Vikan


Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 39

Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 39
DULFRÆÐI er í Guði og Guð er í mér. Guð er alls stað- ar. Ekkert er til fyrir utan hann. Ég flnn að það er sama hvar maður er og hver störf manns eru, hversu lítilfjörleg þau kunna að sýnast, aðeins að þau séu unnin af samviskusemi og skyldurækni. Samhliða þeim getur hver og einn auðgað anda sinn og eignast þann fjársjóð sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Og mér verður Ijóst að hver einasta jákvæð hugsun er viðbót í þennan fjársjóð, hversu lítil sem hún er. Og einnig hvert hlýlegt og vingjarnlegt orð, allt myndi bera að sama brunni, allt myndi geymast, ekkert glatast og það væri aðeins eitt sem máli skipti. Pað væri Guð og að glæða guðsríki innra með sér. Það var svo margt sem ég sá og skynjaði og fékk svör við, sem ég hafði þráð og hungrað eftir að vita. Ég átti aðeins eina ósk og hún var sú að allir vildu leita Drott- ins og finna hann og misnota ekki líf sitt. Það riði á svo óendanlega miklu. En nú er kippt í mig. Ég dregst að rúm- inu, ég segi lárétt því þótt ég stæði upprétt þegar ég var látin í friði, þá dróst ég alltaf lárétt þegar átt var við líkamann í rúminu og þegar hreyft var við honum var eins og kippt væri hastarlega í mig og ég dróst að án þess að ég gæti við það ráðið, eins og segull að stáli. En nú vil ég ekki með nokkru móti fara aftur inn í þennan þunga, óviðráðanlega líkama í rúminu. Ég berst fyrir utan hann af öllum lífs og sálarkröft- um. Ég hrópa upp: „Ég vil ekki fara“. En það virðist enginn heyra til mín né vita af mér þar sem ég raunverulega er. Og ég finn að ég muni ekki geta veitt neitt viðnám. Það er einhver sogandi máttur sem dreg- ur mig að. Og þannig dregst ég að lokum inn í líkamann, ekki að fúllu en þó svo, að ég er komin inn í þjáninguna. Ég staðnæm- ist án þess að það sé mér sjálfrátt. Það er einhver hulin hönd sem stjórnar gerðum mínum og gefur mér ráðrúm til þess að veita því athygli að það er verið að undir- búa mig áður en ég skil við þennan heim og það ástand sem mig tekur svo sárt að yflrgefa. Ég er líkust barni sem ekki vill fara í skólann en verður að láta undan fyrir kærleiksríkri umönnun þess sem veit hvað er því fyrir bestu. Það er búið að veita mér þá náðargjöf að sjá og skynja hinn mikla guðdómlega kær- leika og þá unaðslegu dýrð sem engin orð ná að lýsa. En ég vil ekki fara frá þeirri sælu sem ég er búin að verða aðnjótandi og þeirri heilbrigði sem ég er búin að öðlast. Þá verður mér ljóst að ég á þetta allt og ég á að festa mér það í minni. Eins og ég sagði var ég ekki að fullu komin inn í lík- amann, þar sem ég var látin staldra við. En minn nýi líkami eða öllu heldur ég sjálf er hlaðin svo mikilli lífsorku að ég get ekki verið alveg kyrr. En nú veit ég að mér er gefin þessi stund til að athuga það sem er að gerast. Ég er alheilbrigð, en er komin inn í líkama sem þjáist. Ég finn hvort tveggja: Þessa miklu heilbrigði og þessa logandi kvöl. En mitt í þessari kvöl á ég að taka eftir því og muna að ég er sjálf alheil- brigð. Það er aðeins líkaminn sem þjáist, ytra gervið. Og þegar ég hef gengið úr skugga um þetta að fúllu, þetta dásamlega fyrirbæri, þá fylli ég út í líkamann, samein- ast honum og lokast inni í efninu. Hversu lengi þetta allt hefúr varað veit ég ekki. Ég hef verið fyrir utan rúm og tíma. En loksins get ég gefið frá