Vikan - 16.02.1939, Síða 21
Nr. 7, 1939
VIKAN
21
Ungir kvikmyndaleikarar.
Það var árið 1918, að Charlie Chaplin
lét 4 ára gamlan dreng leika með
sér í myndinni „The Kid“. Þessi mynd
varð til þess, að kvikmyndaframleiðend-
urnir í Hollywood sáu, hvílík ógrynni af
peningum væri hægt að hafa upp úr því
að láta börn leika stór hlutverk í góðum
myndum.
Laun barnanna, sem léku í kvikmynd-
um, fóru nú að hækka mjög mikið, og
Jackie Coogan, sem var eiginlega hin
Jane Withers, Tommy Kelly, tvíburamir Bobby
og Billy Mauch og Freddy Bartholomew.
fyrsta ,,stjarna“ á þessu sviði, var orð-
inn stórauðugur, þegar hann var tíu ára
gamall. Síðan hefir bætzt við álitlegur hóp-
ur af börnum, sem hafa hlotið frægð fyrir
leik sinn.
Þau tvö börn, sem skara fram úr nú,
eru auðvitað Shirley Temple og Preddie
Bartholomew. Pyrstu tvö árin, sem Shir-
ley lék í kvikmyndum, fekk hún tvö til
þrjú sterlingsþund (44—66 kr.) á dag, en
það var aðeins örsjaldan, að þeir dagar
komu, að hún þyrfti að leika. Það var
ekkert gert til þess að koma henni að í
stærri hlutverkum. Hún lék, þegar þess
var óskað, en þess var aldrei óskað af
foreldrum hennar, að hún fengi að leika.
Þá varð það, að í einni myndinni, sem hún
lék í, kom leikstjóri myndarinnar auga á
hina miklu hæfileika hennar, og ákvað að
bjóða henni samning, sem skyldi gilda í
sjö ár, og tryggja henni 50 sterlingspund
á viku (ca. 1100 kr.). Eftir nokkra mán-
uði var, eftir talsverðar umræður og deil-
ur, gerður samningur, og samkvæmt hon-
um skyldi Shirley fá 200 sterlingspund á
viku (ca. 4400 kr.).
Freddie Bartholomew kom frá Englandi
til Hollywood til þess að sækja um að fá
að leika Davíð Copperfield, og var hann
valinn til þess úr hópi 10,000 umsækjenda.
Þetta var árið 1934, og síðan þá hefir
hann leikið í mörgum myndum, sem hafa
verið hver annari betri. Laun hans eru
19,600 sterlingspund, eða sem svarar rúm-
lega 440,000 ísl. kr.
Auk þessarra frægu barna, er mikill
fjöldi annarra vel þekktra og hátt laun-
aðra kvikmyndaleikara á sama reki.
Jane Withers vakti fyrst eftirtekt á sér
í Shirley Temple mynd, þar sem hún lék
óþekka og leiðinlega stelpu með þeim
árangri, að eftir það voru henni fengin
stærri hlutverk og betur launuð.
Þá má nefna tvíburana Bobby og Billy
Mauch (framborið Mokk). Bræðurnir, sem
verða 15 ára á þessu ári, eru svo líkir,
að jafnvel móðir þeirra á stundum erfitt
með að þekkja þá 1 sundur. Þeir eru van-
ir því að leika hlutverk hvors annars öðru
hvoru, til þess að stríða leikstjóranum,
sem veit aldrei, hvort það er sá „rétti“ eða
sá „vitlausi”, sem leikur. — Bræðurnir
eru mjög samhentir og eru mjög sjaldan
ósammála, en ef það kemur fyrir, eru þeir
vanir að kasta upp peningi og láta til-
viljunina ráða, hvor eigi að láta í minni
pokann. Þeir hafa mikinn áhuga fyrir
efnafræði og eiga ýms tæki til þeirra hluta.
Móðir þeirra er þó víst ekki eins hrifin
af þessu og þeir sjálfir. En það er víst
ekki að ástæðulausu, því að eftir því sem
þeir segja sjálfir í blaðagrein í amerísku
kvikmyndablaði, þá framleiddu þeir einu
sinni ólyktarpillur, sem höfðu þau áhrif
á andrúmsloftið í húsinu, að enginn hélzt
þar við stundinni lengur.
Páir leikarar hafa náð frægð og hylli
á eins skömmum tíma og Deanna Durbin.
Deanna fæddist 4. desember 1922 í Winne-
Liðnir leikarar.
Framh. af bls. 17.
arviðleitni að sporna við drykkjuskap í
skólanum með því að gefa piltum hug-
næmt viðfangsefni í frístundum þeirra.
Annars var aðgangseyririnn í þá daga kr.
0,75 og 0,50 sitjandi, 0,40 standandi og
0,35 fyrir börn.
