Vikan - 12.01.1939, Side 4
4
VIKAN
Nr. 2 1939
skyndilegri geðshræringu. Hún kvartaði
skömmu síðar um verk í höfði, fékk upp-
sölu og skekktist dálítið annarsvegar í
andlitinu. Við geðshræringu þá, er hún
komst í, hefir hjartað dælt með meiri
krafti en vant var, lítil heilaæð brostið og
valdið heilablæðingu.
Áhrif erfiðrar lífsbaráttu.
En það, sem ef til vill veldur mestu um,
hversu tíður sjúkdómur of hár blóðþrýst-
ingur er nú á dögum, er hin óhemju mikla
samkeppni í lífsbaráttunni og erfiðleikar
þeir, er því fylgja. Það fólk á ekki svo fá
spor til læknanna. Maðurinn, sem á við
f járhagsörðugleikana að stríða og sífeldan
kvíða um afkomu sína og sinna. Það er svo
algengt, að slíkir menn kvarti um þrálát-
an höfuðverk og þrautir fyrir hjartanu.
Það, sem áður var leikur að vinna, veld-
ur nú hinum mestu erfiðleikum að fá af
hendi leyst. Beri svo eitthvað alvarlega
út af, er mótstöðuaflið aðeins lítið.
Það er gömul saga, að deilt sé um verk-
anir hinna andlegu áhrifa á líffæri vor, —
um andlegu slysin og yfirsjónirnar, er
verða svo oft á vegi okkar. Ég er einn
þeirra, sem þykist iðulega hafa séð al-
varlega sjúkdóma feta í för erfiðleika sál-
arlegs eðlis. Og á það ekki hvað sízt við
sjúkdóma, er myndast í æðum og hjarta.
Pyrstu einkennin.
Hjartsláttur og höfuðverkur.
Ég hefi hér að framan lítillega getið af-
leiðinga þeirra, er of hár blóðþrýstingur
getur haft á heilsu vora. Og víst er það,
að mörg manneskjan gengur með of háan
blóðþrýsting árum saman, án þess að verða
hans vör. En svo er því ekki heldur að
leyna, að sjúkdómi þessum fylgja oft hin
erfiðustu sjúkdómseinkenni.
Fyrsta einkennið er iðulega hjartslátt-
ur, er gerir helzt vart við sig á næturna
og svo síðar við áreynslu. Þrálátur höfuð-
verkur er og algengt einkenni hækkaðs
blóðþrýstings. Verkir í höndum og fótum
eru sjúkdómseinkenni, er gera vart við sig
við áreynslu. Síðar, ef æðamar kalka, ber
iðulega á höfuðsvima og verk fyrir hjart-
anu. Ber einna mest á slíkum einkennum
við allar geðbreytingar og erfiði. Hinar
hárfínu æðar í heilanum og hjartanu kalka
og bresta, sé um of mikla áreynslu að
ræða. Hljótast svo af því hinar alvarleg-
ustu afleiðingar. Kalki æðar í hinum ýmsu
innri líffærum, getur borið á ýmiskonar
sjúkdómseinkennum. T. d. kalki æðarnár
í brysinu, getur afleiðingin verið: sykur-
sýki. Við kölkun á nýrnaæðum hætta nýr-
un að geta útskilið hinum margvíslegu úr-
gagnsefnum. Afleiðing þess er iðulega:
þvageitranir.
Kalki æðar útlimanna, getur myndast
drep í fótum og höndum. Og svo mætti
lengi telja.
Til þess að lækna sjúkdóm þenna eru
farnar ýmsar leiðir. Má þó slá því föstu,
að allar lenda þær í sama marki að lokum:
Að veita sjúklingnum hvíld, létta áhyggj-
um, breyta umhverfi, ef þörf krefur. Stríð
og erfiðleikar hins daglega lífs eru með
svo mörgu móti og verður engum betur
fyrir því trúað en lækninum, sem leggur
svo ráðin á eftir því sem við á í hvert
skipti.
Hressingarheimili, —
bætiefnarík fæða
og léttar íþróttir.
Erlendis tíðkast það mjög að koma
svona sjúklingum að heiman, og láta þá
dvelja í lengri eða skemmri tíma á góðum
og ódýrum hressingarheimilum. Er jafn-
framt lögð hin mesta áherzla á létt fæði,
sérstaklega bætiefnaríkt grænmeti. Léttar
íþróttir, sérstaklega þykja göngur mjög
heilsusamlegar, en vitanlega verður þar að
stilla öllu í hóf, eftir því á hvaða stigi
veikin er. Á þýzkum heilsuhælum hefi ég
séð mikið notaðar sérstakar öndunaræf-
ingar. Létt böð þykja og koma að góðu
gagni. Þá er og lögð áherzla á daglega
Það var um sunnudag. Allt var svo ró-
legt og friðsamt. Ég sat og las í nýrri
bók um tilgang þjóðfélagsins. Ég var rétt
byrjaður á nýjum kafla undir fyrirsögn-
inni: Það sem þú vilt að aðrir gjöri þér,
það skalt þú þeim og gjöra, þegar yngsti
systursonur minn, Eiríkur, birtist skyndi-
lega og alveg óvænt í nýjum skátabúningi.
