Vikan


Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 15
Nr. 7, 1939 VIKAN 15 Jolán Földes r A vegum vonleysingjanna. Það, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjöl- skyldu sína, konu og þrjú börn í Veiðikattar- stræti. Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísar- búar kynnast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karl- ar, er öllum vilja vel. Kona Barabásar nam ljósmóðurfræði á sínum yngri árum. En í París vantar sízt af öllu ung- verska ljósmóður. Aftur á móti þarfnast heimilið vinnu hennar, því Barabás hefir stopula og illa launaða vinnu. Anna, elzta dóttir þeirra hjóna, annast heimilisstörfin á daginn. 1 lok annars ársins i útlegðinni gripur Bara- básfjölskylduna heimþrá. Samt hefir þeim aldrei vegnað eins vel. Hjónin vinna bæði og eru meira að segja farin að leggja í sparisjóðinn. En svo verður frú Barabás veik. Hún leggst á sjúkrahús og er skorin upp. Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitinga- húsinu á kvöldin og tala saman. Eitt kvöldið bætist grískur flóttamaður i hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, annar er Vassja, sem öllum hjálpar, og Anna verður ástfangin af, hinn er Fedor. Vassja er svo góður og skemmtilegur, að all- ir verða ánægðari, ef hann er nálægur. Hann smitar alla af starfsgleði. Papadakis fer að pressa húfur, Bardichinov eykur frönskukennslu sína, Barabás fær nýja stöðu og betri laun, en vesalings Liiv er óhamingjusamur maður og klaufi. Vassja fær hann samt til að leggja fyrir sig bókband, en það gengur hálfilla. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. Hún spjallar mest við Bardi- chinov. Klárí talar við Papadakis eins og kenn- ari við nemanda sinn og Jani og Vassja hvíslast stundum á. Fedor er stundum í stofunni, en skiptir sér ekkert af þeim. Fedor er kaldlyndasti og þögulasti maður í heiminum. Undir eins og hann kemur heim úr vinnunni, þvær hann sér, án þess að segja eitt einasta orð, klæðir sig í sparifötin, setur upp ein- glymið og flýtir sér út til að leita uppi tiginborna Rússa. Hann er hár maður vexti. Andlitsdrættir hans eru kaldir og harðir. Einglyrnið hans leiftrar. Hann tal- ar ekki við nokkurn mann. Ef Vassja segir eitthvað fyndið, svarar hann hranalega. Liiv er sá eini, sem hann talar stundum við, þegar hann þarf að fá einhverjar upp- lýsingar um stærðfræðileg viðfangsefni, því að stærðfræði er það eina, sem Fedor hefir áhuga á. Jafnvel við þau tækfæri, sem er afar sjaldan, er Fedor fráhrindandi og fyrirmannlegur. Fedor er einn af þeim, sem verkamannaföt klæða svo vel. Samt sem áður er Anna ekki ástfang- inn af honum, heldur Vassja. Stundum grætur hún á nóttinni, stundum kyssir hún snerilinn, sem Vassja hefir snert á. Hún biður Papadakis að gefa sér dýrhnga- myndirnar, sem Vassja hefir gefið honum, þó að það séu ekki myndir af réttum dýr- lingum, heldur aðeins af grískum dýrling- um. Einu sinni þrábiður hún Vassja um að fá að festa hnappana á einkennisbún- ing hans, en Vassja hlær, hristir höfuðið og segir, að ef hann geti ekki fest á sig hnappa sjálfur, þá ætti hann skilið að vera hengdur. Dag nokkurn kemur Vassja heim með auglýsingu. Ung stúlka, sem langar til að læra kjólasaum, getur fengið stöðu sem lærlingur. Anna leggur af stað til þess að sækja um stöðuna. Hún neitar meira að segja Bardichinov um að fylgja sér. Hún fær stöðuna. Anna fær að reyna, hvað það er að vinna sem útlendingur. Anna verð- ur að hlaupa um bæinn. Hún verður að vinna mikið. En hún geymir þrátt fyrir allt auglýsinguna í hjarta sínu. Anna dett- ur út af dauðuppgefin í rúminu sínu á kvöldin, en stundum dreymir hana snævi þakta tinda og tíguleg fjöll í Sviss. 