Vikan - 17.11.1938, Blaðsíða 17

Vikan - 17.11.1938, Blaðsíða 17
Nr. 1, 1938 VIK A N 17 iEfintýri Eustacio Rivera: frá Sudur-Ameríku. ÖGUHETJAN er ungur maður frá Bogotá, Arturo Cova að nafni, kunnur í höfuðborginni fyrir ljóð, sem eftir hann höfðu birzt í blöðunum þar. Hann varð að flýja þaðan til þess að forðast rekistefnur og ef til vill þunga refsingu út af smávægilegu ást- aræfintýri, sem hann og Alicia, ung stúlka af góðum ættum, voru höfuðpersónurnar í. Hún vildi ekki skilja við hann og flýði með honum. Förinni var heitið til Casanare-héraðs- ins, sem er eitt af upphéruðum Kolombíu, suður undir miðbaug, illræmt fyrir hinar mörgu hættur og torfærur, sem þar verða á vegi ókunnugra: ofsahita, blóðþyrst villi- dýr, óþekktar sóttkveikjur, villta Indíána og stigamenn. Cova var sjálfur ekkert smeykur við að leggja upp í ferðalag um þessi lítt könnuðu víðerni, en honum var um og ó að hafa Aliciu með sér. Slíkt ferðalag hlaut að vera allt annað en þægi- legt fyrir unga stúlku, sem alin var upp við lífsþægindi efnaðrar borgarafjölskyldu og vissi ekki hvað skortur var. Auk þess var Alicia of hversdagslega rómantísk til þess að geðjast svo ákaflyndum manni, sem Cova var. Hann hafði eiginlega aldrei hugsað sér hana beint sem konuefni. Og Alicia virtist ekki heldur geta fellt sig við hann sem eiginmann. Tilviljunin ein virt- ist hafa rekið þau saman. En einhvern- veginn var það þó svo, að þau komu sér ekki til að skilja og kusu heldur að standa hvert við annars hlið og bjóða svo byrg- inn hinum leyndu hættum framundan. — Fyrstu kynni þeirra af hinu illræmda Casanare-héraði voru allt annað en geig- vænleg. Þau höfðu tjaldað eitt kvöld á ókunnum slóðum í austurhlíðum fjallanna, og er þau vöknuðu morguninn eftir, lá hið dularfulla hérað fyrir fótum þeirra: enda- lausar gresjur og frumskógi vaxnir ásar, sem teygðu sig eins langt og augað eygði í austurátt. Það var stuttu fyrir sólar- uppkomu. — Meðan við vorum að drekka kaffið, barst okkur angan hins komandi dags; ilmur af ferskum kornhálmi, nýplægðri mold og nýhöggnum skógarviði. Það gnauðaði hljóðlega í laufkrónum „rnori- ches“-trjánna, sem breiddu úr sér eins og blævængur. Og öðru hvoru mátti sjá í fölri stjörnubirtunni, að pálmarnir hneigðu krónur sínar auðmjúklega í þá átt, sem dagsins var von. Morgunroðinn breiddist yfir austurhimininn, án þess að við tækj- um eftir, hvenær nákvæmlega það skeði. Yfir gresjurnar tók að þenjast rósrauð gufa, sem bylgjaðist um loftið eins og næfurþunn músslínblæja. Stjörnurnar slokknuðu, og í ópalgráum fjarskanum, niður við sjóndeildarhringinn birtist nókk- urskonar endurskin frá miklu báli, skín- andi pensildrættir, haf af logandi rúbín- steinum. I hinni björtu aftureldingu klufu loftið gaggandi endur og þunglamalegir hegrar eins og sveimandi snjóflyksur, smarafðlitir gaukar með skjálfandi vængja- blaki og ara-páfagaukar í fegurstu litklæð- um sínum. Úr öllum áttum, frá gresjun- um og utan úr geimnum, frá mýrunum og innan úr pálmalundunum barst gáskafullur andvari, þrunginn lífi og ljósi, söng og æðaslætti. Meðan morgunroðinn breiddi meira og meira úr sínum ómælanlega, eld- rauða verndarvæng, gægðist fram fyrsti geisli sólarinnar, og* smám saman kom hinn gríðarstóri hnöttur í ljós eins og eld- legt hvolfþak, til mikillar undrunar villi- nautunum og rándýrunum í frumskógin- um, og varpaði eldbjarma yfir gresjurn- ar, áður en hann steig upp á bláa himin- hvelfinguna. — Alicia gat ekki tára bund- ist. Hún faðmaði mig að sér, þrungin af ekka, og endurtók í sífellu: — Drottinn minn, drottinn minn, sólin, sólin! . . . Því næst tókum við saman pjönkur okkar og héldum af stað út á hinar ómælanlegu sléttur. Hjónaleysin náðu loks til bústöðvar þeirrar, er nefndist La Maporita — ,,vislan“. Þar dvelja þau um hríð í góðu yfirlæti