Vikan


Vikan - 24.08.1989, Side 34

Vikan - 24.08.1989, Side 34
RAÐ GO' Afl TT ) VII A Óþroskaðir avocado-ávextir Ef avocado-ávöxturinn er of harður til þess að hægt sé að borða hann þá nægir að láta vera 5 mínútur inni í heit- um ofni og þá verður hann hæfllega mjúkur til átu. Allt ödruvísi kaktus antar þig óvenjulega og skemmtilega gjöf sem kætir og gleður? Hér er góð hugmynd að einni slíkri: blómapottur er fylltur með rúsínum og agúrku er „plantað" í miðjuna. Mörgum tannstönglum er stungið í gúrkuna á víð og dreif. Á einn þeirra er kortið hengt, en marglitum ávöxtum úr hlaupi er fest á hina. Gljáandi gúmmístígvél Ef gúmmístígvélin eru orð- in mött og gráleit, þá er auðvelt að gera þau háglans- andi aftur með því að bera á þau efni sem ætlað er á vinyl í bílum. Slík efhi eru yflrleitt í úðabrúsum og fást á öllum bensínstöðvum. Takið körfuna með Það er gott ráð að hafa körfú á handleggnum þeg- ar maður þarf að taka nokkra hluti í einu úr efsta skápnum — t.d. þegar þrífa á skápinn — eða þegar verið er að ganga frá hlutum sem fara eiga efst í skápinn. Það sparar manni að fara margar ferðir upp og nið- ur stigann, auk þess er ágætt að nota körfuna þegar verið er að tína saman hluti sem eru á víð og dreif en eiga að fara á ákveðinn stað og nægir þar að benda á leikföng barnanna. Te og lyftiduft Dökku rákirnar og blettirn- ir í kaffl- og tebollunum hverfa á augabragði ef blettirn- ir eru nuddaðir með lyftidufti i rökum bollanum. Gómsætar kartöflur Þegar kartöflurnar eru ekk- ert sérlega góðar eða girnilegar þá er hægt að bragð- bæta þær með því að strá ör- litlu af estragon-kryddi út í vatnið sem þær eru soðnar í. • LJÓSMYIMDASAMKEPPNI KODAK EXPRESS GÆÐAFRAMKÖLLUMAR OG VIKUIMMAR • r Allir geta tekið þátt í Sumarbrosinu, hinum einfalda sumarleik. Hann felst einfaldlega í því að skila inn myndum af sumarbrosi (fólki eða dýrum) eða broslegri mynd. ( hverjum mánuði verða birtar fjórar athyglisverðustu myndirnar og besta mynd sumarsins verður valin í september úr öllum innsendum myndum. Vegleg verðlaun eru í boði: utanlandsferð, 17 myndavélar o.fl. Eina skilyrðið er að notuð sé Kodak filma og framkallað hjá Kodak Express Gæðaframköllun. Hún er á eftirtöldum LATTU OKKUR FRAMKALLA SUMARBROSIÐ! • Verslanir Hans Petersen, Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni og Lynghálsi • Ljósmyndaþjónustan, Laugavegi 178 • Kaupstaður, Mjódd • Veda, Hamraborg, Kópavogi • Filmur og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði • Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13, Hafnarfirði • Hljómval, Keflavík • Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi • Bókaverslun Jónasar Tómassonar, (safirði • Pedrómyndir, Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri • Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri • Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki • Vöruhús KÁ, Selfossi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.