Vikan


Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 23

Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 23
Nr. 2, 1939 VIKAN 23 Æfintýri Óla í Afríku. Geir liðþjálfi og Óli eru sendir til að kom- ast á snoðir um, hverjir það séu, sem selji villimönnunum rifflana í leyfisleysi. Liðþjálf- inn er í borgarabúningi, því að auðvitað má enginn vita, hverjir þeir eru. Þeir látast vera feðgar á ferðalagi. Þegar þeir hafa komið við í þorpi Wabi- anna, halda þeir áfram leiðar sinnar, en dag- urinn líður, án þess að þeir verði nokkurs varir. — Þetta skil ég ekki, segir liðþjálfinn að lokum. — I þessu héraði er venjulega kvikt af villimönnum. Óli hefir farið dálítið á undan liðþjálfanum. Allt í einu kallar hann til hans. Hæ, liðþjálfi, ég sá tvo villimenn þama fyrir handan. Mér finnst þeir harla grunsamlegir. Hvað skyldu þeir vera með? Það virðist vera þung byrði. Óla hefir ekki skjátlast. Tveir villimenn eru á leiðinni með þunga byrði á milli sin. Með hvað eru þeir i strábreiðunni, og hvert ætla þeir með hana? Villimennimir hafa nú líka komið auga á reiðmennina. Þeir em ekki fyrr búnir að sjá, að reið- mennimir stefna að þeim, en þeir kasta nið- ur byrðinni og taka til fótanna. Liðþjálfinn og Óli þeysa á eftir þeim. Þeir nema staðar við byrðina, sem villi- mennimir fleygðu frá sér, opna hana og sjá, sér til mestu undrunar, að í strábreiðunni em rifflar, sem bannaðir em. Nú dettur liðþjálf- anum snjallræði í hug. Þeir binda breiðuna aftur saman, láta hana liggja 'kvrra og fela sig svo rétt hjá til að sjá, hvort villimennimir komi ekki aftur. Síð- an ætla þeir að veita þeim eftirför. Það líður ekki á löngu áður en villimennirnir koma. Óli og liðþjálfinn sjá úr felustað sínum, að einhver skrítin og óviðfeldin vera kemur til móts við mennina tvo. Hún er grimuklædd og hölt. Þegar hún sér, að það em ekki rifflar í strábreiðunni heldur einskisverðir í I tréstólpar, verður hún viti sínu fjær af reiði. Hún virðist vera ógurlega sterk. Hún ræðst á burðarmennina, bindur þá við stólpana og lemur þá með svipu, af því að hún heldur, að þeir hafi gabbað sig.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.