Vikan - 17.11.1938, Blaðsíða 14

Vikan - 17.11.1938, Blaðsíða 14
14 VIKAN Nr. 1, 1938 Þegar ég hafði verið hálft ár í Jóhann- esarskólanum í Málmey, fékk ég atvinnu hjá úrsmið einum. Launin voru einni krónu lægri en hjá matvörukaupmannin- um, en það er miklu léttara verk að send- ast um bæinn með úr en matvörur. Ég jók tekjur mínar með því að þvo gólfin heima hjá húsbónda mínum og bursta skó á morgnana fyrir fjölskyldu, sem bjó í sama húsi og hann. Fyrir það fékk ég 25 aura á viku. Mig minnir, að það hafi verið um þetta leyti, sem ég var ginntur til þess að reyna, hve heppinn ég væri í spilum í „Folkets Park“. Ég átti 30 aura til að leggja í hættu, og í síðasta slagnum lögðum við 5 aura undir. Þegar ég hafði spilað sex spil, var féð þrotið. Aldrei sagði ég prestinum, sem fermdi mig, frá þessu. Annars var hann duglegur maður og reyndi meðal annars að koma okkur í skilning úm, að ef hjónaband ætti að vera hamingjusamt, yrði konan að vera tíu árum yngri en maðurinn. Hann kallaði mig fyrstur manna Per Albin til aðgreiningar frá öðrum Albin, sem var meðal fermingarbarnanna. Þegar fermingunni var lokið, lá fyrir að ákveða, hvað maður ætlaði að verða. Af því ég var svo pervisinn, fannst pabba klæðskerastað- an hæfa mér bezt. Samt sem áður lenti ég í ,,Pan“, sem var nokkurskonar kaup- félag, en forstjóri þess var þá einmitt mað- ur, sem minnti einna helzt á skógarguðinn Pan, bæði á hár og skegg. I fyrstu var ég í einu af útibúunum og mitt á milli þess að vera sendisveinn og búðarloka. Mér mun hafa geðjast vel að erfiðri vinnu, því jafnvel eftir að ég hafði þokast upp í aðalverzlunina fór ég oft með hand- vagninn, ef vinnumaðurinn gat það ekki, og ég sat mig ekki úr færi að bera mél- pokana inn. Það var galli á mér við búð- arborðið, að ég var oft stuttur í spuna. En konurnar höfðu hinsvegar ekkert á móti því að verzla við mig, því sagt var, að ég vigtaði vel. I ,,Pan“ var ég hér um bil fimm ár, og á þeim tíma var mér með- al annars falið að annast um þrotabú úti- bús í Trelleborg. Að lokum lenti ég í deilu við yfirmann minn út af því, að ég fór að sletta mér fram í tilraunir hans til að bæta afkomu félagsins með bókfærslubrögðum. Hann rak mig burtu, en stjórin réði mig aftur sama kvöld. Þegar það svo kom til tals nokkrum vik- um síðar að reka mig úr vistinni, fór ég til P. A. Johansson við blaðið „Arbetet“ og fékk að vinna við afgreiðsluna. Hálfu ári síðar varð ég ritstjóri og framkvæmda- stjóri fyrir „Fram“, blað sambands ungra jafnaðarmanna. Ég var tæplega tvítugur, en hafði samt í heilt ár reynt blaðamannshæfileika mína. Meðal annars varð þetta til þess að efna- hagur minn batnaði stórum. Úr 55 kr. á mánuði, í „Pan“ og 75 kr. hjá P. A. Johans- son, hækkuðu laun mín upp í 125 kr. á mánuði. Ég gat farið að hugsa um að staðfesta ráð mitt. Tíminn eftir ferminguna hafði ekki ein- Bernskuminningar Per Albin. Framh. af síðu 8. ungis farið í það að vinna fyrir mér. Ég hafði einnig tekið þátt í pólitík. Hvað það var, sem rak mig til þess, fæ ég ekki skýrt nánar. Það hefir víst verið mér í blóð bor- ið. Pabbi var verkalýðssinni, og síoan ég man fyrst eftir mér var „Arbetet“ lesið Per Albin og SigfreSur