Vikan


Vikan - 16.02.1939, Síða 11

Vikan - 16.02.1939, Síða 11
Nr. 7, 1939 VIKAN 11 Draumurinn. Eftir SOMMERSET MAUQHAM Svo bar við í ágústmánuði, árið 1917, að ég ákvað vegna starfs, er ég hafði með höndum, að ferðast frá New York til Petrograd. Mér var ráðlagt að leggja leið mína um Vladivostok, af því að það væri öruggari leið. Ég kom þangað snemma morguns og varð að slæpast þar allan daginn. Síberíu-lestin átti, að því, er mig minnir, að fara af stað kl. 9 um kvöld- ið. Ég borðaði; einn míns liðs, á matsölu- húsinu við járnbrautarstöðina. Þar var fullt af fólki. Ég sat við lítið borð ásamt öðrum manni, sem mér varð mjög star- sýnt á. Hann var Rússi, hár maður, ákaf- lega feitur og hafði svo mikla ístru, að hann varð að sitja langar leiðir frá borð- inu á meðan hann mataðist. Hendur hans voru smáar, en óhemju feitar. Hárið var dökkleitt, sítt og þunnt og kyrfilega greitt yfir hvirfilinn til þess að hylja stóran skalla, sem hann hafði. Andlitið, stórt, föl- leitt, nauðrakað og afar stór undirhaka, gerði það að verkum, að mér fannst hann vera hálfnakinn. Nefið var lítið og sat eins og smátyppi framan á öllu kjötinu, og augun voru svört og lítil. En hann hafði stóran munn og rjóðar, nautnarík- ar varir. Hann var dökkklæddur og þokka- lega til fara. Fötin voru nýleg, en hálf óhrein og virtust hvorki hafa verið burst- uð né pressuð síðan hann fyrst fór í þau. Afgreiðslan á matsöluhúsinu var mjög slæm, og það var næstum því ómögulegt að fá þjóninn til að anza því, sem hann var beðinn um. Við fórum bráðlega að tala saman. Rússinn talaði ensku reiprennandi. Hann hafði dálítið einkennilegar áherzlur, sem voru þó ekki þreytandi. Hann spurði mig margra spuminga um sjálfan mig og fyrir- ætlanir mínar. En af því að störf mín gerðu það nauðsynlegt, að ég væri varkár, svaraði ég kurteislega, en hafði þó vaðið fyrir neðan mig. Ég sagði honum, að ég væri blaðamaður. Hann spurði mig, hvort ég skrifaði skáldsögur, og þegar ég kvaðst gera það í frístundum mínum, fór hann að tala um rússneska rithöfunda. Hann talaði skyn- samlega, og það var auðheyrt, að hann var menntaður maður. — Þegar hér var komið sögu, höfðum við fengið þjóniim til að færa okkur kálsúpu. Kunhingi minn dró þá pela af „vodka“ upp úr vasa sínum og bauð mér að súpa á. Ekki veit ég, hvort það var fyrir áhrif brennivínsins — eða hvort það var bara venjulegt málæði, sem virðist einkenna Rússa, sem olli því, að allt í einu fór hann að segja mér ýmislegt af sjálfum sér, án þess, að ég spyrði hann nokkurs. Hann kvaðst vera af góðum ættum, hafa numið lögfræði og vera frjálslyndur í pólitík. Nokkrar útistöður, er hann hefði átt við stjórnarvöldin, hefðu valdið því, að hann hefði orðið að dvelja langdvölum erlendis, en væri nú á heimleið aftur. Hann hafði haft ýmsum störfum að gegna í Vladi- vostok, en bjóst við að fara til Moskva í vikunni og hefði ánægju af að hitta mig þar aftur. — Eruð þér kvæntur ? spurði hann mig. Ég gat ekki séð, hvað það kæmi honum við, en sagði honum þó, að ég væri það. Hann varp öndinni hálf mæðulega. — Ég er ekkjumaður, sagði hann. — Konan mín var Svisslendingur frá Genúa. Hún var hámenntuð kona. Hún talaði ensku og ítölsku reiprennandi. Franska var auðvitað hennar móðurmál. Hún tal- aði ágætlega rússnesku af útlendingi að vera. Það var varla hægt að heyra á fram- burði hennar, að hún væri útlendingur. Hann kallaði á þjón, sem fór framhjá með bakka fullan af diskum og spurði hann, að því er ég komst næst, en þá skildi ég reyndar varla orð í rússnesku, hvort við ættum að bíða lengi enn eftir næsta rétti. Þjónninn hreytti einhverju út úr sér með hálfgerðum þjósti, og vinur minn and- varpaði. — Síðan stjómarbyltingin varð, er af- greiðslan á veitingastofunum andstyggi- leg. Hann kveikti í tuttugasta vindlingnum, og ég leit á úrið mitt. Ég fór að hugsa um, hvort ég mundi verða búinn að fá matinn, áður en ég þyrfti að leggja af stað. — Konan mín var merkileg manneskja, sagði hann. Hún kenndi dætrum höfðingj- anna í Petrograd tungumál við einn helzta skóla borgarinnar. 