Vikan - 23.03.1939, Síða 8
8
V I K A N
Nr. 12, 1939
nægan tíma, tóku þeir allt höfuðleðrið af
og skiptu því síðan í minni höfuðleður.
Það er hryllilegt að hugsa til þess, að
lifandi menn skyldu vera svarðflettir. Það
var þó ekki venjan, en það kom fyrir.
Svarðfletting var kvalafullur, en ekki
hættulegur uppskurður. Það eru ekki til
svo fá dæmi þess, að hvítir menn hafi lifað
eftir að þeir voru svarðflettir.
Þegar farið var að veita
verðlaun fyrir höfuðleðrin,
var um að gera að
fá sem flest á sem
allra stytztum
tíma, og þá var
ekki alltaf nægur
tími til að athuga,
hvort fórnardýrið
væri dautt.
Til að gefa fólki
dálitla hugmynd
um, að hvítu menn-
imir gáfu Indíán-
unum ekkert eft-
ir, hvað grimmd
snerti, verður hér
tekin stytt skýrsla,
sem 100 mikils-
virtir, amerískir
borgarar skrifuðu
undir. Hún hljóðar
þannig:
í Colorado komu
800 manns saman
undir stjórn prests
nokkurs, Chine-
ington að nafni, til
að leita að og
hegna nokkrum
hrossaþjófum, er
verið höfðu í hér-
aðinu. Á leiðinni
rákust þeir á frið-
Buffalo Bill svarðfletti í síðasta skipti árið 1876. Þegar Indíánarnir höfðu
drepið Custer hershöfðingja og 240 manna liðsveit, varð Buffalo Bill njósn-
ari fyrir Merritt hershöfðingja. Cheyenne Indiánahöfðingi skoraði Bill í ein-
vígi með hnífum, og Buffalo Bill sigraði. Þó að Indíánarnir kæmu þjótandi
höfðingja sínum til hjálpar, svarðfletti Bill óvin sinn og sveiflaði höfuðleðrinu
með fjöðrunum yfir höfði sér og hrópaði: „Fyrsta höfuðleðrið fyrir Custer."
134 dollarar fyrir höfuðleður af Indíána,
sem er eldri en 10 ára.
130 dollarar fyrir lifandi Squaw eða
bam, innan 10 ára aldurs.
50 dollarar fyrir höfuðleður af Squaw
eða barni.
Og árið 1845 var verðið á höfuðleðri af
karlmanni 100 dollarar, kvenmanni 50 doll-
arar og barni 25 dollarar. Það getur hver
og einn ímyndað sér, hvað margar mann-
eskjur — sekar og saklausar — létu lífið
á þessum tímum. Prestarnir voru sízt betri.
Það er sagt, að þegar prestur nokkur hafi
verið að svarðfletta Indíána, hafi hann
skorið sig í fingur og fengið alvarlega blóð-
eitrun.
Peningarnir höfðu þá engu síður en nú
takmarkalaust vald yfir mönnunum. Lið-
þjálfi einn, David Owens að nafni, hafði
strokið og setzt að meðal Indíána. Hann
giftist Indíánakonu. En verðið á höfuð-
leðmm fór þá mjög hækkandi. Owens þessi
fór nú að iðrast eftir að hafa strokið og
eina nóttina drap hann konu sína og tvö
böm og svarðfletti þau. Hann fékk mikla
peninga fyrir höfuðleðrin og varð mikils-
virtur maður.
Annar maður, Ramsay að nafni, réðist
á konur og böm til að svarðfletta þau.
Að lokum tóku yfirvöldin hann fastan, en
— dómstólamir sýknuðu hann.
Konur tóku einnig með ákafa þátt í
þessum svarðflettingum. Ein kona, Hanna
Dustan, fékk ærið fé fyrir að hafa svarð-
flett tvo karlmenn, tvær konur og sex
börn með eigin hendi.
Auðvitað var það ekki alltaf peninga-
áfergjan, sem lá á bak við þessar svarð-
flettingar. Meiri hluti þessarra innflytj-
enda var heiðvirt fólk, sem hataði og ótt-
aðist Indíánana vegna þess, að þeir réð-
ust á nýbyggja, sem bjuggu á afskekkt-
um stöðum.
James Mooney heldur því fram, að
venjulegt höfuðleður hafi aðeins verið tek-
ið aftarlega á hnakkanum. Ef þeir höfðu
saman Indíánaflokk, sem hafði sett upp
tjöld við veginn. Þeir heilsuðust eins og
vinir og ræddu saman um það, hvar
hrossaþjófarnir gætu verið. En allt í einu
datt prestinum í hug að hefna þjófnaðar-
ins á þessum flokki, því að allir Indíánar
væm jafn vondir — þjófar og. morðingjar
upp til hópa.
Þegar presturinn gaf merki, réðust hvítu
mennirnir á Indíánana. Aumingja fólkið
féll á kné, fórnaði höndum til himins og
hrópaði: „Við erum vinir, við emm vinir!“
En árangurslaust. 170 menn, konur og
böm voru drepin. Þegar einstaka hermað-
ur vildi taka mæður og böm til fanga,
hrópaði presturinn: ,,Við tökum ekki
fanga, hver, sem hefir meðaumkun með
Indíánum, er fordæmdur."
Þegar búið var að drepa allt. fólkið, var
það svarðflett. Þegar sigurvegararnir
komu inn í Denver City, var þeim tekið
með miklum fagnaðarlátum. Um kvöldið
var haldin stórveizla í leikhúsi bæjarins,
og þar voru borin fram höfuðleðrin af
Indíánunum undir dynjandi fagnaðarlát-
um. Þetta gerðist fyrir nokkrum mannsöldr-
um og er því helmingi hryllilegra. Að vísu
höfðu Indíánarnir ráðist á hvíta menn í
stómm hópum og hvorki hlíft konum né
börnum. En kristnir prestar og menntaðir ?
Indíánabúðir á sléttunni fyrir 50 árum, þeg'ar Indíánamir lifðu frjálsu lífi.