mér hljóð sem jarðnesk eyru ná að heyra. Ég get líka opnað augun. Læknirinn stendur við rúm- ið og styður annarri hendi við púlsinn. Hinni styður hann á brjóst mér, vinstra megin. Hjúkrunarkona stendur við rúmið hins vegar og heldur um vinstri úlnlið minn. Þau ávarpa mig með góðvild. Ég get svarað. Ég er vöknuð til jarðnesks lifs. Kannski les þetta einhver, einhvern tíma, kannski ekki. En mér finnst ég verði að skrifa það ef það mætti verða einhverj- um til góðs og uppörvunar til að leita þess sem hverjum er nauðsynlegast að finna og öðlast í þessu lífi. En ég skrifa þetta í auðmýkt og þakklæti til Guðs fyrir gjafir hans og vernd. Ég minntist á að bænirnar mínar hefðu komið á móti mér. Einhver kynni að spyrja hvemig ég hefði getað tileinkað thér þær og þekkt þær. Bænin er ekki hlutræns eðlis. Hún er geisli. Og hvernig ég þekkti mínar bænir gert ég ekki lýst á annan hátt en þann að við sem á jörðunni búum þekkjum þá hluti sem við eigum hér. Við erum ekki í neinum vafa um það. Og þann- ig var það með bænirnar mínar. Það kom mér mjög á óvart að sjá þær koma á móti mér en þó miklu var óvæntara að sjá hversu mikinn kraft bænin felur í sér. Ég sá einnig annarra bænir og sá og fann að ver- ið var að biðja fýrir mér. Hvernig ég þekkti þær ffá mínum bænum? Nákvæmlega eins og við þekkjum eignir okkar, sem eru hlut- rænar, frá annarra eignum, jafhvel þó þær séu sömu tegundar. Á annan hátt get ég ekki lýst því. En mér varð ljóst að bænin og allir okkar andlegu fjársjóðir verða eins og óaðskiljanlegur hluti af okkur sjálfúm þar með varanleg eign okkar mannanna barna. Stundum hafði mér fundist bænirnar mínar svo tilgangslausar og lítilfjörlegar en þarna voru þær engu að síður og öllu virðist hafa verið haldið til haga. En kraft- mestar voru þær sem ég hafði beðið fyrir öðrum. Bænin veitir öryggi og byggir mann upp. Okkur verður það fyrst ljóst þegar yfir kemur hve mikils virði það er að hafa leitað Guðs og fúndið hann hið innra með sér hér í lífi. Bentína Kristín Jónsdóttir. Það fyrsta sem mér kom í hug við lestur þessa merkilega bréfs var hvað sumt í lýs- ingu höfundar minnti mig á frásagnirnar í hinni merku bók Lífíð eftir lífíð eftir bandaríska lækninn og rithöfúndinn Raymon A. Moody um rannsóknir hans á fólki sem hefur dáið fræðilega en verið vakið aftur til lífsins og getað sagt frá því sem fýrir það bar meðan það var „dáið . Bókin er fufl af slíkum frásögnum, sem margar hverjar minna mjög á ýmislegt sem þessi íslenska kona segir í þessu bréfi að hafi hent sig á sjúkrahúsinu. Það sem ég þó tel mikilvægast í þessu bréfi hennar er að það dylst engum les- anda bréfs hennar að þar talar kona sem í senn er trúuð og kærleiksrík. Margt af því sem hún segir frá kannast ég ekki við að hafa lesið annars staðar um slíkar sálfarir, til dæmis dásamlega frásögn hennar um hvernig hún skynjar sínar eigin bænir. Ég tel þetta bréf hiklaust svo merkilegt að ég hika ekki við að birta það hér í þætti mínum, ekki síst þegar þess er gætt að það er einmitt vilji hennar að sem flestir fái að deila með henni þessari stórkostlegu reynslu með því að lesa frásögn hennar. Ég er henni að minnsta kosti persónulega mjög þakklátur fyrir þessa ítarlegu og dásamlegu ffásögn sem ég hef hér birt orðrétta eftir henni. Hún ætti að vera hverjum hugsandi manni að minnsta kosti verðugt umhugsunarefúi. 17. TBL. 1989 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.