Vikan


Vikan - 24.08.1989, Side 15

Vikan - 24.08.1989, Side 15
C5R0ÐURH0RNIÐ ir kynnist eigandanum. Vinnutíminn er geysilega langur og allt annað situr raun- verulega á hakanum. Viss vinnutími er bæði fyrir opnun og eftir lokun, sérstak- lega í sambandi við afskornu blómin og oft skreytingarnar. En draumurinn er líka að rætast. Mig langaði alltaf að eignast svona verslun." — Hvað er skemmtilegast við að reka verslun af þessari gerð? „Að kynnast fólki. Hér kemur fólk, staldrar við til að spjalla og spyrja hvernig gangi, þótt það kaupi ekki neitt. Ég hef eignast marga kunningja úr hverflnu, sér- staklega á meðal eldra fólksins. Það er líka svo gott að vera innan um blómin.“ — Þú ert með ýmislegt annað en lifandi blóm, s.s. gerviblóm, ýmsa gjafavöru, kerti o.s.ffv. Er nauðsynlegt að hafa fleira heldur en blóm í blómaverslunum? ,Já, því fólk notar blómabúðir mikið til að kaupa tækifærisgjaflr. Því er kannski óvænt boðið í afmæli um helgi og þá er alltaf eitthvað að finna í blómabúðum sem hægt er að taka með sér. Blóm geta allir gefið og allir tekið á móti. Enda eru helg- arnar annríkasti tíminn í blómabúðum. Merkja kreppueinkennin á rósakaupum Afskorin blóm langar okkur til að fræð- ast um og spyrjum Sigríði hvort þau séu öll framleidd hér á landi. Sigríður segir að flest séu þau íslensk og ræktuð í grennd við Reykjavík. Hún hælir íslensku rósun- um mikið; hvað búið sé að ná góðum ár- angri með þær. Þær séu fallegar og standi lengi. Einstaka blóm séu innflutt og fari það eftir árstíð hver þau séu. En veit fólk yfirleitt fyrirfram hvernig blóm það ætlar að kaupa, þegar það kemur til hennar? „Það veit það, en þó ekki. Það biður gjarnan um blómvönd og er með ómótaða hugmynd um hvernig hann eigi að líta út. Við fikrum okkur svo áfram með hjálp við- skiptavinarins, þangað til hann er ánægð- ur. Þetta á sérstaklega við um konur. Þær eru einnig passasamari hvað peninga snertir, halda sig við vissa fjárupphæð. Karlmenn hins vegar segjast ekkert vit hafa á blómum. Biðja um hjálp, en hjá þeim skiptir peningaupphæðin ekki eins miklu máli. Þeir vilja fá fallegan vönd.“ — Eru tískufyrirbrigði í afskornum blómum? ,Já, auðvitað, en það skiptist í tvo flokka eftir aldri kaupanda. Eldra fólkið kaupir sígild blóm. Yngra fólkið vill eitthvað nýst- árlegt og öðru vísi en þetta hefðbundna. Vill t.d. flamingoblóm, condtinum eða aliunlauk með berengrasi eða stráum. Eða það kaupir taublóm og tengir lifandi blómum. Það myndi eldra fólki ekki detta í hug að gera.“ — Hvað er sígilt í afskornum blómum? „Rósir númer eitt, tvö og þrjú, þegar þær fást. Vinsælasti liturinn er rauður, sem er kærleikstáknið. Og það er í rósakaupun- um sem maður merkir kreppueinkennin. Það er búin að vera kreppa nokkuð lengi núna. Þeir sem keyptu áður 3—5 rósir, kaupa núna 1—3. Konur gera mikið af því að kaupa eina rós — sérstaklega á föstudög- um - þegar þær eru búnar að taka til Sigríður hælir íslensku rósunum mikið. Rósavöndur er sígildastur af blómavöndum og vinsælastar eru rauðar rósir. Sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi eru einkum færðar frestur. Þær ilma vel, eru smávaxnar og litríkar og því tilvaldar til að gleðja þá sem eru rúmliggjandi. 17. TBL. 1989 VIKAN 1 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.