1 allmörg ár fór vel á með okkur. En hún var afbrýðisöm og henni þótti svo vænt um mig, að það gekk brjálæði næst. Ég átti bágt með að fara ekki að hlæja. Hann var sá langljótasti maður, sem ég nokkm sinni hafði séð. Það er stundum eitthvað skemmtilegt og elsku- legt við feita og glaðlega menn, en þetta blýgráa kjötflykki var viðbjóðslegt. — Ég vil nú ekki segja, að ég væri henni trúr. Hún var ekki ung, þegar ég kvæntist henni, og við vomm búin að vera gift í tíu ár. Hún var ákaflega horuð og rengluleg í úthti. Hún var illskeytin í orð- um, afskaplega skapstór og þoldi ekki, að ég liti á neina nema hana. Hún var hrædd um mig, ekki einungis fyrir kvenfólki, sem ég þekkti, heldur fyrir vinum mínum, kettinum mínum og bókunum mínum. Einu sinni, þegar ég var að heiman, gaf hún af mér frakka, sem ég átti, af því að mér þótti bezt að vera í honum af öllum mínum frökkum. — Ég er jafnlyndur maður. Ég vil ekki neita því, að hún þreytti mig — en ég leit á geðvonzku hennar sem guðstilskikkan og datt ekki frekar í hug að bjóða henni birginn en mér hefði dottið í hug að æsast á móti vondu veðri eða kvefi. — Ég neitaði á- sökunum hennar eins lengi og unnt var, og þegar það tókst ekki lengur, yppti ég öxlum og reykti vindling. Hið stöðuga ósamkomulag hafði ekki mikil áhrif á mig. Ég lifði mínu eigin lífi. Stundum var ég að velta því fyrir mér, hvort hún mundi elska mig eða hata. Mér virtist ást henn- ar og hatur standa nokkuð nærri hvort öðru. — Ef til vill hefði þetta draslað svona áfram, ef einkennilegur atburður hefði ekki komið fyrir eina nóttina! Ég hrökk upp úr fasta svefni við ógurlegt óp í konunni minni. — Ég spurði hana skelkaður, hvað að henni gengi. Hún sagðist hafa haft ægi- lega martröð. Sig hefði dreymt, að ég væri að reyna að drepa hana. Við bjuggum á efstu hæð í stóru húsi, og stigarnir voru stórir og breiðir. Hana hafði dreymt, að þegar við komum upp á efstu hæð í húsinu, hefði ég þrifið í hana og reynt að fleygja henni yfir handriðið. Þetta var á sjöttu hæð í húsinu, og vitan- lega bráður bani búinn þeim, sem steypt- ist yfir handriðið. — Hún var ákaflega æst í skapi út af þessu, og ég gerði allt sem ég gat til þess að gera hana rólega. En morguninn eftir og næstu tvo eða þrjá daga, minntist hún aftur á þetta, og þrátt fyrir það, að ég hlægi að þessu, sá ég, að draumurinn fór ekki úr huga hennar! Ég gat heldur ekki gert að mér að vera að hugsa um þetta, því að þessi draumur benti mér á dálítið, sem mér hafði ekki dottið í hug fyrr. Hún hélt, að ég hataði sig og vildi losna við sig. Hún vissi auðvitað, að hún var óþolandi, og einhverntíma, hafði henni sýnilega dottið í hug, að ég gæti drepið hana. Hugsanir manna eru óút- reiknanlegar, og stundum dettur mönnum ýmislegt í hug, sem þeir skammast sín fyrir að játa. Stundum hafði ég óskað þess, að hún hlypi burt með einhverjum elskhuga. Stundum, að hún yrði bráð- kvödd, svo að ég fengi aftur frelsi mitt, en aldrei, aldrei hafði þeirri hugsun skot- ið upp í huga mínum, að ég gæti sjálfur losað mig við þessa óþolandi byrði. — Draumurinn hafði mikil áhrif á okkur bæði. Konan mín var hrædd við hann, og hún var um tíma betri í skapi og rólegri. Og þegar ég gekk upp stigana til íbúðar- herbergja okkar, var mér ómögulegt ann- að en renna augunum á handriðið og hugsa um, hvað auðvelt það væri að gera eins og hana hafði dreymt. Handriðið var hættulega lágt. Ekki þurfti annað en Framh. á bls. 20.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.