Vikan


Vikan - 16.02.1939, Page 23

Vikan - 16.02.1939, Page 23
Nr. 7, 1939 VIKAN 23 Æfintýri Óla í Afríku. Með brögðum hefir Óli fengið Gretti skottu- lækni til að segja sér, hver selji villimönnun- unum vopnin, og því næst hafa Geir og Óli tekið Gretti til fanga. Þeir fá hann dvergun- um í hendur og halda síðan áfram leiðar sinnar. Óli: Sko, þama við vatnið er þorpið, sem Grettir sagði, að hvíti maðurinn, sem selur riffl- ana byggi í. Geir: Það virðist vera friðsamlegt hér, en við finnum áreiðanlega fórkólf flokksins. Á meðan hefir skip komið í þorpið, og villi- mennimir bera i land vopnin, sem bönnuð eru. Þau eru vafin inn í hrísvöndla. Ruddalegur, hvítur maður stjómar negmnum með svipu. Liðþjálfinn og Óli ríða hægt í áttina til þorpsins. Allt í einu stanzar þá maður með riffil. Nemið staðar! hrópar maðurinn, hvert skal halda ? Geir segir, að þeir séu ferðamenn, sem séu að leita sér næturstaðar. Maðurinn: Jæja. Farið þið á undan. Það er bezt, að Grámann tali við ykkur nokkur orð. Liðþjálfinn: Þú segir ekki orð, Öli. Ég skal hafa orðið, þá fer allt vel. Grámann virðist vera mjög andstyggilegur maður. Hann er stór og feitur og situr með vindil í munninum í fléttuðum stól. Hann segir með rymjandi röddu: Ég vil ekki sjá neina ókunnuga. Liðþjálfinn segir, að þeir vilji aðeins fá mat og gistingu og vilji borga fyrir það. En allt í einu dregur Grámann upp skammbyssu og öskrar: Snautið þið burtu. En hestana og skammbyssumar ykkar, skal ég geyma. Geir: En, Grámann, þér ætlist þó ekki til, að við förum gangandi og vopnlausir í gegn- um þetta villta land? Grámann: Hvað varðar mig um það. Farið þið, og það undir eins, annars skal ég — ■— Það er nótt, og Óli og liðþjálfinn hafa falið sig í kjarri, rétt hjá þorpinu. — Óli: Hvað eigum við nú að taka til bragðs? — Geir: Við skulum reyna að ná hestunum aftur, en fyrst skulum við reyna að komast á snoðir um eitt- hvað.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.