Vikan


Vikan - 22.02.1990, Qupperneq 4

Vikan - 22.02.1990, Qupperneq 4
KRÝNINGARHÁTÍÐ Á SUNNUDAGSKVÖLD: Dísirnar til Lundúna, Malasíu, Bandaríkjanna og sólarlanda Næstkomandi sunnu- dagskvöld eða að kvöldi 25. febrúar verður ungfrú Hollywood valin úr hópi níu glæsilegra stúlkna, sem stundað hafa líkamsrækt og ljósaböð af kappi í Stúdíói Jónínu og Ágústu síðan fyr- ir jól. Krýningin fer fram á Hótel íslandi á glæsilegri hátíð og þá um leið verður kosin sólarstúlka Úrvals/Út- sýnar og ljósmyndafyrir- sæta Samúels. Stúlknanna bíða spennandi ferðalög. Ungfrú Hollywood fer í lúxusferð til Hollywood Bandaríkjanna og hún verður einnig fulltrúi ungu kynslóðar- innar á íslandi 1990, sem hef- ur það í för með sér að hún fer til þátttöku í keppninni um tit- ilinn Miss Wonderland 1990 sem fram fer í Malasíu í vor. En keppendur úr fegurðarsam- keppni íslands hafa fram að þessu tekið þátt í þeirri keppni fyrir íslands hönd. Sólarstúlka Úrvals/Útsýnar fer að minnsta kosti tvær sólar- landaferðir með ferðaskrifstof- unni næsta sumar. Og ljós- myndafyrirsæta Samúels fer í sumar til Lundúna þar sem Huggy mun taka af henni myndir. Huggy á einmitt sæti í þeirri dómnefnd, sem velur ljósmyndafyrirsætuna, en auk hennar sitja í þeirri dómnefnd ljósmyndarar SAM-útgáfúnnar, þeir Magnús Hjörleifisson og Gunnlaugur Rögnvaldsson. Stúlkumar sem keppa um tiltilinn hafa farið víða síðustu vik- urnar. Þær vom m.a. heiðursgestir á landsleik íslands og Rúmeníu og einnig á rokksýningunni á Hótel íslandi, þar sem þær vom kallaðar upp á svið og gefnir blómvendir. Á mynd- inni fyrir ofan em stúlkurnar í Laugardalshöllinni. Þær heita (f.v.) María G. Sveinsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Elín Reyn- isdóttir, Bryndís Ólafsdóttir, Sigríður L. Gunnarsdóttir, Harpa Sævarsdóttir, Ölöf Halldórsdóttir, Lísa B. Davíðsdóttir og Sig- rún Jónsdóttir. Ljósm.: Gunnlaugur Rögnvaldsson. Gunnlaugur á einnig sæti í dómnefndinni sem velur ungfrú Hollywood og sólar- stúlkuna, en í þeirri dómnefrid eiga sæti auk hans Þórarinn Jón Magnússon ritstjóri, Auður Elísabet Guðmundsdóttir, sem fyrst bar titilinn ungfrú Holly- wood, en það var fyrir tíu árum, Unnur Steinsson sýning- arstúlka og Gunnhildur Pét- ursdóttir sölufulltrúi hjá Úr- vali/Útsýn. Stjaman verður með beina útsendingu ffá krýningarhátíð- inni rétt eins og ffá kynningar- kvöldunum í Hollywood. Og það er einmitt einn vinsælasti dagskrárgerðarmaður Stjörn- unnar sem er kynnir kvöldsins, nefnilega Bjarni Haukur Þórsson. Tekið verður á móti gestum með fordrykk og fleiru góð- gæti, en á matseðlinum er rjómasúpa Agnes Sorelle og nauta-barbeque ungu kynslóð- arinnar. Meðan á borðhaldi stendur leikur bítlavinurinn Jón Ólafsson á píanó. Keppendurnir koma þrisvar fram og verða kynningarnar vægast sagt með nýstárlegu sniði. Þess á milli verða á svið- inu vönduð skemmtiatriði eins og HLH-flokkurinn, dansarar með frumsýningu á suðrænu dansatriði og úrvalslið Módel 79 með einstaka tískusýningu. Atkvæðaseðill fylgir síðasta Samúel og einnig greiða gestir krýningarhátíðarinnar at- kvæði. 4 VIKAN 4. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.