Það myndi ekki vera sannleikanum sam-
kvæmt, ef ég segði, að mér hefði þótt vænt
um að sjá hann. Helgidagsins vildi ég fá
að njóta í friði og ró, en Eiríkur hafði
auðsjáanlega komið í þeim tilgangi að vera
hjá mér allan daginn.
Án tafar greip hann viðaröxina mína, og
fór að höggva limkvisti, þangað til hann
hjó í þumalfingurinn á sér og rak upp
voðalegt org.
Til allrar hamingju var þetta ekki nema
smáskeina, og eftir að ég var búinn að
binda um fingurinn, sleppti ég honum út
í garðinn. Þá bauð hann mér, að hann
skyldi reka alla spörfuglana frá kirsu-
berjatrénu, svo þeir ætu ekki öll berin.
Eftir tvo tíma gat hann með góðri sam-
vizku hætt því starfi, því það var enginn
spörfugl eftir í öllum garðinum. En ég sá
það líka, að það voru ekki nein ber eftir
á trjánum, svo ég gat ímyndað mér, að
vörðurinn hafði ekki verið iðjulaus!
Eftir hádegið hjálpaði Eiríkur til við
uppþvottinn. Það var dýr uppþvottur.
Tveir dýrir postulínsdiskar munu ekki
prýða borðið mitt í framtíðinni.
Klukkutíma síðar, heyrði ég hræðilegan ■
hávaða frá hænsnakoíanum. Eiríkur hafði
sleppt kettinum inn til kjúklinganna, af
Vi k a n
TJtgefandi: VIKAN H.F.
KITSTJÓRN OG AFGREIÐSLA:
Aust.urstræti 12. Sími 5004.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.:
Sigurður Benediktsson. Simi heima 3715.
FRAMKVÆMDARSTJÓRI:
Einar Kristjánsson. Sími heima 3236.
Áskrif targjald : kr. 1,50 á mánuði.
1 lausasölu 40 aurar.
STEINDÓRSPRENT H.F.
hvíld. Liggja og hvíla sig tvær til sex
klukkustundir á dag.
Yrði of langt mál að telja hér upp allar
þær reglur, og sérstaklega meðferð fæðis-
ins, sem notað er á slíkum stöðum.
En það, sem skiptir mestu máli, er að
sjúklingurinn leiti læknis sem fyrst, því
þá má vænta stöðvunar á veikinni, sé hún
ekki komin á of hátt stig.
því að veslings kötturinn hafði ekki getað
opnað hurðina sjálfur!
Ég tók nú Eirík og setti hann á hné mér.
— Stendur það ekki í reglunum ykkar,
að skátinn eigi að gera að minnsta kosti
eitt góðverk á dag? sagði ég blíður — en
alvarlegur.
— Jú, og það er einmitt það, sem ég er
alltaf að reyna að gera, sagði Eiríkur.
— Já, — en ég held nú samt sem áður,
að þér takist það ekki vel. Ég hugsa, að
það sé betra fyrir þig að gera góðverkið
einmitt með því að hætta nú í dag að reyna
að gera góðverk!
— Ég er nú búinn að gera eitt góð-
verk í dag, frændi.
— Nú, hvernig þá það?
— Með því að heimsækja þig. Það stend-
ur í skátabókinni, að maður geti líka gert
góðverk með því að heimsækja ættingja,
sem kannske engum dytti í hug að heim-
sækja.
— Já, það er satt, drengur minn, sagði
ég og klappaði honum á kinnina, um leið
og ég reyndi að láta mér detta í hug ein-
hvern ættingja, sem ég gæti vel unnað
þess að fá Eirík í heimsókn. Allt í einu
datt mér nokkuð í hug, og ég fór að brosa.
— Þú þekkir hann frænda minn, doktor
Bagge ? Þú ert líka skyldur honum! Næsta
sunnudag skaltu fara til hans og gleðja
hann!
— Ég var hjá lionum á sunnudaginn
var, frændi, sagði Eiríkur. — Það var ein-
mitt hann, sem sagði, að ég skyldi heim-
sækja þig.
Já, svona eru mennirnir.......
Eiríkur frændi. Barnasaga.