Vikan - 17.11.1938, Blaðsíða 10

Vikan - 17.11.1938, Blaðsíða 10
10 VIKAN Nr. 1, 1938 Giftu þau sig í París — ? Smásaga eftir M. D. Maule. Teikningarnar eftir N. Wedel. AÐ var alveg sérstakt að fyrirhitta mann, sem notaði ekki fyrstu sam- verustundirnar til að slá kjánalega gull- hamra og glápa síðan ástþrunginn á hana eins og doðaveik kýr! En þetta gerði Jim Tramment ekki, og þess vegna langaði Patricu til að kynnast honum ögn nánar. Jim Tramment hafði fast að því litið hana fyrirlitningaraugum, þegar þau sá- ust í fyrsta sinn. Hann hafði að minnsta kosti ekki tekið bros hennar mjög hátíð- lega. Patrica gat sér þess til, að það mundi vera af því, að hann væri óvanur að umgangast ungar stúlkur. Hann kom beina leið frá Canada, þar sem hann hafði rekið hagnaðarlítinn búskap í nokkur ár. En svo hafði hann verið svo lánssamur að finna upp nýja tegund af þreskivélum. Amerísk verksmiðja keypti uppfinningu hans dýru verði, og Jim eignaðist tölu- verða peninga. Og nú notaði hann tæki- færið til að skreppa heim til Englands, og þangað var hann kominn. Honum fór svo einkennilega vel að ræða um vinnu sína. Gráu, greindarlegu augun hans skutu neistum. Hinir hörkulegu drættir við munnvikin leystust upp í mildu brosi — og hakan varð ekki eins harð- neskjuleg sem endra nær. Patricu fannst hann blátt áfram glæsilegur. Hann stóð að minnsta kosti skör framar öllum öðr- um, sem hún þekkti og hún ákvað að leggja sig fram til að kynn- ast honum. Nú beið hún eftir honum í nónte. Það hafði gengið full erf- iðlega fyrir henni að fá hann til að koma, en hann hafði þó látið undan síga. Klukkuna vantaði fimm mínútur í f jög- ur. Hann hlaut að koma á hverri stundu. Dyrabjöllunni var hringt. Patrica leit rannsakandi um í stofunni — hvert allt væri ekki í röð og reglu — og hljóp svo til dyra. Hún bjó í nýtízku íbúð: stofa, svefn- herbergi, eldhús og bað. Jim virtist enn meiri vexti og karlmannlegri í yfirhöfn- inni. Patrica fannst mikið til um glæsileik hans og hið karlmannlega yfirbragð. — Gjörið þér svo vel og fáið yður sæti, hr. Tramment. Ég skrepp fram og laga teið. Ég skal vera voða fljót. Það er ágætt að sitja á dívanin- um mínum — gjörið þér svo vel, og velkomnir! Jim skimaði um í þessu ,,futuriska“ um- hverfi, setti totu á munninn, eins og hann ætlaði að segja eitthvað — en það kom ekkert hljóð, ekkert orð. Og þannig stóð hann með galopinn munninn er Patrica sveif út um dyrnar. Og enn stóð hann vandræðalegur fram við dyrnar, þegar Patrica kom inn með svartan, gljáandi teketil í annari hendi og disk með glóðvolgum tebollum í hinni. Hún tók óðara eftir því, að hann var blóðrauður og þrútinn á eyrnasneplunum. — Er ekki — hafði þér ekki, — ég á við, hvort þér búið hér einar, stamaði hann enn vandræðalegri en fyrr, meðan hún lagði hnossgætið frá sér á lítið borð fram- an við arininn. — Já, auðvitað geri ég það. Hún horfði undrandi á hann og bað hann að taka sér sæti. — Og svo fáið þér yður tesopa. Þér er- uð eitthvað svo þungt hugsandi! — Já, ég hélt auðvitað, þegar þér buð- uð mér hingað heim, að hér yrðu fleiri gestir, fleira fólk--------Ef ég hefði vitað það---------- Og lengra komst hann ekki. — Þér eigið við, að þér munduð ekki hafa tekið heimboði mínu, nema af því þér álituð, að hér mundi sitja móðir mín, grá- hærð og roskin, með prjónana sína, eða einhver gömul frænka til skrafs og bolla- legginga eftir á. Var það ekki það, sem þér ætluðu að segja! ? Og Patrica lét dæl- una ganga með ögrandi augnaráði. — Þér skuluð vita það, að nú á tímum geta ungar stúlkur borið hönd fyrir höfuð sér, og þurfa ekki að fara eftir neinum kerlingabókaserimoníum með eitt eða ann- að. Ef það er eithvað við það að athuga,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.