Vikan - 12.01.1939, Page 20
20
VIKAN
Nr. 2 1939
Kolbeinn Þögli:
Draugasaga.
heimili hans en ég nú hefði orðið aðnjót-
andi. Kallaði hann guð sér til hjálpar og
spurði, hvernig stæði á aðbúð minni, og
hvemig ég væri inn í bæinn kominn.
Kveikti hann því næst á flatbrennara, svo
albjart varð í baðstofunni. Stóð ég hér
hálfstrípaður framan í heimilisfólkinu, blá-
ókunnugu.
DG var nýlega staddur í kveldboði á
heimili hér í bænum. Gestirnir höfðu
lokið við góðgerðirnar og húsfreyjan hafði
leikið nokkur lög á slaghörpuna, öllum við-
stöddum til gleði og skemmtunar. Síðan
tóku gestirnir að ræða hin f jarskyldustu
efni, — og þóttist hver vera öðrum and-
ríkari. — Einhver rak augun í bók, er lá
á litlu borði í stofunni. Það var hið vel-
þekkta þjóðsagnasafn Rauðskinna. Og var
þetta tilefni þess, að talið barst að drauga-
sögum og öðrum þjóðsögum. Þá var það,
að húsbóndinn spurði, hvort enginn væri
viðstaddur, er kynni frá einhverju dular-
fullu að segja til gamans.
Bauðst þá einn gestanna, miðaldra mað-
ur, að segja okkur sögu, ef við vildum á
hlýða. Var það auðvitað þegið með þökk-
um.
En sögu þá, sem maður þessi sagði, ætla
ég að endursegja hér með leyfi sögu-
mannsins.
Honum sagðist svo:
Það, sem borið hefir fyrir sjálfan mig
og dularfullt má kallast og ekki verður að
fullu skilið, kom fyrir mig, er ég var ung-
lingur.
Eg er uppalinn undir Klofningi á
Breiðafirði, á nesi því, er myndar firðina
Gilsfjörð og Hvammsfjörð.
Er ég var á fermingaraldri, stóð svo á
í byrjun jólaföstu, að ég var sendur með
endurnýjunarvíxil til sparisjóðshaldara
Dalamanna. Heimili hans var annálað fyr-
ir sérstaka risnu gesti og gangandi.
Gisti ég þar nótt og dvaldi fram á
kveld næsta dags í góðu yfirlæti. En næsta
kvöld fylgdi húsbóndinn mér á hestum
að prestsetri þar í sveit, því þar hafði ég
lofað að gista, er ég yrði á ferð, vegna
frændsemi. En ekki hafði ég gert ráð fyrir
að vera lengur í ferðinni og ákvað ég því
að komast heim næsta dag.
En af því veður hafði breytzt um nótt-
ina, mikið ringt, svo ár og lækir uxu að
miklum mun, og aur óx í götum, svo færð-
in versnaði stórum.
Er ég átti rúman klukkutíma gang
heim, var ég orðinn örmagna af þreytu og
vosbúð. Ákvað ég því að biðjast gisting-
ar á bæ þeim, er hér verður ekki nafn-
greindur, en eftirfarandi saga gerðist á.
Húsakynni á bæ þessum voru sem hér
greinir: Baðstofa portbyggð, með stofu-
herbergi undir öðrum enda. Afþiljað eld-
hús með uppgangi í baðstofuna. Útveggir
og þak úr torfi. En hlaðinn kampur og
hálfgafl úr sama efni — er nam við stofu-
glugga.
Ég skreið upp í gluggatóttina og guðaði
á gluggann að kristinna manna sið. Mér
var fljótlega svarað einhverju fyrir innan
gluggann, og næstum samstundis opnaðar
bæjardyr. Og þótt fulldimmt væri af nóttu,
sá ég að til dyra kom maður á hvítum
náttklæðum. Bað ég hann um næturgist-
ingu. Málaleitun minni virtist vel tekið, þó
þegjandalegur fyndist mér maðurinn. En
þar sem allir voru í fasta svefni, bauð
hinn mér að fylgja sér. Gekk ég því næst
á eftir heimamanni inn göngin og sem leið
lá til stofu. Gegnum óskýra glætu, er lagði
inn um stofugluggann, sá ég til vinstri
handar rúm. Þar benti hann mér til hvílu.
Því næst hvarf maðurinn á burt. En þar
sem ég var einskis annars þurfandi en
svefns og hvíldar, dró ég þegar af mér
vosklæði og afklæddist öllu nema skyrt-
unni einni — og sofnaði síðan.
