Vikan


Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 12

Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 12
12 VIK A N Nr. 2 1939 Prú Rasmína: Matthildur frænka var að skrifa mér og: segist ætla að koma og heim- sækja okkur. Það verður gaman! Gissur gullrass: Það verður hroðalegt! Rasmína: Eg ætla að bjóða Binu frænku og manni hennar með Matthildi! Gissur gullrass: Manstu, hvað þeim kom illa saman síðast! Rasmína: Já, en þá var þitt fólk hér lxka, en það er ekki hægt að þola það hyski! Steinn frændi: Gamli vinur! Heilsan góð! Gissur gullrass: Æ-æ! Þú meiðir mig! Steinn: Þú ert alltaf sami auminginn! Fjöldskylda frúarinnar Gissur gullrass: 1 fyrra var hún hér i sex vikur! En þá vorura við laus við fína fólkið hennar Rasmínu á meðan! Matthiidur var ekki nógu fin! Gissur gullrass: Þú kemst hjá því að bjóða manni hennar. Hann finnst hvergi! Lögreglan hefir að minnsta kosti gefist upp á leitinni! Rasmina: Auðvitað verð ég að bjóða hon- um, annars móðgast Bína frænka! Halló, það er Mína! Gissur gullrass: Hefurðu heyrt þessa leið- inlegu frétt? Erla: Já, en þú hefir ekki heyrt það versta! Hún kemur með fullt af bömum með sér! Gissur gullrass: Bara að ég væri kominn langt í burtu! Fólkið hennar Rasmínu hefir alltaf verið illgjamt og sérstaklega í minn garð! En ég get vel játað, að mitt fólk er líka illgjamt í okkar garð, og þegar það er hér, bitnar það mest á Rasmínu! Frænkan: Hér er sonur Péturs frænda og fjórðu konu hans, og hér er Fjóla, yngsta dóttir Stínu frænku! •—R.: En hvað þau era sæt! Gissur gullrass (hugsar): Sæt! — eða hitt þó heldur! Rasmína: Verið þið hjartanlega velkomin! Dúna frænka: Simbi, þú mátt ekki stinga kartöflunum upp í þig með fingrunum. Grimur: Sveinn gat ekki komið. Hann verður ekki látinn laus úr fangelsin fyrr en eftir tvo mánuði. Stína frænka: Óli og Alda, viljið þið hætta að reka tungumar og hrækja hvort framan í annað! Bjarni frændi: Fáum við ekkert vín? Lína litla: Ó, þetta er svo vondur matur! Gissur gullrass: Rasmína, ég verð að fara inn í hina stofuna og líta eftir því, sem þar er. Það rífst, svo liggur við slagsmálum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.