Vikan


Vikan - 15.06.1989, Blaðsíða 31

Vikan - 15.06.1989, Blaðsíða 31
FERÐALOC5 TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR Ifjögur ár bjó Bandaríkjamaðurinn Sam Sizemore við sannkallaðar vítis- kvalir. í einföldum magauppskurði, sem var vegna magasárs, hafði læknirinn gleymt uppskurðarverkfæri, eins konar þjöl, í maga Sams. „Strax þegar ég var að fara af spítalanum eftir uppskurðinn kvartaði ég yfir hræði- legum verkjum. En læknarnir róuðu mig með því að segja mér að þeir væru alveg eðlilegir og þar sem ég hafði aldrei áður verið skorinn upp, þá lét ég útskýringar þeirra nægja. En sársaukinn hvarf ekki. Ég var með stöðuga verki í maganum, ógleði og að FINNLAND Frh. af bls. 27 Með skemmtiferðaskipi til Rússlands Þeir sem vilja fá verulega mikið út úr ffíinu sínu í Finnlandi gætu t.d. verið hluta af fríinu í sumarhúsi og svo kynnt sér borgarlíflð í Helsinki, þar sem ótal verslan- ir, veitingahús og skemmtanir standa ferðamönnum til boða. Þaðan er einnig hægt að fara í stuttar ferðir á skemmti- ferðaskipum og eru ferðir þar sem aðeins er stansað í Sovétríkjunum afar vinsælar. Skemmtiferðaskip Finna eru heimsfræg fyrir faliegt útlit og sérlega vel og smekk- lega útbúin. Frá höfhinni í Helsinki er farið er til Le níngrad, sem áður hét Pét- ursborg. Pétur mikli lét byggja borgina á 18. öld og átti hún að vera helsta sam- keppnisborgin við Feneyjar. Hún stendur á eyjaklasa og eru eyjarnar tengdar með yflr 300 brúm. Borgin er meistaraverk í skipulagningu og arkitektúr, en í gegnum hana rennur áin Neva. Borgin er gimsteinn fyrir listunnendur og meðal þess sem vert er að skoða er Hermitage safnið, þar sem áður var vetrarhöll keisaranna. Sali safns- ins og húsgögn er jafnáhugavert að skoða og sýningargripina sjálfa, sem eru forn- minjar frá öllum heiminum auk listaverka eftir gömlu meistarana. Einnig er hægt er að fara með rútu eða lest til Leníngrad, en athugið þó að fá þarf vegabréfsáritun ef fara á til Rússlands og best er að ganga ffá þeim málum í sendiráði Sovétríkjanna hér heima. Finnar og íslendingar eiga vel saman Hér hefur aðeins verið sagt frá því allra helsta í Finnlandi, margar greinar þyrfti til að gera landinu almennileg skil, en þessari er ekki ætlað annað en benda fólki á að Finnland er ekki jafnfjarlægt og það kann að virðast — og að það gæti verið afar ákjósanlegur sumarleyfisstaður fyrir okkur íslendinga. Nokkur orð um fólkið sjálft eru þó nauðsynleg að lokum. Tæplega 5 millj- ónir manna búa í landinu og Finnar eru þannig fólk að þeim og íslendingum sem- ur yfirleitt sérlega vel. Þeir virðast vera einna líkastir okkur í sér af Norðurlanda- búum og vegna þess að engar aðrar þjóðir tala finnsku — eins og íslendingar íslensku — þá eru þeir, eins og við, sleipir í öðrum tungumálum, auk þess sem flestir hafa lært sænsku frá barnæsku. Blaðamaður Vikunn- ar heimsótti Finnland í fýrrasumar, en til viðbótar við þá vitneskju sem þar var aflað er í greininni stuðst við upplýsingar sem fengnar voru úr lesefni frá finnska sendi- ráðinu sem er til húsa að Túngötu 30 í Reykjavík. Þeir hjá sendiráðinu geta veitt allar upplýsingar varðandi ferðalög í Finnlandi og einnig er þar hægt að fá lán- aðar myndbandsspólur um ýmislegt í Finnlandi, en auðvelt er að komast til Finnlands því beint flug er til Helsinki frá íslandi yfir sumartímann. í fjögur ár gekk Sam með þessa þjöl í maganum. Hann á nú von á milljónum í skaðabætur fyrir þær kvalir sem hann þurfti að líða af völdum mistaka læknis- ins. „Læknirinn gleymdi Þiöl í maganum a mer" lokum kastaði ég upp eftir hverja máltíð sem varð til þess að ég missti 18 kíló. Ég er engin kveif. Ég hef þolað daglega verki vegna sprengjuflísar sem ég fékk í hnéð í seinni heimsstyrjöldinni, en eftir fjögur ár gat ég ekki afborið verkina í maganum lengur og fór þá á annan spítala. Við röntgenmyndatöku kom í ljós að eitthvað mikið var að. Það var næstum liðið yfir mig af hræðslu þegar ég sá þetta hræðilega verkfæri á röntgenmyndinni. Stuttu síðar var ég skor- inn upp á ný og læknarnir fjarlægðu hlutinn. Um leið fór mér að líða betur. Ég fór að fitna, gat sofið og lifað eðlilegu lífi í fyrsta sinn í fjögur ár. En ég var mjög reiður yfir þeirri meðferð sem ég hafði fengið og ég fór í mál við spítalann. Röntgenmynd sem tekin var 45 mínútum eftir uppskurðinn kom mér til hjálpar, því á henni sást hin 30 cm langa járnþjöl greinilega... en læknarn- ir höfðu ekki gert neitt! Nýlega fékk Sam greiddar um 7 milljón- ir króna í miskabætur fyrir að líða vítis- kvalir í 4 ár. Þessi röntgenmynd sýnir legu þjalarinn- ar í maga Sam. Myndin er eitt helsta sönnunargagnið að sjálfsögðu. 12. TBL. 1989 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.