Vikan


Vikan - 22.02.1990, Side 41

Vikan - 22.02.1990, Side 41
FERÐALÖC5 pokakonan (bag-lady) í Los Angeles." Hressið ykkur við! Við för- um framhjá íbúðarhverfi Mae West í Ravenswood en allt það hverfi átti leikkonan. Hún lifði þar í „penthouse" íbúð þangað til hún var áttatíu og átta ára og „guð sagði við hana að koma og hitta sig“. Lík Watt Disney djúpfryst Greg Smith, 36 ára forstjóri Grafarferða hf., hefur alltaf ver- ið í návígi við dauðann, jafnvel Ekið er framhjá bleiku höll- inni semjayne Mansfleld bjó í þar til hún lést í bílslysi. þegar hann var lítill drengur í Prairie Village í Kansas. Hann minnist þess að þegar móðir hans var að skilja við sagði hún við hann: „Þú er skrýtinn. Þú ert meira að segja mjög skrýtinn." „Þetta var fögur kveðja," segir Greg. Forvitni maðurinn Greg hafði heyrt að lík Walts Disney hefði verið djúpfryst og þegar ísdisney World kom til heima- bæjar hans vonaði hann að þeir mundu renna Walt frænda í ísklumpi ffam á svellið. í stað- inn var það Feiti-Múli á skaut- um. Það olli honum miklum vonbrigðum. Greg hefúr um ævina verið gæslumaður nashyrnings, einkabílstjóri fyrir mellurnar á staðnum og aðstoðarmaður skottulæknis. Hann hugsar sig um — hvað fleira? Jú, nemi í vísindastofnun um dauðann á Kýpur. „Ég óttast mikið að vera á lífi,“ segir Greg, „en ég óttast ekki að deyja. Þegar á allt er litið er maður aðeins lif- andi í 70 ár en dauður í billjón þannig að ég skil ekki hvers vegna allir eru svona hræddir Auðvitað er staldrað við í kirkjugarðinum til að skoða grafreit Marilyn Monroe. við að deyja. Ég get varla beðið.“ Greg gat varla beðið eftir að koma til Los Angeles þar sem hann tók þrívíddarmyndir af legsteini Marilyn Monroe og fann gröf Stoog Curly Howard hins þriðja. Honum leið eins og Heinrich Schliemann þegar hann var að grafa upp helgi- dóm Tróju: „Ég verð að viður- kenna að þetta er ekki eins spennandi núna og þegar ég var að þessu í fyrstu og skalf.“ Sannur áttundaáratugskönn- uður eins og Greg bætir við verk mikilla og kynlegra menntamanna eins og Kenn- eths Anger, EUiotts Stein og Johns Walters, nema hann hafði alla Los Angeles að landnámi. „Ég reifaði þessa hugmynd við föður minn,“ rifjar hann upp. „í fýrstu varð hann rauð- ur og þrútinn og leitaði að hjartatöflunum sínum en sagði síðan: ’Ég læt þig hafa pening- ana ef þú dregur ekki nafh mitt inn í þetta.’ Allt í lagi, sagði ég, við höfúm það að samkomu- lagi.“ Greg hélt áffam með rann- sóknir sínar á dauðanum, keypti líkbíl í Kansas og ók burt. Eina nóttina svaf hann í líkbílnum. Þegar hann vaknaði hugsaði hann með sér: „Ég hlýt að vera fýrsti maðurinn sem vaknar í líkbíl." Lenti á pálmatré og lét lífið Þessa dagana bíður fólk í röðum eftir að fá far í líkbíl Gregs. Það brunar niður Ben- edict Canyon Drive, sömu leið og Richard Dreyfúss fór 10. október 1982 þegar hann lenti á pálmatré og lét líflð þegar Benzinn hans lagðist saman. Þetta gerðist eftir að hann var fúndinn sekur fýrir dómstól- um í kókaínmáli. Einnig heyrir það angistaróp í Dauðra manna beygju á þeim stað þar sem Jan Berry, meðlimur í popp-dúettinum Jan and Dean, klessukeyrði sportbíl sinn í apríl 1966 og Iamaðist að hluta. Áfram er haldið eftir veginum sem Montgommery Clift fór nóttina 13. maí 1956, missti stjórn á bíl sínum og lenti á rafmagnslínu í botni dalsins. Lýtalæknar gátu aldrei lagfært lýtin sem hann hlaut á fagra andlitinu í því slysi. t skoðunarferðinní má sjá húslð sem Frank Sinatra bjó í þegar syni hans var rænt. Núna sér Greg aðeins feg- urðina í hryllingi Hollywood- borgar. Hann segir: „í hvert sinn sem fólk spyr mig hvort þetta sé ekki niðurdrepandi starf svara ég neitandi. Að vinna í banka er að mínu mati niðurdrepandi. Það yrði and- legur dauði minn.“ í vor mun hann opna versl- un þar sem seldar verða hljóð- og myndbandssnældur, ljósrit af dánarvottorðum, stutterma- bolir og barmmerki. „Þetta er ólöglegt,” segir Greg, „en ég er ánægður með að selja þessa þriggja kílóa pakka af viðhafii- ardrasli. Ég er viss um að þetta verða ffábærar gjafir.“ Er þetta markaðssetning á dauðanum og hroðalegum ör- lögum fólks, gróf vanvirðing og niðurlæging? Eða er þetta aðeins vísbending um heill- andi rotna ameríska glysgirni? Elvis þrífst í gröfinni. Hvers vegna skyldi Greg Smith ekki gera það? Hann segir: „Það eina sem er öruggt að dynur yfir okkur er dauðinn og skatt- arnir - og enginn vill sjá hvar stjörnurnar greiddu þá.“ ísmolar til hjálpar Til vökvunar Setja má 1—2 ísmola í blómst- urpottana og vökva blómin með þeim — og þá hellist held- ur ekki dropi niður. Fyrir börnin Ef gefa þarf barni bragðvont meðal er ágætt ráð að láta það fá ísmola til að sjúga áður. Þá finnur það síður vonda bragð- ið á eftir. í glösin Áður en veislan hefist er gott að vera búinn að taka ísmolana úr bökkunum og setja þá í poka. Ef notaðir eru pappírs- pokar festast ísmolarnir ekki saman. Eruegginfersk? Það er ekki alltaf auðvelt að muna hvort eggin í ísskápnum eru nýkeypt eða búin að vera þar lengi. Hér er aðferð sem nota má til að ganga úr skugga um ferskleika eggjanna. Hrátt egg er sett í glas með köldu vatni. Alveg ný egg sökkva niður á botn og leggj- ast á hlið. Þegar þau eru um vikugömul rétta þau sig við. Um þriggja vikna gömul egg fljóta upp að yfirborði.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.