Vikan


Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 42

Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 42
5MA5AC5A EFTIR EDMOND CAN Stödugt undanhald Hann var 23 ára gamall og lögreglan var á hælunum á honum. Hann var sú manngerð sem aldrei er látin í friði. Þess vegna treysti hann brosi gamallar konu. Hann var nýbúinn að brjótast inn í íbúð hennar... Hann hljóp eftir götunum eins og fætur toguðu. Það var ekki margt fólk á ferli. Gúmmí- skórnir skullu á götunni. Hann varð þreyttari og þreyttari og hann fann að hann var að gefast upp. Honum fannst sem augun væru að þrýstast út úr höfði hans. Hann verkjaði í brjóstið. Og hann vissi að honum var veitt eftir- för. Hann gat ekki heyrt til þeirra lengur, en hann vissi líka, að þeir gæfust ekki upp. Þeir voru þarna, og fyrr eða seinna myndu þeir taka hann aftur. Allt í einu datt hann. Það var hola í göt- unni. Andlitið skall við steininn og þetta var sárt, hræðilega sárt. Þegar hann svo stóð upp aftur, heyrði hann til þungra stíg- véla. Þau voru á næsta horni. í örvæntingu sinni leit hann í kringum sig og hann sá opnar dyr standa rétt hjá, opnar dyr, sem ýlfruðu við hverja vind- hviðu. Með blóðhlaupin augu komst hann inn í stigaganginn og þar datt hann um gamlan rokk. Hann lenti á vegg, og hávaðinn hlaut að heyrast um allt húsið. Svolitla stund beið hann spenntur, en húsið virtist autt. En úti fyrir nálguðust þeir óðum, mennirnir sem höfðu elt hann. Stígvélin létu meira og meira til sín heyra. Hann leit út á götuna, en tók síðan á rás - upp stig- ana. Á þriðju hæð var hann farinn að átta sig á legu dyranna og á fimmtu hæð fann hann opnar dyr. Hann fór inn í íbúðina. Og hurðin lét til sín heyra þegar henni var lokað. Hann stóð í niðamyrkri, en samt greindi hann ljós innar í íbúðinni. Hann gekk áfram og fyrst sá hann ekkert nema gam- aldags stofu, en þegar hann athugaði betur sá hann veru, mannveru. Hún var að horfa út um gluggann, en svo dró hún glugga- tjöldin fyrir og settist í djúpan stól. Klukkan á veggnum sló tólf högg. ■ 40 VIKAN 17.TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.