Vikan


Vikan - 12.01.1939, Page 16

Vikan - 12.01.1939, Page 16
16 Öllum til undrunar sagði Klári ekkert, þegar hún var barinn. Hún settist. — Jæja! Sama er mér. Ég fæ bara hjá hinum stelpunum. Þær gefa mér allar að drekka. Þær kenna í brjósti um okkur, af því að við erum svo fátæk, að við fáum ekki einu sinni vín með okkur í skólann. Ég hefi fengið að minnsta kosti líter í dag. — Svona er það líka í skólanum hjá mér, sagði Jani. — Þau kenna líka í brjósti um mig. Frú Barabás glápti á þau óttaslegin. — Andaðu framan í mig, sagði hún skipandi við Klárí. Klárí andaði framan í hana, einnig Jani. Barabás tárfeldi af hlátri. Vínlyktin ang- aði af börnunum. Frú Barabás talaði ekki aukatekið orð þennan dag, og við og við var hún með tár í augunum. — Þeir eyðileggja börnin mín, tautaði hún í örvinglan sinni. En- morguninn eftir gaf hún Önnu peninga til að kaupa hálf- an líter af rauðvíni til að skipta á milli barnanna. — Reyndu að fá það léttasta, sem til er, sagði hún skipandi. Það væri kannske nóg að fá þrjá desilítra og blanda það með vatni. Ég gef þeim það bara af því að ég vil ekki, að það sé dregið dár að þeim vegna þess, að þau eru fátæk, og að þau séu fyllt af eintómri meðaumkun. Upp frá þessum degi hangir lítil flaska við skólatöskur Klárí og Jani, samskonar flöskur og hanga við töskur skólasystkina þeirra. Anna blandar vínið ekki vatni. Það er ekki af því að hún sé með áfenginu, heldur vegna hins, að hún kaupir á flösk- umar í knæpunni, þar sem Bardichinov og Liiv drekka svarta morgunkaffið sitt, um leið og börnin fara í skólann. Börnin koma þjótandi inn. Þau setja á sig skóla- töskurnar og lagfæra húfurnar. Anna skipar fyrir verkum. Ef Klárí er í góðu skapi, kyssir hún báða „frændurna". — Hvað á að gerast í skólanum í dag, spyr Bardichinov. — Ekkert sérstakt, segir Klári og band- ar frá sér með hendinni. — Við eigum að tala dálítið og skrifa dálítið. La pomme, la femme . . . Gefðu mér svolítinn kaffi- sopa, Liiv frændi. — Þú sníkir af öllum, segir Anna, sem er önnum kafinn við að binda flöskurnar við skólatöskurnar. En Liiv frændi býður Klárí glaðlega sopa úr bollanum sínum. Á meðan spyr Bardichinov frændi Jani litla spjörunum úr. — Hvað átt þú að gera í skólanum í dag? — Við eigum að fara inn í stóran garð og skoða blóm. Við eigum líka einhvem- tíma að fara í skálana og skoða ávexti. — Langar þig ekki líka í kaffi? — Nei takk! segir Jani hógvær. Ef Anna hefði ekki staðið fyrir aftan hann, mundi hann áreiðanlega hafa beðið að gefa sér einn reyk úr vindlinum. Anna ýtir þeim að dymnum. Það er orðið framorðið. VIKAN Þegar börnin koma í götuna, þar sem skólinn er, taka þau tilfótannaogfyrrekki. Skólatöskurnar dansa á bakinu á þeim og vínið gutlar á flöskunum. Þau kveðja Önnu, sem gengur á eftir þeim. Svo þjóta þau af stað. En Anna gengur rólega í humátt á eftir þeim, þangað til þau hverfa inn um hliðin á skólanum, sem eru hver við annars hlið. Síðan breytir hún stefnu, gengur í áttina til hins fljótsbakkans yfir að torginu við St. Antoine, þar sem allt er svo ódýrt. Hún heldur á körfu, því nú á hún að kaupa í matinn. Um hádegið fer hún í skólann til að sækja börnin. Seinni hluta dagsins fer hún í gönguferð með þau, að Luxemborgar- garðinum eða yfir á hinn Signubakkann, að Bouleward Sebastopol. Um kvöldið hleýpur hún aftur út í næstu búð til að kaupa það, sem hún hefir gleymt, eða það, sem fékkst ekki á torginu, eða það, sem móður hennar hefir dottið í hug. Anna eyðir miklum tíma á götum París- ar, og gatan elur vel upp sín börn. Nú er Anna farin að skilja skrílsmál bílstjóranna og sölukvennanna. Hún er farin að skilja spaug þeirra og blótsyrði, hið örðuga, en þó skemmtilega, ólgandi og fjöruga líf á götum Parísarborgar. Hún stendur fyrir framan vagnana, sem svigna undan grænmeti og blómum. Hún dáist að vörunum, sem eru til sýnis fyrir framan búðargluggana, en þó dáist hún samt mest af öllu að opnu pokunum, fullum af snigl- um og kræklingum. Hana langar svo til að kaupa nokkra þessara poka, en mamma hennar myndi áreiðanlega fleygja þeim í höfuðið á henni. I einu horninu á St. Ant- oinetorginu