Ekki veit ég, hve lengi ég hefi sofið, —
en ég vaknaði við, að kippt er ofan af mér
sængurfötunum, og því næst þrifið til mín
heldur harkalega. Er ég hafði áttað mig
á þessum aðförum, tók ég á móti, því mér
var frekar reiði í hug en hræðsla, að vera
ónáðaður, svo þreyttur og aumur sem ég
var. Eftir að hafa komið fyrir mig fótum
í rúminu, tókst mér að hrinda aðsóknum
þessum af mér. Ég hugði þegar að veita
þeim eftirför, er hefði slíkar næturglettur
við ókunnan ferðamann. Urðu þá fyrir mér
opnar stofudyrnar og því næst uppgangur
í baðstofuna. Ég þaut upp stigann og loft-
hlerinn féll þungt að fótum mér, svo allir
vöknuðu, er í baðstofunni sváfu. Ég hélt
'áfram inn baðstofugólfið og þangað, er
ég hugði að húsbóndinn svæfi. Var hann
þá vaknaður, er ég kom í anddyrið. Ég
kvaðst hafa búizt við betri móttökum á
Allt komst 1 uppnám í baðstofunni, og
undrun lýsti úr hverju andliti. En enginn
vildi við það kannast að hafa opnað fyrir
mér bæinn, enda ekki um annan karlmann
að ræða en húsbóndann, og svo aldraðan
vinnumann, er kallaður var Mangi. Er
hann var spurður þessa, harðneitaði hann
sem aðrir og sór og sárt við lagði.
, Það varð úr, að hjónin og fleiri heima-
- :menn fylgdu mér aftur niður, með ljós í
^hendi. Gengið var til bæjardyra og var
^ekki annað séð en þær væru lokaðar með
sömu ummerkjum og húsbóndinn hafði
skilið við þær kveldinu áður. Því næst var
gengið í stofu þá, er mér hafði verið boð-
in í hvíla. Sást þar rúmið allt upp flett
og í óreiðu, en plögg mín og annað hafur-
task lá á stól og gólfi, blautt og óhreint.
En nú, þegar brugðið hafði verið upp
ljósi, sá ég, að í hægra horni stofunnar,
er sneri gengt glugga, lá lík á börum, með
krosslagðar hendur á brjósti. Mér virtist
andlitið heiftarlegt og óhugnanlegt. Ekki
varð séð að líkið hefði færzt úr stað eða
væri öðru vísi en um það hafði verið búið.
— — En þar þóttist ég samt kenna svip
þess, sem bauð mér í bæinn og síðar veitzt
að mér.
Buðu hjónin mér síðan rúm í baðstof-
unni það sem eftir var næturinnar, þáði
ég það, því heldur þótti mér uggvænlegt
að sofa í stofunni hjá líkinu.
Er húsbóndinn fylgdi mér niður traðirn-
ar morguninn eftir, sagði hann mér, að
hinn látni maður hefði hengt sig í bæjar-
dyrunum þremur dögum áður — meðan
fólk var við kirkju.
Og lýkur hér sögunni.
Rádning á verðlaunakrossgátu Vikunnar nr. 1.
Hér er rétt ráðning á verðlaunakrossgátunni í jólablaðinu. Alls bárust okkur
tuttugu og sex réttar ráðningar. Um þessar réttu ráðningar var svo dregið og kom
upp ráðning Helgu Thordersen, Landsspítalanum. Getur hún vitjað verðlaunanna
á afgreiðslu blaðsins í Austurstræti 12.
Lóðrétt:
1. Mikrofon
2. NN
3. nasir
4. stör
5. kal
6. an
7. af .
8. vef
9. Erla
10. tjóni
11. RA
12. mannauli
16. kátum
18. varahjólbarði
20. mamma
22. fum
23. ló
24. ku
26. grá
28. tak
29. mót
32. fá
34. kú
37. kámug
39. neita
41. tök
43. inn
45. Ragnarök
48. brúðurin
50. knörr
52. já.
53. ást
54. ala
55. má
56 sterk.
58. ýfir
61. skó
63. napur
65. AA
66. na
67. steik
69. rann
71. skek
74. tia
75. svo
77. ma
78. rr
79 st.
80. mi
Lárétt:
1. mannskaða-
vetrum
13. Natan
14. ferja
15. kk
17. söl
19. fló
20. mn.
21. ráfir
23. lak
25. angan
27. otur
28. tórum
30. Irma
31. fum
32. fa
33. ók
35. ámu
36. óm
37. kák
38. tún
40. al
41. fá
42. ei
44. dömuskósólinn
46. ku
47. tn
49. ak
51. gjá.
54. ama
56. sr.
57. gný
59. ás
60. lá
61. stú
62. nöfn
64. tarna
67. skeð
68. Aríar
70. aða
71. stóru
72. rr
73. pat
75. ske
76. kr.
77. munir
79. sveim
81. kvamarstokk-
inn