að sjá róm- antíska kvikmynd eða á skemmtun. Tilfinningarnar bera hann þá oft ofurliði og gleðitár koma í augun. Og krabbinn man jafnvel það sem honum er gott gert eins og hitt sem síðra er. Krabbar eru mjög næmir og láta tilfinningar ráða gjörðum sínum og í 98% tilfella reynist það hafa verið rétt val. Hann segir oft: Mér finnst það ein- hvern veginn eða ég finn það á mér - og ekki að ástæðu- lausu... í viðskiptaheiminum reyn- ast krabbar vel og góðum hæfi- Ieikum búnir og þeir leyfa ekki að aðrir segi þeim fýrir verkum, hvorki utan heimilis né innan. Krabbar eru eins og klifúr- planta sem vefúr sig utan um og festir sig í alla hluti. Þeir binda tryggð við gamla sokka jafnt sem gamla vini og þeir eiga erfitt með að slíta sig ffá því sem þeir hafa tekið ást- fóstri við. Af þessum sökum hættir kröbbum til að safna að sér ógrynni af gömlum hlutum og að lokum er allt komið í óefni. Skapsveiflur krabbans eru miklar og afleiðingin er sú að fýrir kemur að hann sýnir vini sínum vinsemd og áhuga aðra stundina en á næsta augnabliki kemur hrukka á ennið og kuld- inn streymir frá honum. Takist krabbanum að hafa stjóm á til- finningum sínum kemur í ljós að hann hefur til að bera sterk- ar tilfinningar og mikla hlýju. Hugmyndaflugið Það er tæpast hægt að lýsa hugmyndaflugi krabbans. Hann þarf að geta notað það á réttan hátt, annars verður það til þess að auka á óróleikann og hræðsluna. Krabbinn segir flestum öðrum betur sögur og getur skemmt börnum sínum vel á kvöldin, þegar þau eiga að fara að sofa. Og fýrir kemur að hann freistast til að yrkja. Hann ætti ekki að hræðast slíkt heldur grípa til pennans og byrja. Ekki ætti hann heldur að láta neitt affra sér ffá að semja sögur, sér í lagi ef hann vill skrifa um fortíðina. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Ætlaðu þér rúman tíma vegna ófyrirsjáanlegra tafa. Nær- veru þinnar er vænst á ákveðnum stað; það mun kosta þig mikið fé. Þú ert óánægð(ur) með verslun, sem hefur verið gerð fyr- ir þína hönd. Nautið 20. apríl - 20. maí Þú átt erfitt með að koma því af, sem þú hefur sett þér fyrir. Þrátt fyrir annríki þitt skaltu gefa þér tíma til hvíldar. Nýfenginn hlutur gerir þér lífið mun auðveldara. Heillalitur blár. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú undirbýrð mikið mót gamalla félaga. Morgnarnir verða þér notadrjúgir. Áróðurs- ferð veldur því að þú tekur mjög eindregna ákvörðun. Brúneygt fólk eru góðir ráðgjafar. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Ófyrirsjáanlegir atburðir verða til að breyta áformum þín- um á síðustu stundu. Lengri ferðalög eru undir góðum áhrif- um. Margir fæddir fyrri hluta júlí lifa eitthvað stórkostlegt. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Þú hefur í mörgu að snúast og veltur á því, að þú bregðist rétt við en hlaupir ekki á þig. Þú vanmetur samstarfsmenn þína; það færir þér ekki vinsæld- ir. Þú færð óverðskuldaða gjöf. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Þú verður einstaklega lánsamur í vikunni; þér heppnast störf þín vel og einkalífið verður óvenju líflegt. í erindagjörðum annarra kemstu að nokkru, er veldur þér áhyggjum. Vogin 23. sept. - 23. okt. Varastu óhóf hvað snertir mat og drykk. Þú ert ekki eins hress og undanfarið og þarft að lifa skynsamlega. Helgin verður skemmtileg; óvenju margt manna hefur samband við þig. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Alls kyns freitingar hlað- ast að þér; ef þú byrjar að láta undan er eins hætt við að þú missir tökin algerlega. Þú hefur átt við örðugt verkefni að glíma og ert ekki mjög bjartsýnn. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Vikan verður notaleg, en næsta helgi fádæma skemmti- leg. Þú færð freistandi tilboð, sem þú tekur svo að segja sam- stundis. Það mun færa þér mikla heill. Mánudagsmorgunn vara- samur. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Þú eignast nýtt áhuga- mál í vikunni en ferð geyst af stað og eyðir of miklum tíma í það. Þú hefur vanrækt félaga þína og eru þeir hættir að reikna með þér. Þú færð góða gjöf. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Ætlastu ekki til of mikils af náunganum; þú kemst að því, að hver er sjálfum sér næstur. Þú ferð f dauflegt samkvæmi, en kynnist þar eftirtektarverðri per- sónu. Þú verður mikið að heim- an. Fiskar 19. febrúar - 20. mars Þú ert óþolinmóður og gæti það orðið til að tefja enn fyrir. Gættu ýtrustu kurteisi og hagaðu orðum þínum hnitmið- að. Þú ert ekki sjálfum þér nægur í frístundunum. 66 VIKAN 12.TBL. 1989 5TJÖRMU5PÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.