6. KAPÍTULI. — Boriska! kallar Barabás til konu sinnar kvöld eitt, þegar börnin eru sofnuð. Frú Barabás þekkir værðarhljóð barnanna hvert frá öðru. Klárí andar þunglega að sér, skýtur fram vörunum og segir pú — andar að sér, púar, andar að sér, púar. Jani andar mjög djúpt, og hinn djúpi og reglulegi andardráttur hans breytist ekki einu sinni, þegar hann byltir sér fram og aftur. Anna sefur mjög hljóðlega, aðeins einstöku sinnum heyrist hún tauta eitt- hvað. I óteljandi skipti hefir frú Barabás hlustað á þessi hljóð, án þeirra myndi kyrrðin ekki vera fullkomin, og heimilið óhugnanlegt. — Hvað, Giula? segir hún og snýr sér að honum. — Ég hefi ekki getað minnst á þetta við þig fyrr, byrjar maður hennar. — Hvers vegna sendir þú mér þau boð, að það ætti ekki að skera þig upp fyrr en eftir þrjá daga? Vissir þú ekki, að það átti að gera það daginn eftir? — Jú, ég vissi það! . . . Frönsku lækn- arnir höfðu ekki verið nærgætnari en það. Þar að auki höfðu þeir látið hana skrifa undir skjal, sem á stóð, að uppskurður- inn væri mjög hættulegur, en það væri ekki um annað að ræða. — Ég vildi ekki, að þú værir kvíða- fullur mín vegna. — Uppskurðir eru stundum mjög hættulegir. Datt þér það ekki í hug? — Hefðir þú ekki viljað kveðja mig? Nei, frú Barabás hafði áreiðanlega ekki viljað kveðja. Það var einmitt það, sem hún vildi sleppa við — þessar síðustu átak- anlegu og klaufalegu kveðjur. Hún vildi ekki skilja eftir svo sorglega minningu um sig. Ef til vill var það vegna þess, að hún hafði verið ljósmóðir og var vön að fara með hinn blaktandi loga lífsins, að henni fannst dauðinn vera blátt áfram og eðli- legur. Hún vildi deyja þannig, að þeir, sem henni þótti vænt um, héldu, að hún hefði dáið vongóð. Hvernig gat hún skýrt Bara- bás frá því? — Mér datt það ekki í hug, svaraði hún. — Ég hélt, að þetta væri ekki hættulegur uppskurður. Barabás trúir henni. — Þú áttir ekki að gera það. Ef ég hefði vitað það, hefði ég komið kvöldið áður en þú varst skorin upp. Ég hefði áreiðanlega fengið að tala við þig. — Það getur vel verið, að þetta hafi ekki verið rétt af mér, en úr því að ég er lifandi, þá gerir það ekkert til. Barabás hlær. Þetta er alveg satt. Hún lifir og safnar smám saman kröftum. Þetta ár virðist ætla að vera friðsamara en síð- astliðið ár. Barabás kann betur við sig á nýja vinnustaðnum. Börnin komast eins og af sjálfu sér upp í æðri skóla, fyrst Jani, síðan Klárí. Þau komast hátt í þjóð- félaginu. Anna lærir iðn sína. Frú Bara- bás verður heima, og þar er hún á réttum stað. Lífið á veitingahúsinu er friðsamt og rólegt, það koma þangað engir nýir leigjendur — aðeins við og við gestir, sem dvelja þar einn til tvo daga, en þeir eru ekki taldir með. Heimþráin segir auðvitað stundum til sín. Þegar svo er, hverfur Bardichinov nokkur kvöld, Barabás heimsækir ung- verska veitingahúsið við Rue Frangois Miron, Liiv lokar sig inni í herbergi sínu, en Alvarez reikar um eins og fordæmd sál. Eigandi veitingahússins við Rue Franc- ois Miron er útflytjandi eins og flestir gestir hans. Á þessum tíma má skipta Ungverjum í París í þrjá hópa: Til fyrsta hópsins teljast þeir, sem hafa alls engin afskipti af kommúnisma eða pólitík. Þeir hafa farið af sjálfsdáðum vegna þess að atvinnuleysið var svo mikið heima fyrir, að þeir komust ekki af. Öðrum hópnum, pólitísku flóttamönnunum, má aftur skipta í tvær undirdeildir: sósíalista og kommún- ista. Þessir tveir hópar eru ekki vitund vingjarnlegri hvor við annan, þó að þeir séu saman í útlegð. Þriðji hópurinn eru öreigarnir. Iskyggilegir einstaklingar, æf- intýramenn, sem flakka um, í stuttu máli sagt: braskarar. Braskararnir lifa á hin- um hópunum og velgerðarstofnunum. — Sumir komu af því, að jörðin heima brann undir fótum þeirra, — þeir eru þjófar, glæframenn og fjárhættuspilarar. Aðrir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.