Vikan - 12.01.1939, Síða 7
Nr. 2, 1939
V IK A N
7
Björgvin á síðari hluta miðalda, þegar Vitaliebræður rændu bæinn.
höfuðið. Bónin er veitt. Þráðbeinn stað-
næmist Kláus fyrir framan böðulinn, sem
heggur hann samstundis á háls með blik-
andi sverði. Og sjá! Nú gengur búkurinn,
höfuðlaus, með fram röð sjóræninganna.
Það fer hrollur um mannfjöldann — —
kraftur Störtebeckers hefir frelsað fjóra
ræningja — — en þá fleygir böðullinn
kefli fyrir fætur búksins, svo að hann eyði-
leggi ekki alveg hinn hræðilega sjónleik
dagsins. Búkurinn hrasar og dettur, en
fimm af mönnum Störtebeckers er bjarg-
að. —
Sagan er svo illgjörn að herma, að böð-
ullinn hafi látið lífið á eftir. Þegar hann
hafði hálshöggið þann síðasta og óð í blóði
upp fyrir ökla, spurðu ráðherrarnir hann,
hvort hann væri ekki þreyttur. En böðull-
inn var í ágætu skapi------ekki vitund
þreyttur, nei, hann gæti vel hálshöggvið
hina heiðvirðu stjórn Hamborgar, ef því
væri að skipta. En
ráðherrarnir gátu
ekki tekið þessu
spaugi, svoaðyngsti
ráðherrann var lát-
inn hálshöggva böð-
uhnn þegar í stað.
Svona blóðug er
sagan um dauða
Kláusar Störtebeck-
ers, og hinir harð-
gerðu Frísar njóta
hennar enn þann
dag í dag. Mann-
kynssagan greinir
þó mjög lítið frá
þessum manni. Við
og við kemur nafn-
ið fram í skjölum,
en um æfi hans vita
menn að kalla ekk-
ert. Hann er að lík-
indum ættaður frá
Wismar, var einn af
foringjum Vitalie-
bræðranna og dó á
höggstokknum. —
Þetta er allt og
sumt.
En ef sagan er
athuguð nánar,
stendur einn kapí-
tulinn skráður í
sögu Eystrasalts-
ins og Norðursæv-
arins, og hann er
óvenju viðburða-
ríkur og lifandi.
Það er mjög skilj-
anlegt að sagan
haldi minningu
Störtebeckers hf-
andi um aldir alda.
Að vísu hræddist
fólk hann, en það
gat líka vel unnt
hinum ríku kaup-
mönnum þess, að
flokkur Störtebec-
kers tæki skip þeirra. Hann var Robin
Hood Frísanna, ekki hetja skógarins, held-
ur garpur hins hvíta, miskunnarlausa
hafs, villtur æfintýramaður á villtri æfin-
týra öld.
Um miðja 14. öld fóru sjóræningjaferðir
á Eystrasaltinu svo mjög í vöxt, að aldrei
hafði þekkzt dæmi til annars eins. Til þess
lágu alveg sérstakar ástæður. Á þeim tíma
blómgaðist verzlun Hansastaðaborganna,
ekki aðeins við hafið heldur og inni í
Þýzkalandi.
Nauðsyn bar til að vernda hina blóm-
legu verzlun milli sævarborganna og borg-
anna inni í landinu, og borgirnar gátu ekki
á þessum uppgangstímum ráðið niðurlög-
um ræningjaflokkanna, sem reikuðu um
þjóðvegina. Það er söguleg staðreynd, að
Heinrich, þertogi frá Mecklemborg, hengdi
hv~rn einasta ræningja, sem hann náði í.
Hann fór aldrei í skemmtiferð á hestbaki
Iviyiid ui' bjoui.udi.uiiiu lu'xu.
án þess að hafa fjölda reipa bundinn við
hnakkinn, og hann var snilhngur í að
snara ræningjana og hengja þá upp í
fyrsta tréð, sem varð á vegi hans.
Þessar ofsóknir á hendur ræningjunum
urðu til þess, að þeir flýðu út á hafið og
gengu í samband við þá fáu sjóræningja-
flokka, sem fyrir voru. Ræningjaflokkum
þessum fjölgaði nú skyndilega, og urðu
verzluninni til miklu meiri trafala en ræn-
ingjarnir á þjóðvegunum höfðu nokkurn-
tíma verið. Þeir ríktu á Eystrasaltinu, svo
að verzlunarferðir tepptust árum saman,
og heilir bæir löguðst í eyði.
Að litlum tíma hðnum var ekki til sú
Skip frá 1470, sem er á safninu í Liibeck. Þannig'
hafa skip sjóræningjanna verið.
borg, sem ekki hafði beðið meiri eða minni
hnekki af völdum sjóræningjanna. Bæjun-
um var það vel ljóst, að ef vel átti að vera
þurftu þeir að koma sér upp herskipum.
Þó var ekkert aðhafzt árum saman. Út-
búnaður þvílíks herflota var auðvitað mjög
dýr, og á þeim fundum, sem Hansastaðir
kölluðu saman, til þess að ræða máhð,
risu sífellt takmarkalausar deilur út af
f járhagnum, og allt
sat við það sama.
Af þessu leiddi, að
sjóræningjarnir
urðu æ djarfari, og
þar sem tjón bæj-
anna fór stöðugt
vaxandi, hefðu þeir
hafizt handa, ef
ræningjarnir hefðu
ekki allt í einu ver-
ið búnir að fá póli-
tíska aðstöðu, fyrir
atbeina Margrétar
drottningar.
Ólafur prinz, son-
ur Margrétar, hafði
komizt til valda í
Danmörku eftir
lát Valdimars HI.,
1376. Fjórum árum
síðar erfði Ólafur
einnig Noreg, og
Margrét stjómaði
báðum ríkjunum
fyrir son sinn, sem
fékk titilinn ,,erf-
ingi Svíþjóðar", er
hann varð mjmdug-