bróðir hans. Sigfreður var múrari, en er nú dr. phil. honoris causa, fé- lagsmálasérfræðingur og blaðamaður i Stokk- hólmi. heima. Jóhann bróðir minn tók snemma þátt í stéttarfélagi málara, og Sigfreður var farinn að hafa áhrif á starfsemi múr- arafélagsins. Ég hóf félagsstörf mín í Verdandiregl- unni, sem ég hafði gengið í, þegar ég var 14 ára gamall. Ég held að það hafi ekki verið neinn sérstakur áhugi á bindindis- málum, sem rak mig í þenna bindindisfé- lagsskap. En ég sóttist eftir félagsskap, og nokkrir vinir mínir voru þarna meðlim- ir. Þegar ég hafði verið í stúkunni „Fram- tíðin“ dálítinn tíma, fór ég að hafa áhuga á störfunum, og það leið ekki á löngu áð- ur en ég komst í stjórn, varð ritari, fundararstjóri og átti að taka við nýj- um meðlimum og hvetja þá til að lifa reglusömu lífi. Af opinberri á- róðursstarfsemi hafði ég aðeins þau afskipti að halda einn fyrirlestur, sem ég endurtók nokkr- um sinnum. Hann var samtíningur úr því, sem aðrir höfðu skrifað og sagt, og mér fannst sjálfum síðar, hann vera krítaður nokkuð ; liðugt. Ég man eftir því meðal annars, að ég vitnaði í orð Aristotelesar um að þeir, sem hátta drukknir, eignis dætur; en háðfugl nokk- ur hélt því fram, að það hefði einmitt ver- ið þetta, sem olli því, að við fengum sjö nýja meðlimi á einum fundi mínum. Þegar ég tíu árum síðar gekk úr stúk- unni, var það ekki af því að skoðanir mín- ar á þýðingu bindindismálanna hefðu breytzt, heldur af því, að ég var búinn að fá nóg af umræðunum um þigræði og alls- herjarverkföll, sem ungsócialistarnir voru alltaf að stagast á í stúkunni, eða réttara sagt stúkunum, því um tíma var ég líka í stúkunni „Alvaran“. Þá var ég einnig farinn að gefa mig að stjórnmálum. Eg ákvað að ganga í social- istaflokkinn og tók þátt í félagsstörfun- um af lífi og sál. Ekki man ég með vissu, hvort ég komst í stjórn, en ég veit, af því, sem kom fyrir tæpu ári síðar, að tekið var mark á mér. Þá kom það til tals, að Málmeyjarfélagið gengi úr sambandi ungsocialista og í nýtt jafnaðarmannasamband, sem stofnað yrði. Sambandsþing ungsocialista hafði látið í ljós ýmsar sérskoðanir — meðal annars 'um mál, sem snertu hernað og trúarbrögð að ógleymdu þingræði — og það gerði það að verkum, að sambandið varð alveg and- stætt jafnaðarmannaflokknum. Flestir Málmeyjarfulltrúarnir vildu ganga úr fé- laginu. Ég gekk þegar í upphafi í hð með andstæðingum þessarar tillögu. í marzmánuði 1903 var nýja sambandið stofnað, og var ég í fyrstu stjórn þess, fyrst sem gjaldkeri. Sambandið fékk á sig, sérstaklega fyrir áhrif Fabians Mánsson, þjóðlegan blæ, sem Ossiaunilsson hefir túlkað svo ágætlega í æskulýðsmarzi þeim, sem hann gaf okkur, og var í svo góðu samræmi við stjórnmálatilfinningar mín- ar. I staðinn fyrir önuglyndið og aðgerðar- leysið í gamla sambandinu, var nú vöknuð ný, fagnandi löngun til að vinna og gera gagn. Við vorum haldnir nýjum anda, sem mátti líkja við trúarhrifningu. 1 hönd fóru dýrðlegir dagar starfs og baráttu. Andstaðan var ekki lítil. Eldra sam- bandið átti mörg örugg vígi á Skáni, sem Héma megin í þessu húsi lifði Per Albin sín bemskuár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.