Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 10
ofan af fyrir henni. Hvert á ég að fara með
hana í kvöld, spyr maður sjálfan sig.
EH: Ég hef ekkert gert af viti í þessu. Ég
á bara eina sambúð að baki og hún var
tómt fyllerí og klúður. Tóm vitleysa. Mér
fannst ég alltaf vera kominn upp að vegg
og þrengt að mér á alla vegu en þó djúpt
væri á þeirri uppgötvun sá ég eftirá að ég
hafði bakað mér mín vandamál alfarið
sjálfur.
Um úrslitakosti?
SG: Ef mér væri stillt upp við vegg í dag
myndi ég reima á mig hlaupaskóna eins og
skot. Allt sem heitir annað hvort eða er
svo óréttlátt og fáránlegt að ég þyrfti ekki
einu sinni að hugsa mig um.
EH: Manneskja sem færi að stilla mér
upp við vegg er greinilega ekki týpa sem
ég hefði áhuga fyrir. Svarið yrði þá klárt
nei.
SB: Nútímakonan setur ekki úrslitakosti.
Um þjóðfélagið?
HG: Það er alveg hrikaleg leit í gangi og
sérstaklega yngra fólks að einhverju varan-
legu. Leit að lífsfyllingu sem það ekki fann
í steypunni og bílunum og þessari geggjun
allri. Það kann ekki mannleg samskipti,
kann ekki að vera í sambúð og þá fer það
bara í hvað sem er. Fólk kaupir steina á
Laugaveginum og „verð ég ekki hamingju-
samur á mánudaginn" og aflir trúa því, og
það er örvænting í þjóðfélaginu. Trúar-
samfélögin vilja breyta kirkjunni þó þau
séu mörg hver kristin og það styð ég ein-
dregið, því kirkjan er ekki í takt við
tímann. Boðskapurinn er góður en tónlist-
in er tímaskekkja. Því má ekki syngja um
Jesú Krist á léttum nótum? Svona leitar
fólkalveg dyrum og dyngjum. Það er allt
yfirfúllt hjá spákonum með bolla, því nú
eiga þær að segja manni hvenær maður
verði hamingjusamur.
Um að vera töffari?
FE: Ég á mótorhjól og svo hef ég átt
Trabant í mörg ár sem samræmist kannski
ekki alveg töffaraímyndinni e'n margir af
mínum kunningjum hafa neitað að fara
upp í Trabantinn þó enginn annar bíll væri
til staðar. Töfifaraímyndin er rík í okkur. En
til að geta gefið einhverjum eitthvað þarf
maður að elska sjálfan sig.
HG: Já, maður gefúr ekki vatn úr tómu
glasi. Við erum með tvær ímyndir; aðra
sjáum við sjálf, hina sýnum við út á við.
Þær fara ekki alltaf vel saman. Þegar mér
leið hvað verst hafði ég næga viðurkenn-
ingu úti í þjóðfélaginu en ég hafði hana
ekki hjá sjálfum mér. Ég verð að vera í sátt
við sjálfan mig áður en ég get farið að búa
með öðrum. Annars er ég bara að biðja um
ást og það er allt annað. Það skiptir máli að
geta viðurkennt sig á erfiðum augnablik-
um. Maður var haldinn alls kyns ranghug-
myndum, meðal annars um kynlíf sem svo
var reynt að breiða yfir með hroka og
rugli. Ég hef upplifað að standa berrassað-
ur á stofugólfinu fýrir framan stúlku eftir
að ég hætti að drekka og segja við sjálfan
mig skelfmgu lostinn: Hvað á ég nú að
gera? en eftir á var þetta sætt.
EH: Það er oft misskilningur að halda að
maður sé svo góður með sig bara af því að
maður er í góðri sátt við guð og menn.
1 0 VIKAN 4. TBL. 1990
SB: Ég hef oft upplifað að vera álitinn
stórskrítinn fyrir það að líða vel og þora að
vera vingjarnlegur við fólk sem ég þekki
jafnvel lítið. En ég lenti í fjárhagsvandræð-
um og það tók mig tvö ár að kyngja því að
ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Vænting-
ar annarra stjórna stundum lífi okkar, við
setjum okkur í ákveðið hlutverk sem við
teljum okkur verða að leika. Maður gat
verið í þessu töfifarahlutverki útávið þó
maður væri algerlega kraminn innra með
sér. í dag skiptir mestu máli að vera sjálf-
um sér samkvæmur og það er ekki lengur
takmark að eiga flottasta bílinn í bænum.
Um böm?