er autt svæði, þar sem söngv- ari og fimleikamaður breiða við og við úr teppi og skemmta áhorfendum. Anna horfir á listamanninn og hlustar á áhorf- endurna. Athugasemdir þeirra eru kannske ekki allar heppilegar fyrir tólf ára gamla stúlku. En er lífið sjálft heppilegt fyrir tólf ára barn? — Þessi kynlegi, umsnúni straumur í öllum regnbogans litum, sem rennur eftir þjóðvegunum, skurðunum og götunum, en löðrið slettist upp á veggi húsanna. Það getur verið, að sá, sem sit- ur heima, þurfi ekki að fara út í þenna óhreina straum. En Anna er ekki þannig, að hún geti mætt hvaða óveðri sem er. Hún reikar af tilviljun út í strauminn, — stundum með ánægju, en stundum á móti vilja sínum. Þegar hún er ánægð og hreyk- in, vegna þess að hún hefir fengið rauð- kálshausinn fyrir 3 súur, sveiflar hún glað- lega körfunni sinni, og með vinstri hend- inni, sem er laus, ýtir hún við og við á flautuna í mannlausu bílunum, sem standa við gangstéttina. Bílstjórarnir skipta sér ekkert af því. Þeir slá fram gamanyrðum, og einu sinni ók einn bílstjórinn Önnu meira að segja heim með körfuna sína. Lögregluþjónninn í Rue St. Jacque er líka einn vina hennar. Þegar Anna kemur með körfuna eða börnin, stanzar lögregluþjónn- inn umferðina — að gamni sínu, en ekki af því að umferðin sé svo mikil — á meðan Nr. 2 1939 Anna hleypur hlæjandi yfir götuna. Á Boulevard Sepastopol er pósturinn vinur hennar. Vinskapurinn hófst dag nokkurn, þegar Anna gapti af undrun, af því að- pósturinn límdi bréf á bakið á einum bekknum á gangstéttinni. Pósturinn tók eftir því, hvað litla stúlkan varð undrandi og sagði henni, að sami flækingurinn svæfi alltaf á þessum bekk, svo að það væri farið með póstinn hans þangað. — Pas de blaque? segir Anna hvumsa. Pas de blaque! Jú, það er alveg satt, pósturinn er ekki að gera að gamni sínu. En Anna á líka leiðinlegri endurminn- ingar. Sölukonur, sem hafa prettað hana, af því hún skyldi þær ekki, menn, sem hafa komið dónalega fram við hana, þegar þeir komust að raun um, að hún var útlend- ingur. Einu sinni hvarf buddan hennar á torginu. Hún vissi aldrei, hvort hún týndi henni eða hvort henni var stolið. Hún hafði sterkan grun á ljóshærðum ungling með dreymandi augu, sem hallaði sér upp að einum búðarveggnum með kæruleysislegri glæsimennsku. Hann brosti aðeins og taut- aði einhver ruddaleg orð, sem ekki er hægt að hafa eftir. Anna skyldi þau ekki, en samt sem áður eldroðnaði hún. Fólkið hló illgirnislega á meðan hún maldaði eitthvað í móinn. Að lokum lá við, að það flygi á hana, — útlendinginn. Anna flýði með tárin í augunum og ósk- aði þess að vera dáin. Hún grét ekki, af því að hún mátti það ekki — því nú var skammt til morgunverðarins heima. Hún staðnæmdist fyrir framan gluggatóft þvottakjallarans og bað móður sína um peninga. Móðir hennar húðskammaði hana. En samt sem áður fór Anna ekki að gráta. Hún keypti matvörurnar í næstu búð og fór síðan heim til að matreiða. Hún hataði landið, götuna og allt lífið. Það lagði sterka svækju af eldavélinni. Hún varð að leggjast á hnén fyrir framan hana og skara í glóðina. Eldavélin stóð á blikk- plötu á gólfinu til þess að brenna ekki stólana eða borðið. Anna var að brytja lauk um leið og hún andaði að sér svækj- unni frá vélinni. Það komu tár í augun á henni. En hún grét ekki. Um kvöldið kom frú Barbás heim. Hún var góð kona og góð móðir, eftir því, sem hún hafði vit á og getu til. Börnin voru að leika sér niðri í Veiðikattarstræti. — Láttu þér ekki leiðast þetta, sagði frú Barabás við Önnu litlu, sem gekk um, náföl, með samanbitnar varir. — Mér leiðist það ekkert, sagði Anna þrjózkulega. Allt í einu reigði hún sig. — Ég fer aldrei framar á torgið. Móðir hennar horfði á hana með með- aumkun og vonfestu hins fátæka. — Það er allt miklu dýrara í búðunum, sagði hún síðan stillilega. Anna kinkaði kolli. Það vissi hún. Þetta hafði aðeins verið tilraun til að brjótast út úr hringnum, til að bjóða þörfinni birg- in. Móðir hennar gekk fast að henni. — Voru þeir vondir við þig? Anna snéri sér undan og kinkaði kolli.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.