Vikan


Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 4

Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 4
KRÝNINGARHÁTÍÐ Á SUNNUDAGSKVÖLD: Dísirnar til Lundúna, Malasíu, Bandaríkjanna og sólarlanda Næstkomandi sunnu- dagskvöld eða að kvöldi 25. febrúar verður ungfrú Hollywood valin úr hópi níu glæsilegra stúlkna, sem stundað hafa líkamsrækt og ljósaböð af kappi í Stúdíói Jónínu og Ágústu síðan fyr- ir jól. Krýningin fer fram á Hótel íslandi á glæsilegri hátíð og þá um leið verður kosin sólarstúlka Úrvals/Út- sýnar og ljósmyndafyrir- sæta Samúels. Stúlknanna bíða spennandi ferðalög. Ungfrú Hollywood fer í lúxusferð til Hollywood Bandaríkjanna og hún verður einnig fulltrúi ungu kynslóðar- innar á íslandi 1990, sem hef- ur það í för með sér að hún fer til þátttöku í keppninni um tit- ilinn Miss Wonderland 1990 sem fram fer í Malasíu í vor. En keppendur úr fegurðarsam- keppni íslands hafa fram að þessu tekið þátt í þeirri keppni fyrir íslands hönd. Sólarstúlka Úrvals/Útsýnar fer að minnsta kosti tvær sólar- landaferðir með ferðaskrifstof- unni næsta sumar. Og ljós- myndafyrirsæta Samúels fer í sumar til Lundúna þar sem Huggy mun taka af henni myndir. Huggy á einmitt sæti í þeirri dómnefnd, sem velur ljósmyndafyrirsætuna, en auk hennar sitja í þeirri dómnefnd ljósmyndarar SAM-útgáfúnnar, þeir Magnús Hjörleifisson og Gunnlaugur Rögnvaldsson. Stúlkumar sem keppa um tiltilinn hafa farið víða síðustu vik- urnar. Þær vom m.a. heiðursgestir á landsleik íslands og Rúmeníu og einnig á rokksýningunni á Hótel íslandi, þar sem þær vom kallaðar upp á svið og gefnir blómvendir. Á mynd- inni fyrir ofan em stúlkurnar í Laugardalshöllinni. Þær heita (f.v.) María G. Sveinsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Elín Reyn- isdóttir, Bryndís Ólafsdóttir, Sigríður L. Gunnarsdóttir, Harpa Sævarsdóttir, Ölöf Halldórsdóttir, Lísa B. Davíðsdóttir og Sig- rún Jónsdóttir. Ljósm.: Gunnlaugur Rögnvaldsson. Gunnlaugur á einnig sæti í dómnefndinni sem velur ungfrú Hollywood og sólar- stúlkuna, en í þeirri dómnefrid eiga sæti auk hans Þórarinn Jón Magnússon ritstjóri, Auður Elísabet Guðmundsdóttir, sem fyrst bar titilinn ungfrú Holly- wood, en það var fyrir tíu árum, Unnur Steinsson sýning- arstúlka og Gunnhildur Pét- ursdóttir sölufulltrúi hjá Úr- vali/Útsýn. Stjaman verður með beina útsendingu ffá krýningarhátíð- inni rétt eins og ffá kynningar- kvöldunum í Hollywood. Og það er einmitt einn vinsælasti dagskrárgerðarmaður Stjörn- unnar sem er kynnir kvöldsins, nefnilega Bjarni Haukur Þórsson. Tekið verður á móti gestum með fordrykk og fleiru góð- gæti, en á matseðlinum er rjómasúpa Agnes Sorelle og nauta-barbeque ungu kynslóð- arinnar. Meðan á borðhaldi stendur leikur bítlavinurinn Jón Ólafsson á píanó. Keppendurnir koma þrisvar fram og verða kynningarnar vægast sagt með nýstárlegu sniði. Þess á milli verða á svið- inu vönduð skemmtiatriði eins og HLH-flokkurinn, dansarar með frumsýningu á suðrænu dansatriði og úrvalslið Módel 79 með einstaka tískusýningu. Atkvæðaseðill fylgir síðasta Samúel og einnig greiða gestir krýningarhátíðarinnar at- kvæði. 4 VIKAN 4. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.