Vikan - 22.02.1990, Síða 5
Glaðleg að vanda. Haukur Morthens og mæðgumar Svanhild-
ur Jakobsdóttir og Anna Mjöll Ólafsdóttir.
Bjöm Bjömsson og Troels Bendtsen, sem á sínum tíma sungu
þjóðlög í Savanna tríóinu. Með þeim á myndinni em eigin-
konurnar, þær Þóra Jónsdóttir og Björg Sigurðardóttir. ▼
Tammy Wynette lýsti einstakri ánægju með salarkynni Hótel
ísland þar sem hún kom þrisvar fram fyrir fullu húsi. Hér
spjallar hún við aðstoðarhótelstjórann Hörð Sigurjónsson og
skemmtanastjórann Birgi Hrafnsson.
hér við þau Björgvin Halldórsson og konu hans, Ragnheiði
Reynisdóttur.
4. TBL 1990 VIKAN 5
„Sendu mér mann“ heitir
textinn sem færði Breið-
hyltingnum Steini G.
Hermannssyni fyrstu verð-
laun í samkeppninni um
besta textann við lagið góð-
kunna „Stand By Your
Man“, sem sveitasöngkon-
an Tammy Wynette er
þekktust fyrir. Steinn gat
því notið þess sem sérstak-
ur boðsgestur Hótel ísland
að hlýða á lagið í flutningi
söngkonunnar á tónleik-
um hennar.
Samtals bárust um fjörutíu
textar við lagið og hlaut Sigrún
Ólafedóttir á Akranesi önnur
verðlaun fyrir textann „Elsk-
aðu hann“ og Elísabet Einars-
dóttir á Seltjarnarnesi þriðju
verðlaun fyrir texta sinn „Elska
þinn mann“.
Úrslitin voru tilkynnt í hófi
sem haldið var af Menningar-
stofnun Bandaríkjanna og
hafði textahöfúndurinn Þor-
steinn Eggertsson orð fyrir
dómnefndinni en með honum
dæmdu þau Jón Sigurðsson
tónlistarmaður og Iðunn
Steinsdóttir, sem m.a. átti stór-
Tammy Wynette ásamt eigin-
manni sínum, George Richey,
sem er vel þekktur í Banda-
ríkjunum fyrir lagasmíðar
sínar fyrir sveitasöngvara.
an þátt í textasmíðinni fyrir
söngleikinn „Síldin kemur".
Fjölmargir íslenskir tónlist-
armenn voru samankomnir í
húsakynnum Menningarstofh-
unarinnar til að fagna komu
sveitasöngkonunnar vinsælu
og eru ljósmyndirnar teknar
við það tækifæri.
Kúrekasöngvari norðursins, Hallbjörn Hjartarson,
fór ekki dult með aðdáun sína á söngkonunni.
‘J
TONLI5T
Sveitasöngkonunni
var vel fagnað
TEXTI: ÞÓRARINN J. MAGNÚSSON / LJÓSM.: RÓBERT ÁGÚSTSSON