Vikan - 12.01.1939, Page 5
Nr. 2, 1939
VIKAN
5
Svipir ór daglega lííii:
r
Eg er barn
minnar aldar
og hefi mínar skoðanir,
Hokin og nornaleg röltir hún eftir
Austurstræti með sauðsvarta þrí-
hyrnu á herðum, alpahúfu á höfði
og grábrydda gúmmískó-ræfla á fótum.
Tveir toggráir fléttingssperlar vaxa und-
an húfunni. Tóbak á nefinu.
Hún hökktir fram með húsveggjunum
til að forðast olnbogaskot og árekstra
gangstéttanna — og þó verður ekki ann-
að séð, en hún hafi lifað við olnbogaskot
allt sitt líf. Bólgnar og saxaðar hendurnar
felur hún jafnan undir hyrnukögrinu. Þar
er skjól fyrir næðingi og bleytu. Og hvað
skyldi líka fólk varða um gullhringinn,
sem hún ber — eða kannske það sé bara
koparhringur með kertavaxsteini. Það
skiptir í sjálfu sér engu — en hann er
leyndarmál, og það er aðalatriðið. Allir
hringar eiga sína sögu, og sérhver sál sitt
leyndarmál.
Hún heitir Guðrún, en flestir nefna hana
Gunnu gömlu. Hún er fædd að Hjálms-
stöðum í Laugardal, 18. ágúst 1858. Einu
sinni var hún nefnd Gunna litla, en það er
langt síðan. Þá var hún ung og leit fram
á veginn. Nú er hún gömul og lítur um
öxl, yfir gengna slóð.
— Við fæddumst nú seytján, Hjálms-
staðasystkinin, en sjö komust á legg. Þar
af eru fjögur enn á lífi: Páll á Hjálms-
stöðum, Hjörmundur lausamaður, Anna í
Bakkakoti og ég. Bamaveikin var nefni-
lega við hendina og tók sum jafnóðum og
þau fæddust, önnur seinna. Þá dóu þau
ósköp af börnum í dalnum. Og alltaf sé
ég eftir Jóni litla, bróður mínum. Ég gætti
hans og fóstraði frá því hann fæddist.
Hann var mesta guðdómsbarn og það efni-
legasta, sem ég hefi þekkt um mína daga.
Ef einhver misklíð og ágreiningur var á
milli okkar barnanna, tókst honum æfin-
lega að jafna hverja deilu á friðsaman
hátt, og þannig, að allir máttu vel við
una.
Svo fékk hann að fara á stekkinn, til að
skoða lömbin, þegar hann var fimm ára.
En á heimleiðinni sagði Kalli, sem var
ári yngri og mjög hneigðurfyrirfé: Ekkert
í heiminum jafnast nú á við fullan stekk
af lömbum.
Þá svaraði Jón: — Ekki veit ég það.
Meira væri nú gaman að sjá sólina, tungl-
ið og allar stjörnurnar.
Og þetta er merkilegt, vegna þess, að
þetta var síðasti dagurinn, sem hann lifði
heilbrigður. Um kvöldið var hann doðru-
legur og vildi ekki borða, morguninn eftir
var hann fárveikur og sólarhring síðar var
hann dáinn. Kalli fór til Ameríku og dó þar.
Og ég fyrir mitt leyti, er í miklum vafa
um, hvort betra sé að deyja ungur eða
lifa lengi. Ekki var okkur svo mikill sómi
sýndur eða hossað hátt, þessum greyum,
sem lifðu. Nei — ónei. Bera vatn, rífa
hrís, standa yfir skepnum — stundum
svöng, stundum köld — æfinlega þreytt,
og oftast uppgefin. Þetta var uppvöxt-
urinn og æskan.
Og yfir þessa jörð
hvelfdist svo kólgufull-
ur himinn fullorðinsár-
anna. Þá bættust vond-
ar manneskjur við aðra
erfiðleika. Vitið þið það
ekki, að sumir ljúga af
manni líf og æru fyrir
utan allt annað. Ég hef
orðið fyrir því og stundum verið hart
leikin af vondu fólki, því er nú ver. Þess
vegna er ég tortryggin og þess vegna eru
aðstæður mínar eins og þær eru. En svo
hefi ég líka reynt hitt, og einkum hin síð-
ari ár, að það er til drjúgur skerfur af
góðu fólki, sem betur fer. Vandinn liggur
í því að vita í tæka tíð, hver er vondur
og hver góður.
— Hvenær fluttuð þér hingað til Reykja-
víkur?
— Ég kom hingað fyrst um aldamótin
og var hér tíma og tíma við fiskverkun og
í görðum. Margan kálgarðinn stakk mað-
ur upp í þá daga, — fyrir eina krónu á
dag og eitthvert snarl í sarpinn. En ein
króna, — það var töluverður peningur,
þegar hún var komin austur að Hjálm-
stöðum.
Tíu vertíðir var ég hlutakona suður með
sjó, og eina vertíð í Vestmannaeyjum.
En svo flutti ég hingað fyrir hér um
bil fimmtán árum. Það er nú víst eitthvað
bogið við það. Eiginlega hefi ég aldrei ver-
ið skrifuð hér. Ég er nefnilega alltaf
talin til heimilis á Hjálmstöðum — og lík-
lega verður það nú útfallið, að ég fari
þangað austur til að hrökkva upp af. Ég
vil nefnilega ekki deyja hér — og svo er
það svo dýrt. Austurfrá kostar þetta sára-
lítið!
Hér hefi ég unnið fyrir mér, með guðs
og góðra manna hjálp, eða svo á það að
heita. Ég annast miðstöðina hjá Árna B.
Björnssyni, gullsmið, og reyni að gera
það eins vel og ég get. Svo er ég að
hinu og öðru dundi. Herbergi hefi ég uppi
á Grundarstíg. Þar hefi ég verið í fimmtán
ár hjá frú Ingibjörgu Sakaríasdóttur, sem
hefir reynzt mér vel. Það er allra bezta
kona.
Og nú er ég farin að tapa sjón. Það
var skorið upp á mér annað augað fyrir
tveim árum. Svo fékk ég lifrarbólgu og var
á Elliheimilinu, meðan mér var að batna.
Þá varð ég hrædd um, að „þeir“ ætluðu
að kyrrsetja mig þar fyrir fullt og fast,
.— en svo kom batinn, sem betur fór, og
ég komst á kreik aftur. Það átti ekki við
mig að liggja á Elliheimilinu með eintóm-
um gamalmennum, sem
lítið sem ekkert geta
gert.
Tvisvar hefi ég komizt
á skurðarborðið um æf-
ina. Frá barnsaldri gekk
'ég með sull í lifrinni og
var skorin upp við því,
þegar ég var fjörutíu og
sjö ára. Það gerði bless-
aður karlinn hann Guð-
mundur heitinn Magnús-
son. — Þá dreymdi mig
draum. Ég þóttist liggja
á skurðarborðinu, en hjá
mér stóð ungur læknir
og hjúkrunarkonur á
hvítum möttlum. Ég sá
svo greinilega andlitin
og einnig allt um-
hverfið. Sagði ég Guðmundi frá þessu og
kvaðst vera viss um, að ég mundi verða
skorin upp aftur. Og svo leið og beið þang-
að til í hitteðfyrra, að auga mitt var skor-
Pramh. á bls. 18.