hjá eiganda hennar, „sléttumann- inum“ Franco. Hann þekkti til þeirra. Kona hans, Griselda, hafði lifað sögulegt ástaræfintýri, áður en þau giftust. Skammt frá þessari bústöð var „el hato“ — búgarður ríka bóndans, sem jafnframt hrossa- og nautgriparæktinni rak verzlun með nauðsynjar héraðsbúa. Eigandinn, Zubieta, var farlama gamalmenni, og hafði hann því ráðsmann til að annast rekstur búsins, og hét sá Barrera. Barrera þessi tíðkaði komur sínar til La Maporita. I fyrstu var það Griselda, sem hann vildi helzt finna að máli, en nú varð honum starsýnt á Aliciu og vildi fleka hana einnig. Svo eitt kvöld, er þær höfðu að venju baðað sig í ánni, kemur hann með þeim heim á bústöðina, og verður Arturo ekki lítið hverft við, því Barrera er mynd- arlegur maður, sem hefir þegar kynnst Aliciu í laumi og gefið henni í þetta skipti ilmvatnsglas og fengið hana til að þiggja hjá sér staup af víni. Arturo bálreiddist, braut ilmvatnsglasið í viðurvist Barrera og trúði því nú, að Alicia væri sér ótrú. Griselda gerði sitt til að fá hann á þá skoðun, því að hún var hrifin af Arturo. Hann afréð loks að fara til „el hato“-búgarðsins og gera út um þessi mál við Barrera. Tæk'ifærið þótti honum komið eitt kvöld, er hann hafði fengið sér, gagnstætt venju, töluvert í staupinu, og reið hann þegar af stað, fullráðinn í því að drepa Barrera. Búgarðseigandinn Zubieta var álitinn vellríkur, og það var sagt, að hann hefði grafið feikna mikla fjársjóði í jörð. En hann var fíkinn í spil og vín, og það færði Barrera sér í nyt á þann hátt að féfletta hann í spilum, þegar færi gafst, og það var ósjaldan. Þetta kvöld spilaði Arturo við búgarðseigandann og græddi mikið. Klaríta, hjákona ráðsmannsins gerðist á- berandi hænd að honum. Barrera vildi líka taka þátt í spilinu, en Arturo sannaði þá á hann, að hann hefði skipti á réttu ten- ingunum og öðrum fölskum, sem kvika- silfur væri innan í. Af þessu hlaust rimma, áflog, skothríð, og þegar öll ljós höfðu ver- ið slökkt eftir skipun ráðsmannsins, særð- ist Arturo af skoti, sem Barrera hafði hugsað sér að láta verða honum að bana. Arturo hefndi sín. Hann fékk Klarítu í vitorð með sér og tókst þeim að nætur- lagi að hleypa nautgripum Barrera út úr girðingunum. Það voru villinautgripir, sem Barrera hafði smalað í landi Zubieta, og tekið sem greiðslu á því, er hann þóttist eiga hjá gamla manninum. Þeir voru geymdir í girðingum og menn hafðir til að gæta þeirra og varna þess, að þeir yrðu styggðir. En með aðstoð Klarítu komst Arturo að girðingunni, án þess að nokkur yrði þess var, og veifaði tígrisdýrsfeldi framan í gripina. Undir eins komst hjörðin á hreyfingu. Öttaslegin nautin stönguðust og ruddust á girðinguna með ótrúlegum þunga, eins og heljarmikil holskefla. Brjóstið á einni skepnunni brast í sundur við það að skella harkalega á hliðinu, og drapst hún sam- stundis undir fótum hinna dýranna. Allt í einu kvað við hinn sérkennilegi söngur vökumannanna og komu þeir flengríðandi á staðinn. Hjörðin nam staðar andartak, undrun lostin og eins og á báðum áttum, en fór svo allt í einu af stað aftur eins og ólg- andi haf, sem ekkert fær mót staðið; það brast í girðingunni, gripirnir bauluðu, stjökuðu hver öðrum og stönguðust. Það var líkast ógurlegri sandskriðu, sem rífur trén upp með rótum, þegar hin öskrandi hjörð braut tréstaura stekkjarins og þusti út á sléttuna. Það er ekki heiglum hent að vera naut- gripasmalar eða kúrekar á Casanare-slétt- unum. Til þess að vera liðtækur ,,vaquero“, er nauðsynlegt að vera jafnvígur á það að ríða hálfvilltum ótemjum og handleika slöngvivaðinn, eins og hitt að vera þaul- kunnugur eðli og kenjum hinna villtu naut- gripa. — Þegar tók að húma yfir gresj- unum, komu smalarnir heim með hjörð- Framh. á síðu. 20.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.