Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 17
5KEMMTAMIR
Afkvæmi
Ómar: Jú, ég á sjö börn, en ekkert þeirra
hefúr farið í sama farveg og ég. Ég hef
heldur ekkert skipt mér af því eða reynt að
beina þeim inn á þá braut. Það verður
hver og einn að komast að því sjálfur
hvort hann á einhverja möguleika sem
skemmtikraftur eða hvort áhugi er fyrir
hendi á því.
Laddi: Ég er nú líka búinn að vera dugleg-
ur við þetta. Á fjögur stykki. Hver veit
nema ég nái Ómari í barneignum einhvern
tíma. Það er sama sagan hjá mér; börnin
hafa lítið fengist við þetta. Það má hins
vegar segja að „hin“ börnin mín séu alveg
bandóð í þetta. Eiríkur Fjalar, Elsa Lund,
Skúli rafvirki, Hallgrímur kokkur, Saxi
læknir og allur sá skari sem ég er með í
eftirdragi og fe engan frið fyrir. Ég hef lagt
mikið upp úr því að þau standi sig vel í
bransanum, alltaf að kenna þeim eitthvað
nýtt. Þau eru með skemmtisýki. Svona að
betur athuguðu máli á ég miklu fleiri börn
en Ómar og þau eru alltaf að verða tll. Ég
er alveg að verða vitlaus á þessu. Það er
mikið á mínar herðar lagt sem uppalanda
og maður sofhar sko oft afskaplega þreytt-
ur á kvöldin - það get ég sagt ykkur.
Frístundir
Ómar: Vinna og frístundir hafa alltaf farið
saman hjá mér. Ætli við getum ekki sagt að
vinnan sé mitt hobbí. Fréttamennska,
flugið, bílar og þar með talið rallíið,
skemmtibransinn, fótbolti og aðrar íþrótt-
ir. Oft er erfitt að greina á milli hvað er
vinna og hvað er frístundaiðja.
Laddi: Það er lítið um ffí á mínum bæ, ja
nema ég fer með Ómari í frí núna um
hverja helgi í sýningunni Omladí - Omlada
á ms. Sögu. Við siglum þetta suðureftir
með skemmtilegu fólki. Þetta eru sko alls
ekki viðburðasnauð frí, stöðugt djamm
og hasar og maður verður að hafa sig allan
við til að vera með í öllu sem er að gerast
um borð. Maður kemur dauðuppgefinn
heim úr hverju fríi um ólgusjó á Sögu.
Ómar: Þarna sérðu, ég fer í ffíið en er
samt í vinnunni. Þetta er nú bara svona.
Samkvæmt þessu verð ég í ffíi með Ladda
og fleira ágætisfólki um hverja helgi fram á
vor. Sýningin Omladí - Omlada er annars
sett saman með eitt ákveðið sumar í huga.
Það er sumarið 1967, ár skemmtiferða-
skipanna þegar Regina Maris og fleiri
glæsiskútur fóru með hópa af íslendingum
í frí. Þetta voru eftirminnilegar og umtal-
aðar ferðir og hafi maður farþegana í huga
má líkja þessum ferðum við siglingu lítils
íslensks samfélags um heimsins höf. Það
má nærri geta hvort ekki hafi verið úr
nógu að moða þegar við vorum að smíða
og setja á svið þessa sýningu.
Persónur og leikendur í sýningunni eru
um þrjátíu að tölu. Skipstjórinn um borð
er Haraldur Sigurðsson, stýrimaður við
píanóið er samferðamaður Ómars gegnum
tíðina, læknirinn og píanistinn Haukur
Heiðar Ingólfsson og Árni Scheving stjórn-
ar skipshljómsveitinni. Það er mikið um að
vera um borð allt ffá því festar eru leystar
og þar til lagt er að landi affur. □
Hva...tvö eintök af Saxa lækni komin fram á sjónarsviðið? Þetta bakaði þeim óneitan-
lega nokkur vandræði sem reyndu að hafa stjóm á sýningunni...
Frá sýningunni á ms. Sögu, en þar koma við sögu um þrjátiu persónur og Ieikendur.
Halli og Laddi í gamlkunnum gervum: Tvær úr Tungunum reyndust leynast um borð
á ms. Sögu. „Nei, sérðu þennan jarpa þama...“
4. TBL 1990 VIKAN 17