HG: Konan ræður því hvaða viðhorf
barnið kemur til með að hafa til föðursins,
sé hann fjarverandi — og það er hrikaleg
ábyrgð. En ef við tökum saman við stúlku
sem á barn og eignumst svo með henni
barn, þá koma okkar heilindi gagnvart
þessum málum fyrst í ljós. Karlmenn áttu
alltaf að vera vondi aðilinn sem fór í burtu.
Svo eru þeir að koma til konunnar sem
fékk forræðið, að sækja barnið sitt, vísast í
„Nútímakonan
setur ekki
úrslitakosti.“
„Svelta mann og
fleygja svo í hann
kexköku sem
bragðast þá á við
dýrindis máltíð.“
„Geðgóð, kvenleg,
góður félagi og
umfram allt
sjálfstæð.“
gömlu íbúðina þeirra, eru látnir bíða úti
þar til barninu er ýtt yfir þröskuldinn —
þetta er ískalt. Á fúndi hjá Félagi einstæðra
foreldra sögðu 60 konur einum rómi að
þetta hefðu þær hreinlega aldrei hugsað út
í - að auðvitað væri til fúllt af karlmönnum
með tilfinningar, og ég held að við höfum
þær þegar allt kemur til alls.
FE: Konurnar vilja kannski eignast mann
sjálfan - en þær eru ekkert betri en karlarn-
ir með það að vilja ekki samþykkja börnin
sem urðu til í hinu sambandinu.
Um valdatafl?
HG: Ég held að valdataflið sé notað al-
veg hrottalega mikið í samböndum í dag.
Maður kallar þetta stundum viðskiptaást -
ég elska þig — ef þú elskar mig, ekkert
öðruvísi. Þegar maður getur elskað ein-
hvern án þess að vera alltaf að heimta eitt-
hvað í staðinn, þá er maður kominn á rétta
braut.
FE: „Nú er eiginkonan búin að fara út
þrisvar og nú er komið að mér.“ Það eru
allir að safha stigum í sambúðum rétt eins
og áður en til þeirra kemur.
Um mannleg samskipti?
HG: Það er ekki orð um mannleg sam-
skipti í skólakerfinu. Ekki orð um hvernig
viðkomandi getur lært að taka á sínum til-
finningum. Það er sorglegt til þess að vita
að menn þurfi að ánetjast ofneyslu víns til
að öðlast þau forréttindi að fá aðstoð við
að læra að þekkja sjálfan sig í þessu þjóð-
félagi okkar.
Um trú?
FE: Ég er trúlaus en fallegustu konur
sem ég hef séð á ævinni eru nunnurnar í
Hafnarfirði sem ég sá myndir af í blaði
einu sinni. Það geislaði af þeim einhver
gleði og firelsi. Ef þetta er trú þá hlýtur hún
að vera það besta í heimi. Það hlýtur að
vera gott að geta trúað á eitthvað.
HG: Það sem skipti mig mestu máli var
að geta notað mitt orðalag til að ræða við
minn æðri mátt. Það er ekki nauðsynlegt
að kunna einhver vers úr biblíunni til að
byrja. Aðalatriðið var að taka sjálfan mig
sem hrokagikk og drykkjubolta og fara úr
bílstjórasætinu. Ég gerði samning við
minn æðri mátt um að hann mætti stjórna
Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 34780
Staður sem fúotið fiefur
einróma íof vandíátm
í sex vikur. Ég hafði alltaf reynt að stýra
samkvæmt mínum vilja en eftir þessar
fyrstu sex vikur hef ég stöðugt verið að
framlengja samningnum því ég losnaði við
margra kílóa poka af bakinu á mér.
Er draumadísin til?
SB: Já, hún er til og ég fann mína. Ég
vissi strax og ég sá hana fyrst að hún yrði
konan mín.
HG: Ég var lengi að leita einhvers sem
ég vissi ekki hvað var en já, hún er til og
hún kemur.
EH: Ég er kannski með of marga var-
nagla. Hún er til í helstu atriðum en aldrei
án einhverrar aðlögunar.
SG: Ég pæli aldrei í hvort þetta sé sú
sem ég á eftir að vera með til æviloka. Ég
horfi lítið ffam í tímann með hliðsjón af
því hvort þetta sé einhver lífisförunautur
sem verði með mér alltaf.
FE: Já, engillinn er til og það er sú sem
maður er með í það og það skiptið. Ég er
á móti því að líta á allt kvenfólk sem ein-
hverjar varaskeifúr þar til hin eina rétta
birtist.