Það var auðvitað, að jafn áhugasamur
maður og fjölgáfaður og Sigurður Mag-
nússon myndi koma hinum aðþrengdu
leikfélögum að liði, en fjölþættar leikara-
gáfur hans nutu sín þegar frá leið miður
en skyldi, vegna sjálfsskaparvítis, sterkr-
ar tilhneygingar til áfengra drykkja. Að-
staða hans sem leikara varð af þeim sök-
um erfið, því þó hann gerðist bindindis-
maður með köflum, átti hann ekki ávalt
samleið með samleikurum sínum, sem lang-
flestir voru komnir frá leikfélögum góð-
templara og héldu órjúfanlegri tryggð við
þann félagsskap. Það var því ekki í leik-
félaginu í Góðtemplarahúsinu, sem Reyk-
víkingar fengu fyrir alvöru að sjá Sig-
urð, heldur í leikfélaginu í Breiðfjörðs-
húsi. Það leikfélag hafði ýmsum ágætum
kröftum á að skipa. Þar lék í fyrsta skipti
hin vinsæla leikkona okkar Reykvíkinga,
frk. Gunnþórunn Halldórsdóttir, en auk
Sigurðar má nefna af þeim, sem liðnir eru,
Ólaf H. Benediktsson, bróðir Einars þjóð-
skálds, eitthvert glæsilegasta leikaraefni,
sem sést hefir á leiksviði hér. Þegar Leik-
félag Reykjavíkur var stofnað upp úr báð-
um hinum félögunum fyrir forgöngu Þor-
varðar Þorvarðarsonar prentsmiðjustjóra,
brast félagið giftu til að ná samstacfi
peg, Canada, og heitir réttu nafni Edna
Mae Durbin. Árið 1936 var hún ráðin til
Metro-Goldwyn-Mayer til þess að leika í
mynd, sem síðan var aldrei sýnd. Skömmu
síðar fór hún að syngja í útvarp, á dag-
skrá, sem skopleikarinn Eddie Cantor
stjórnaði. 1 útvarpinu vakti hún mikla at-
hygli fyrir söng sinn, og hvort sem því
er að þakka eða ekki, þá er víst um það,
að hún gerði stuttu síðar samning við
Universal, þar sem hún lék í myndinni
„Þremur kænum stúlkum“ og fleiri mynd-
um, sem allar hafa aukið á hróður hennar.
Auk þeirra, sem hér hafa verið nefnd,
er vitanlega f jöldinn allur af velþekktum
nöfnum, sem hægt væri að segja frá, ef
rúm leyfði. Það þekkja t. d. flestir kvik-
myndahúsgestir Douglas Scott, Binkie
Stuart, Jackie Cooper o. fl.
Mikill fjöldi fólks, streymir til Holly-
wood á hverju ári, en þeir eru fáir, sem
komast inn um hið gullna hlið kvikmynda-
framleiðslunnar. Nýir menn taka við af
þeim, sem hverfa úr myndunum. Nýjar
stjörnur eru skapaðar strax og hinar
þekktu fara að fölna. Starfstími barnanna
er oft mjög skammur, 5—6 ár, en að
þeim tíma liðnum eiga flest þeirra álitlega
fúlgu, svo að þau geta lifað áhyggjulausu
lífi um langan aldur.
Ólafs, og hann hvarf bráðlega úr leik-
endatölunni, en Sigurður Magnússon varð
einn aðalleikandi félagsins á fyrstu árum
þess við hlið þeirra Árna Eiríkssonar og
Kristjáns Ó. Þorgrímssonar, af karlmönn-
um.
Þó leikaraferill Sigurðar yrði ekki lang-
ur tókst honum að leika hvert hlutverkið
öðru betur, en því miður voru viðfangs-
efni hans af léttari tegundinni og hinum
fædda skapgerðarleikara gafst aldrei kost-
ur á að sýna sig á réttu sviði. Meðferð
hans á Babberley í Frænku Charley’s var
jafnað til leiks eins bezta gamanleikara
Norðurlanda, Pjeldstrups, í því hlutverki,
og það af jafn samvizkusömum leikdóm-
ara og Vilhjálmi Jónssyni póstafgreiðslu-
manni. Þó virðist Sigurði hafa mistekizt
hlutverk Vermundar í Æfintýrinu, en söng-
meðferðinni kennt um. Harmar leikdómar-
inn það mjög, að Ólafi H. Benediktssyni
hafi ekki verið fahð það hlutverk. Sami
leikdómari bregður upp mynd af leikar-
anum Sigurði Magnússyni, sem á skilið að
varðveitast. I dómi sínum um fyrstu leik-
sýningu Leikfélags Reykjavíkur 1897, seg-
ir hann:
„Vér gleymum aldrei gamla manninum
með rósina, sem hr. Sig. Magnússon leik-
ur með svo mikilli snilld, að vér ekki segj-
um meistaralegri snilld, því öll leiklist hjá
okkur yfir leitt, er enn í barndómi. Þar er
hið rétta hlutverk Sigurðar — eldri, sér-
vitru, hlægilegu karlarnir —.“
Það eru margir Reykvíkingar, sem
geyma þessa mynd af leikaranum með
rósina — hina hálfútsprungnu rós mikilla
leikarahæfileika. L. S.