Vikan


Vikan - 24.08.1989, Síða 33

Vikan - 24.08.1989, Síða 33
Myndavél fyrir Super VHSA'HS og stóra spólu. Myndkíkir er til hliðar og hægt að hafa vélina á öxlinni. tengja auka hljóðnema og textatæki. Við margar má tengja textatæki og hafa mögu- leika á því að geyma texta sem kemur fyrir mynd. Ef við ætlum að senda myndband til Bandaríkjanna verður að yfirfæra það á viðkomandi kerfi svo hægt sé að sýna myndina þar. Þá eru þrjú myndbandskerfi ráðandi. VHS sem er algengast, Beta sem er hætt að ffamleiða og video 8. Ekki er hægt að sýna spólu úr einu kerfi í öðru. Hins vegar er hægt að tengja þau saman með snúrum og fjölfalda eða klippa frá einu kerfi til annars. VHS-C eru litlar VHS spólur (30-60 mín). Þær verður að setja í sérstakt hylki til þess hægt sé að sýna þær í venjulegu VHS sýningartæki. Video 8 myndbandið er á stærð við hljóðkasettu. Upptökutími er allt að 3 klst. Myndin er oftast sýnd í myndavélinni sem er tengd sjónvarpi. Verð og gæði Þeir sem eru að velta fyrir sér mynda- vélakaupum hyggja að verði sem er nokk- uð mismunandi. Gamla og góða þumal- fingursreglan að verð og gæði fari saman, er hér í góðu gildi. Endanlegt val fer svo eftir fjárráðum og þeim kröfum sem hver og einn gerir til tækjanna. Það sem sumar dýrari vélarnar hafa fram yfir er: — Betri myndgæði, fleiri línur. — Færanlegur myndkíkir, upp/niður. — Hægt að hafa vélina á öxlinni — Möguleiki á því að setja inn nýtt hljóð á áður upptekið efni (Audio dub). — Betri klipping milli myndskeiða. — Gott hljóð (Hi Fi, digital). — Handvirkar stillingar á skerpu, lit og Ijósopi. — Stærra svið á breytilinsu t.d. 8x Þess ber að geta að sumar vélar í ódýrari verðflokki hafa einhverja af ofantöldum eiginleikum. Samsetning myndavélanna Linsan. Allar myndavélar eru með breyti- linsu (zoomlinsu). Þá er hægt að draga að sér myndefhið eða frá. Flestar vélar eru með 6x zoom eða t.d. f= 12—72 m brenni- vídd. — Skarpleiki. Skerpuna (focus) er hægt að hafa sjálfstillta (auto focus) eða hand- virka (manual focus). - Ljósopið getur bæði verið sjálfvirkt eða handstillt sem hefúr þá kosti að hægt er að stjórna lýsingunni, einkum í sterku mótljósi. Sumar vélar hafa BLC takka sem kemur að svipuðu gagni þ.e. lýsir upp. Stærsta ljósop er merkt fremst á linsuna t.d. f 1.4. - Makróstilling (macro) gefur kost á því að taka nærmyndir af t.d. skordýrum. — Litastilling er nú oftast sjálfvirk (auto white balance). Einnig getur hún verið handstillt. Þá verður að beina linsunni að hvítum fleti og ýta á WB takka. Myndskoðarinn er efst á vélinni. Þar getur maður séð væntanlegt myndefhi í litlum skjá sem er oftast svart/hvítur. Þar má einnig sjá upplýsingar um: upptöku, rafhlöður, birtu, litastillingu, dagsetningu o.fl. Einnig er hægt að skoða það efni sem tekið hefur verið upp á skjánum. Hljóðnemi er áfastur tökuvélinni. Hann tekur upp allt hljóð fyrir framan tökuvélina. Fjölhraða raflokari (high speed shutt- er selector) 1/200, 1/500, 1/1000. Þessi stilling gefur möguleika á því að skoða hægar og kyrrar myndir með mikilli skerpu t.d. upptökur af íþróttum og öðru sem er á hreyfingu. Mynd- og hljóðdeyfir (fader). Með því að ýta á þennan takka sem tengdur er tökutakkanum gefast möguleikar á því að byrja mynd í svörtu sem lýsist upp. Einnig getur myndskeiðið dofnað út í svart. Á sumum vélum fylgir hljóðið með. Grafík. Flestar myndavélar eru með dag- og tímastillingu sem flestir ofnota vegna þess að þessir stafir sjást í tíma og ótíma. Sumar vélar eru einnig með enska staffófinu en það gefur möguleika á titla- gerð. Einnig eru til vélar sem geyma mynd t.d. af textaspjaldi sem hægt er að leggja yfir næsta myndskeið sem getur verið mynd á hreyfingu undir stöfúnum. Orkan. Allar myndavélar ganga fyrir rafmagni. Oftast má nota rafhlöður sem má endurhlaða og er þeim stungið í myndavélina. Þær endast lengur ef ekki er mjög kalt úti og öll sjálfvirkni tengd. Straumbreytir er nauðsynlegur til þess að taka upp inni í lengri upptökum og til þess að endurhlaða rafhlöðurnar. Einnig er hægt að fá orku úr vindlakveikjara sem er í mörgum bílum ef réttu milllistykkin og snúrurnar eru fyrir hendi. MYNDBÖNDIN Best er að kaupa stutt vönduð mynd- bönd. Þau eru yfirleitt dýrari og merkt >4'v _ ■■ j^High Speed Shutter 1 —Éiii Fjölhraða raflokari gerir hrað- ar hreyf- Conventional ingar skarpar í hægri sýn- ingu. rteSmmÍKj (1/50 sec.) VHS-C myndavélar fyrir litlar spólur þurfa: 1. straumbreytitæki/hleðslutaeki. 2. spóluhylki fyrir VHS tæki. 3. rafhlöðu. 4. axlaról. High Grade eða Pro. Ekki má geyma myndbönd í ryki, hita og sterku segulsviði t.d. frá hátölurum, því þá endast þau skemur. Tæknin ein út af fýrir sig gerir ekki góða mynd. Maðurinn sem þekkir þau tæki sem hann hefur hverju sinni og kann að beita þeim getur gert góða hluti. Ýmsir fylgililutir: — Traustur þrífótur með haus sem gef- ur mjúkar hliðarhreyfingar. — Ljós sem hægt er að hafa á fæti eða ljós sem setja má ofan á vélina og gengur fyrir rafhlöðum sem má endurhlaða. — Hljóðnemi fyrir viðtöl o.fl. - Heyrnartæki til þess að heyra gæði hljóðsins við upptökur. — Straumbreytir/hleðslutæki og snúrur. — Taska fyrir myndavél. — Taska fyrir fýigihluti og alls konar drasl sem fýlgir myndatökum! í næsta þætti verður fjallað um mynda- tökur og myndmál. 17. TBL 1989 VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.