Vikan


Vikan - 15.06.1989, Blaðsíða 35

Vikan - 15.06.1989, Blaðsíða 35
RAUPAÐ 0C5 RI55AÐ Gömul hús á Akureyri TEXTI OG TEIKNINGAR: RAGNAR LÁR Löngum hefur Akureyri þótt fagur bær og blóm- I legur. Fáir staðir á ís- landi geta státað af svo miklum gróðri sem Akureyri en þar er skjólsæit og gott til gróður- setningar. Akureyri státar einnig af mörgum gömlum og fallegum húsum og mörg þeirra hafa verið ffiðuð. Sennilega er Nonnahúsið þekktast meðal almennings. Þetta æskuheimili Jóns Sveins- sonar hefur um mörg ár verið safn tii minningar um þennan ástsæla rithöfund. Á Akureyri er einnig varðveitt hús Matt- híasar Jochumssonar, Sigur- hæðir, en það er einnig opið almenningi til skoðunar. Hús Davíðs Stefánssonar er og varðveitt og margt persónu- legra muna skáldsins er þar til sýnis. Friðbjarnarhús er enn eitt safhhúsið á Akureyri en í því húsi var góðtemplararegl- an á íslandi stofnuð. Laxdalshúsið er það elsta á Akureyri, byggt 1795, en það hús var endurbyggt fýrir nokkrum árum og er þar rekin greiðasala á sumrin. Annað gamalt hús var endurbyggt fyrir nokkrum árum en það kallast Gamli-Lundur og stend- ur við svonefndan Eiðsvöll. Þar er rekinn myndlistarsýn- ingarsalur. Mörg fleiri gömul og merkileg hús mætti nefna, svo sem Menntaskólahúsið og Samkomuhúsið. En upptaln- ingu skal lokið að sinni og þær teikningar skoðaðar sem þess- um línum fylgja. Stóra teikningin sýnir ráð- hústorgið á Akureyri á árunum í kringum 1920. Teikningin er gerð eftir gamalli ljósmynd og er greinilegt að hátíð er í bæn- um daginn sem myndin er tekin. Aðeins eitt af þeim húsum, sem sjást á myndinni, stendur enn á sínum stað en það er húsið næstyst til hægri. í því er nú húsgagnaverslunin Augsýn. Húsið til vinstri við það stendur nú við Lónsbrú, rétt utan við Akureyri, en þangað var það flutt fyrir nokkuð mörgum árum. Húsið, sem er aftan við það hús, brann. Timburhúsið lengst til vinstri á myndinni var mynd- Hamborg hýsir nú Sporthús sonarsona Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. arlegt eins og sjá má. Þar var eitt sinn Hótel Oddeyri. Sölu- turninn á miðju torginu er einn af fleiri sömu tegundar sem voru á Akureyri á sínum tíma. Einn af turnunum var fluttur austur í Mývatnssveit og gerður að sumarbústað í landi Haganess. Lengst til hægri á myndinni sér í fjöru- borð. Þar er nú löngu komin uppfylling og stendur Nýja bíó m.a. á uppfyllingunni. Hús á Akureyri voru gjarnan nefnd nöfnum erlendra borga eins og tíðkaðist einnig í Reykjavík. Hamborg heitir eitt þeirra og fylgir teikning af því húsi þessum línum. Þar er meðal annars til húsa verslun- in Sporthúsið sem sonarsynir Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum reka. Loks skulum við líta á hús þjóðskáldsins Matt- híasar, Sigurhæðir, en það er, sem fyrr segir, opið almenn- ingi og vel þess virði að líta þar inn sé fólk á ferð um höf- uðstað Norðurlands. 12. TBL. 1989 VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.