Vikan


Vikan - 24.08.1989, Qupperneq 57

Vikan - 24.08.1989, Qupperneq 57
TÓM5TUMDIR Ekki fleiri búr, Ottó! Marta veit að það er eiithvað á seyði þegar maðurinn hennar fer að leika gúbbípabba og pabba allra hinna skrautfiskanna Isjónvarpsviðtali við lækni einn kom það íram að ef horft er á flska í fiskabúri í um 20 mínútur á dag, þá lækkar það blóðþrýstingin. Eg er þessu fullkomlega sammála. Ég er búin að fylgjast með blóðþrýstingi mannsins míns í tvö ár sem hefur orðið til þess að hækka minn. Á undanförnum árum hefúr Ottó, maðurinn minn, verið að prófa sig áfram með alls konar ný áhugamál. Þannig að þegar Ottó til- kynnti að hann ætlaði að fara að rækta skrautfiska, þá tókst mér að kreista fram bros og kinkaði kolli til samþykkis. Ég gerði ekki ráð fýrir að hann gerði meira en rétt vökna áður en hann tæki til við nýtt áhuga- mál. Þess í stað hefúr Ottó sökkt sér í fiskabúrin og fiskiafurði. Hreiðrið okkar lyktar af rækju, kolkrabba og svifdýrum og ég hef fýlgst með því með hryll- ingi hvemig fjárhagur heimil- isins fer sífellt versnandi vegna kaupa á pumpum og búrum og stærri pumpum. Blóðþrýstingur minn tók stökk þegar Ottó kom heim með þrjár mollíar og búr, fílter, hitara, möl, hitamæli, þörungaskröpu, fiskamat, ljós og sýrumælitæki sem kostaði allt kringum 10.000 krónur. „Og áður en þú getur sagt ‘Hvað er klukkan’, þá verða þeir búnir að eignast fúllt af litlum börnum.“ Dagar liðu og hann fór að læða litlum álum ofan í einn daginn, tígrisfiski hinn og nokkrum skrautgúppíum. En ekki bar á neinum „börnum". „Hvað er klukkan. Hvað er klukkan," ég gat ekki setið á mér um leið og ég gekk framhjá litla glerhúsinu. „Ég bara skil þetta alls ekki,“ andvarpaði Ottó eitt kvöldið eftir að hafa starað á búrið klukkutímum saman. Ég sem setti hjá þeim þessa fínu möl sem kemur alla leið frá strönd- um Mexíkó og steinrunnin tré til að fela sig á bakvið og það eina sem þeir gera er að narta í bananaplöntuna." „Heyrðu, ég þori varla að spyrja að þessu sem virðist augljós; en hvernig er hægt að þekkja karl frá kerlingu?" hvíslaði ég af því litla barnið okkar var þarna hjá. Ottó fór að fletta upp í skrautfiskabókinni og komst að því að það er alls ekki svo augljóst. Því fóru margir fleiri klukkutímar í að kíkja á þetta töfrandi vatnalíf, enda var hann þarna með fiskabúr fullt af kerlingum. „Of margir fiskar á hvern rúmmcter" var sorgaryfirlýs- ing Ottós daginn sem hann fann tvo fagurrauða fljótandi með maeann udd. Það kom mér þvi ekki a óvart að sjá hann koma daginn eftir berandi 100 lítra búr, fleiri vatnaplöntur og fáeina snigla. „Ég ætla að nota litla búrið fyrir fiskabörnin," sagði hann og blikkaði mig. „Nú förum við að græða, stúlka mín“! „Kannski þeir séu með ein- hverja veiki," tilkynnti hann tveim dögum síðar þegar einn rándýr fiskurinn sást svamla veiklulega um í risastóra búr- inu sínu. Ottó veiddi fiskinn sam- stundis uppúr og setti hann í einangrun, þrátt fýrir tillögu mína um að við flökuðum greyið og slepptum honum við þetta eymdarlíf. Áður en ég gat sett hengilás á ávísana- heftið þá var hann búinn að eyða 3000 krónum úr því fyrir nýju 10 lítra fiskabúri sem skartaði fagurlöguðum skraut- fiski. Það fór þó svo að fjölgunar- áætlun Ottós fór eins og hann hafði ætlað. Á nokkrum vikum fjölgaði búrunum í 12, þar á meðal var eitt 150 lítra sem staðsett var á vinnuborðinu í eldhúsinu, sem var eini staður- inn sem var nógu sterkbyggð- ur til að bera það og svo var þarna afi allra fiskabúra - sex- strendur tveggja metra hár turn. Hann kostaði ekki nærri eins mikið og köfúnarútbúnað- urinn sem þurfti til að geta náð í dauða fiska og ýmsan útbún- að sem fallið hafið niður á botninn. Ég spyrnti þó að Iokum við fótum kvöld eitt þegar Ottó sagði mér draum sinn um að byggja tveggja og hálfs metra hátt fiskabúr til að hafa inn- byggt í baðherbergisveggnum. „Hvers vegna að láta staðar numið þar? Hvers vegna bygg- irðu ekki sundlaug fýrir þessi slímugu kvikindi?" æpti ég og blóðið sauð í æðunum. „Hvers vegna geturðu ekki spilað golf eins og aðrir eiginmenn?" „Suss,“ hvíslaði hann og benti á litla barnið okkar sem lá steinsofandi við hliðina á einu fiskabúrinu. Það virtist sem vatnshljóðið í pumpunni og að horfa á marglita fiskana synda um hefði undursamlega róandi áhrif á taugar hennar og magakveisuna. Ætli ég leyfi búrunum ekki að vera í einhvern tíma enn, barnsins vegna. Nú, þar að auki las ég svo áhugaverða grein í gærkvöldi þar sem sagt er að blóðþrýstingurinn lækki verulega ef menn standa með veiðistöngina og veiða í svo- sem tuttugu mínútur á dag . Núna er ég orðin svo róleg að ég gæti næstum malað. □ Ford Times Marti Attoun/BK 17. TBL 1989 VIKAN 55

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.