Vikan


Vikan - 12.01.1939, Page 6

Vikan - 12.01.1939, Page 6
6 VIKAN Nr. 2 1939 Störtebecker tók dauða sínum karlmannlega. Eftir Willy Johannsen. I þessari grein segir frá frísneska sjó- ræningjanum, Kláusi Störtebecker, er fyrir rúmur 500 árum stofnaði sitt eigið konungsríki á Norðursjónum. — Sagan um hann er Grettissaga Frísanna ÞEGAR rjúkandi púnsið stendur á borðinu, verða samræðurnar f jörugri á meðal frísnesku fiskimannanna á lágu merskilandinu. Þessir fífldjörfu sjómenn gera gælur við Norðursjóinn og nefna hann Hannes hærukoll — og þó óttast þeir hann í aðra röndina. Mörg kvæði hafa verið ort um Hannes hærukoll, en þó eru enn fleiri sögur við hann bundnar. Ein saga, sem lengi hafði mikil áhrif á þessa hugdjörfu þjóð — er hefir valið sér kjörorðið: dauðinn er betri en þrældóm- urinn — er sagan um Kláus Störtebecker. Enn þann dag í dag, er talað um afrek hans. Það var vetrarkvöld eitt, er við sát- um og drukkum te-púns, að ég heyrði hann fyrst nefndan og söguna um dauða hans: Það var um haustið, árið 1402. Frá Norðursjónum næðir kaldur vindur inn yfir láglendið við mynni Elbefljótsins. 1 gegnum hlið Hamborgar streymir kynleg skrúðganga, fyrst trumbu- og lúðurleikar- ar, þá stefnuvotturinn, í skarlatsrauðri sjorœningi Margrét drottning, er fékk Kláus i þjónustu sina. skikkju, með mönnum sínum, sem bera blikandi sverð um öxl. Og síðast — um- kringdir varðmönnum — sjötíu sjóræn- ingjar, og er höfðingi þeirra Kláus Störte- becker, í broddi fylkingar. Þeir eru klædd- ir sparifötum sínum, sterklegir menn með leiftrandi augu, en stærstur er Störtebeck- er, sem horfir drembilega á Hamborgarbú- ana, sem eru komnir til að vera viðstaddir líflát hans. Einu sinni var hann svo að ségja einvaldi Norðursævarins, og danska drottningin, Margrét, fekk hann í þjónustu sína og beitti honum gegn óvinum sínum. Á Grasbrook eiga sjóræningjarnir að láta lífið fyrir sverði böðulsins. Sjötíu sinn- um á hann að aðskilja bol og höfuð á gamla aftökustaðnum, þar sem Elbe renn- ur framhjá og siglur skipanna kveðja hina dauðadæmdu í síðasta sinn með blaktandi fánum. Ráðherrar Hamborgar standa á höggpallinum, þegar Störtebecker gengur fram fyrir þá og biður um líf fyrir þá félaga sína, sem sér takist að feta fram hjá, eftir að búið sé að höggva af honum

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.