Vikan


Vikan - 22.02.1990, Síða 48

Vikan - 22.02.1990, Síða 48
PÓ5TURIMM KIEFER SUTHERLAND: 22 ÁRA MEÐ GLÆSTAN FERIL Kæri póstur. Ég held svolítið upp á leikar- ann Kiefer Sutherland og mig langar að vita eitthvað um hann. Væri ekki hægt að birta af honum myndir og segja frá einhverju um hann? Bestu þakkir, Kristjana Magnúsdóttir Þar sem pósturinn veit að margir fleiri hafa áhuga á þessum leikara og við hér á Vikunni reynum yfirleitt að verða við óskum lesenda okk- ar var tekinn saman smápistill um hann sem birtist hér. Þegar leikarar eru spurðir að aldri líta þeir flestir undan og koma sér hjá því að svara af því að þeir eru hrœddir við að viðurkenna hversu gamlir þeir eru orðnir. Þegar Kiefer Suth- erland er spurður að aldri lít- ur hann líka undan en það er vegna þess að honum er illa við að viðurkenna hversu ung- ur hann er. En ferill hans er orðinn svo glœstur að hann þarf varla lengur að vera feim- inn við að viðurkenna að hann sé ekki nema 22 ára og hœtt er að minnast stöðugt á hann sem „son pabba stns" en sá er enginn annar en hinn heimsþekkti leikari Donald Sutherland - eins og sjá má. Kiefer virðist cetla að feta með miklum glcesibrag í fótspor föður sín. Þau hlutverk sem hann hefur leikið hingað til hafa verið langt frá því að sýna Kiefer sem hinn dcemi- gerða ameríska skólastrák enda þykir andlitsfall hans - sem er fremur óreglulegt og eitthvað skrítið við það (eins og á pabba hans) — vart til þess fallið. Pabbi Kiefers, Donald Suther- land, ásamt sambýliskonu sinni til margra ára, Francine Racette. 46 VIKAN 4. TBL. 1990 Myndin Promised Land fjallar um lífið í Bandaríkjunum árið 1969, hippamenning- una, stúdentaóeirðir og fleira í þeim dúr. ílann hefur leikið for- sprakka í hópi óknyttastráka í myndinni Stand by Me og brenglaðan ungling í sjón- varpsmyndinni Trapped in Sil- ence, svo ekki sé minnst á höfuðpaur ungu vampíranna í The Lost Boys, geðveikan morðingja í Perfect Stranger, viðkvœman einfara í Promised Land og diskóbrjálaðan við- skiptamann í Bright Lights, Big City. Þetta er ekki svo slakur afrekalisti hjá strák sem hœtti í grunnskóla enda er varla hœgt að segja að Kiefer hafi verið venjulegur unglingur. Þegar hann var 15 ára reikn- aði hann út hvað hann myridi grceða og hvetju hann hefði að tapa ef hann hcetti í skólan- um og spreytti sig upp á eigin spýtur. En voru foreldrar hans þessu ekki mótfallnir? Hann verður undrandi á svipinn og svarar svo,- „Þetta var ekki þannig mál að ég gceti hringt til þeirra og talað um það í síma. Svo ég fór bara. Þau höfðu engan valkost. Mér fannst heimavistarskóli ekki sá staður sem mig langaði að vera á og þegar öllu er á botn- inn hvolft er það mitt líf sem hér er um að rœða. Ég var samt alls ekki að reyna að hefna mín á þeim heldurþvert á móti að sýna þeim að ég gceti staðið á eigin fótum. “ Hann byrjaði á því að fá sér vinnu sem kokkur á skyndi- bitastað í Toronto (þitsur voru hans sérgrein) og fínþússaði aðeins aldur sinn til að fá starfið. Hann leigði sér her- bergi með hitunarþlötu og klósetti og fann sér umboðs- mann. „Ég blómstraði í starf- inu á veitingastaðnum, “ segir hann. „Þar fann ég frelsi sem ég hafði aldrei uþþlifað fyrr. Pabbi hjálþaði mér með þen- inga til að bytja með en innan árs var ég farinn að þéna það vel að ég gat séð um mig sjálfur." Ekki nóg með að hann vceri búinn að verða sér úti um hlutverk í mynd, BayBoy, þeg- ar hann var 16 ára heldur var það ekki ómerkara en svo að hann lék annað aðalhlutverk- anna á móti Liv Ullman. „Ég var svo uþþ með mér að ég var viss um að þetta vceri það eina sem til þyrjti; ein góð mynd og heimurinn félli að fótum mér. “ Kiefer Sutherland sem for- sprakki ungu vampíranna í The Lost Boys.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.