Vikan


Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 54

Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 54
posTURinn í 13. tbl. Vikunnar birtist grein þar sem Guðmundur S. Jónasson fjallar um hug- myndir sínar varðandi endurkomu Krists. Vita- skuld eru ekki ailir Viku- lesendur sammála hug- myndum Guðmundar varðandi þetta efni og póst- inuni bárust tvö bréf þar sem bréfriturum liggur mikið á hjarta varðandi þetta viðfangsefni. Við fögnum því þegar lesendur sýna viðbrögð við því sem við birtum og erum í flést- um tilfellum tilbúin til að birta þau bréf sem okkur berast; jafnt þau neikvaeðu sem jákvæðu. Um endurkomu Krisfts Pegar ég las í Vikunni k fyrir nokkru um efa- r semdir varðandi end- urkomu Krists og þá sérstaklega efasemdir hjá prestum og fyrrverandi bisk- upi íslands varð ég nijög hissa, því ég hélt að vonin um endur- komu Krists væri í rauninni eina von kirkjunnar um við- reisn úr því trúleysis- og trú- villuástandi sem hefur verið að skapast hér á íslandi undan- farna áratugi. Þegar ég tala um trúvillu á ég við að mikið af fólki, og þá sérstaklega ungu fólki, er farið að trúa á endurholdgun og alls kyns nýjar kénningar sem í mörgum tilfellum brjóta í bága við kristna trú. Flest af þessu kemur með útlendingum hing- að til lands sem hafa atvinnu sína af að sannfæra fólk um þetta með alls konar brögðum og prettum sem hver sem er getur lært. Ef prestar og aðrir svokall- aðir guðsmenn gefa út yfirlýs- ingar um vantrú á eins víðtæku efhi úr Biblíunni og endur- komu Krists þá er þess ekki langt að bíða að kirkjur Iands- ins verði eins konar minnis- merki um kristna trú og prest- ar safnverðir. En samt sem áður er ég viss um að íslend- ingar, eins veraldlegir og þeir eru, mundu halda áfram að halda jólin hátíðleg löngu eftir að Kristur væri gleymdur. Spádómar rætast „Þegar Kristur birtist fyrir tuttugu öldum afneituðu Gyð- ingar Honum, þótt þeir hefðu beðið komu Hans með óþreyju og tárfellandi beðið svofelldrar bænar: „Ó Guð, flýt komu Messíasar," en þegar sól sannleikans rann upp risu þeir gegn Honum með miklum fjandskap og loks krossfestu þeir þennan himneska anda, Orð Guðs, og nefndu Hann Balsebub, hinn illa, eins og rit- að stendur í guðspjallinu. Ástæðan fyrir þessu var sú að þeir sögðu: „Samkvæmt skýr- um texta Gamla testamentis- ins munu birtingu Krists fylgja viss tákn og meðan þessi tákn koma ekki ffam, þá er hver sá svikari, sem lýsir því yflr að hann sé Messías. Eitt þessara tákna er að Messías skuli koma ffá óþekktum stað, samt þekkj- um við allir bústað þessa manns í Nazaret og getur nokkuð gott komið frá Nazar- et? Annað tákn er að hann skuli stjórna með járnstaf, þ.e. að hann skuli beita sverði, en þessi Messías á ekki einu sinni tréstaf. Enn eitt þessara tákna og skilyrða er þetta: Hann verður að sitja í hásæti Davíðs og grundvalla ríki Davíðs. Þessi maður er svo fjarri því að sitja í hásæti, að hann á ekki einu sinni mottu til að sitja á. Annað þessara skilyrða er, að hann út- breiði lög Gamla testamentis- ins; samt hefúr þessi maður numið þessi lög úr gildi, hann hefur jafhvel brotið lögmál hvíldardagsins, þótt skýr texti Gamla testamentisins segi, að hver sá sem segist vera spá- maður og gerir kraftaverk og brjóti lögmál hvíldardagsins, hann skuli taka af lífi. Eitt táknanna er, að á ríkis- stjórnardögum hans muni rétt- lætið hafa vaxið svo, að réttvís- in og velgjörðir muni ná jafh- vel til dýraríkisins — höggorm- urinn og músin munu dvelja í sömu holu, örninn og dúfan í einu hreiðri, ljónið og lambið í sama haga og úlfúrinn og kiðið munu drekka úr sömu lind. Samt hefur óréttlætið og harð- ýðgin vaxið svo á hans dögum að þeir hafa krossfest hann! Eitt skilyrðanna er það, að á dögum Messíasar muni Gyð- ingar verða blómleg þjóð og hrósa sigri yfir öllum þjóðum heims; en nú búa þeir við hina mestu niðurlægingu og þrælk- un í Rómaveldi. Hvernig getur þá þessi maður verið Messías, sem heitið var í Gamla testa- mentinu?" Slíkar voru mótbárur þeirra gegn sól sannleikans, þótt þessi andi Guðs væri vissulega hinn fyrirheitni Gamla testa- mentisins. En þar sem þeir skildu ekki merkingu þessara tákna, krossfestu þeir Orð Guðs. Nú halda Baháíar því ffam, að hin skráðu tákn hafi komið ffam í birtingu Krists; þó ekki í þeim skilningi sem Gyðingar lögðu í þau, þar sem orð Gamla testamentisins eru táknræn. Meðal þeirra er tákn um herradóm. Því að Bahá’íar segja, að herradómur Krists hafi verið himneskur, guð- dómlegur, eilífur herradómur, en ekki af sama tagi og herra- dómur Napóleons, sem hvarf effir skamman tíma. í nær tvö þúsund ár hefur þessi herra- dómur Krists staðið og stend- ur enn og um alla eilífð mun þessi heilaga vera sitja í eilífú hásæti. Á sama hátt hafa öll hin táknin komu fram, en Gyðing- ar skildu það ekki. Þótt nær tuttugu aldir hafi liðið síðan Kristur birtist með himneskri dýrð, bíða gyðingar enn komu Messíasar og telja sig gera rétt, en segja Krist vera svikara. Og nú í dag hefur sama sag- an endurtekið sig, því að Bibl- ían er full af spádómum um þann fýrirheitna sem koma myndi á hinum síðustu tímum og stofna Guðsríki á jörðu, sameina mannkynið í eina hjörð með einn hirði, sem þýðir; stofna ein alheimstrúar- brögð. í fyrsta sinn í sögunni, nú á okkar tímum hefur þetta verið mögulegt vegna nýrrar tækni á sviði samgangna. Þessi tæknialda hófst um miðja síðustu öld eða um það 52 VIKAN 17. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.