Vikan


Vikan - 23.03.1939, Page 9

Vikan - 23.03.1939, Page 9
Nr. 12, 1939 VIKAN 9 til vill ekki. Kannske - og ef Ronnie hlustaði á hinn alvarlega og hátíðlega fyrirlestur Dicks Hend- ricks um framtíðaráætlun hans. Hann leit síðan á hana og sagði: — Maður verður að líta fram á við. — Auðvitað, sagði hún. Allt í einu eldroðnaði hún af því, hvað hún var hátíðleg og reyndi að slá þessu upp í gaman. — Nú veiztu, hver ætlar sér að verða byggingarmeistari! Er það ekki dásam- legt? Ronnie sat hin rólegasta í skugga stóra linditrésins og starði dreymandi fram fyrir sig. Hún hugsaði um framtíðina. — Við sjáumst seinna, sagði Dick og stóð upp. Hún horfði á eftir honum, þar sem hann skrefaði yfir sléttuna niður að veginum, en þar stóð litli vagninn hans. Hann sett- ist við stýrið, veifaði til hennar og hvarf. Ronnie fór heim til sín og inn í stofu. John Ferguson, faðir hennar, horfði á hana yfir dagblaðið — ekki dagblaðið, sem hann var ritstjóri við, heldur annað, sem hann las vandlega á hverju kvöldi. Samt sem áður truflaði dóttir hans hann, og hann horfði rannsakandi á hana í þeirri von, að hann gæti lesið hugsanir hennar. Ronnie, litla stúlkan hans, var orðin full- þroska kona. Hún hafði bersýnilega ekki tekið eftir því, að hann var í stofunni. Á enni hennar voru djúpar hrukkur. Hún gekk að bóka- skápnum, tók fram bók, leit rétt í hana og setti hana síðan aftur á sinn stað. Þá gekk hún út að glugganum og horfði út, niðursokkin í hugsanir sínar. Því næst opnaði hún viðtækið og glymjandi dans- lag ómaði um stofuna. Hún studdi hönd- unum á mjaðmir sér og tók nokkur kynleg dansspor yfir gólfið. — Ert þú hérna pabbi! hrópaði hún. John Ferguson brosti. — Gott kvöld, Ronnie! Hún lokaði fyrir viðtækið. — Það er aldrei góð músik um þetta leyti, sagði hún. — Ég hélt að þér þætti mest gaman að Lambeth Walk. — Uss, nei! Þú berð ekkert skyn á Lambeth Walk, pabbi! — Nei, satt er það. En einu sinni kunni ég Charleston. Hún horfði á hann með kurteislegu kæruleysi. Allt í einu tók hann að furða sig á, að stúlkur á aldur við Ronnie skyldu ganga berfættar í háleistum. Hann varð að minnast á þetta við konu sína. 1 sama bili kom Mary Ferguson inn, og lokaði dyrunum vandlega á eftir sér. — Carolls-fjölskyldan er komin aftur! sagði hún áköf. Michael, Mary og Lucille. — Drottinn minn dýri! Og við minn- umst ekki á það í blaðinu í dag! — Þau voru að koma — öllum óvænt. Ég hitti Renée Lewis. Hún sagði mér það. — Aðallinn! sagði Ronnie og brosti fyrirlitlega. — Ég skil ekki, hvaðan þú hefir þetta stéttahatur! sagði faðir hennar og horfði á hana. — Við erum millistéttin, pabbi. Við því verður ekki gert. Caroll á allan bæinn, og fjölskyldan býr hér einu sinni ekki. Mrs. Caroll hefir alveg sérstaka hæfileika til að koma myndum af sér í blöð og tímarit. — Við Mary litla Caroll reyktum fyrstu vindlingana saman í litlum bíl, sem hún fékk í afmælisgjöf. Mary þoldi ekki vind- linginn, en það gerði ég. — Frú Ferguson þagnaði og brosti. — En nú er orðið langt síðan þetta var. Lucille höfum við ekki séð síðan hún var sex ára gömul. Og þú verður að vera almennileg við hana, því að henni mun áreiðanlega leiðast hér, þar sem hún hefir verið svona lengi erlendis. — Ég get það, sagði Ronnie. — Hún fer í kvöld á félagsballið með pabba sínum, hélt móðir hennar áfram. — Með hverjum? John Ferguson skellihló. — Með pabba sínum, endurtók móðir hennar blíðlega. Það var eins og ætlaði að líða yfir Ronnie. Hún hallaði sér máttleysislega upp að veggnum. Móðir hennar horfði áhyggjufull á hana. — Það er allt í lagi, sagði Ronnie aum- ingjalega. — Ég skal muna þetta! Ég skal líka biðja Dick um að dansa við hana. En hann gerir það ekki, því að hún hlýtur að vera fábjáni — stúlka, sem fer á ball með pabba sínum--------- Það var aftur eins og ætlaði að líða yfir Ronnie. Félagsbalhð var hátíð, sem haldin var á hverju sumri- fyrir hina ungu syni og dætur félagsmannanna. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þóttist unga fólk- ið skoða þessa hátíð sem einskonar þreyt- andi sýningu, sem væri aðeins til að skemmta foreldrunum. Ronnie myndi aldrei, hvað sem það kostaði, hafa játað fyrir foreldrum sínum, að hún hefði hlakk- að þessi ósköp til ballsins. — Jæja, nú hringir dyrabjallan, sagði Ronnie. Hún fór til dyra og kom aftur með stór- an pappakassa. Foreldrar hennar gláptu á hana á meðan hún tók utan af bögglin- um. Þetta voru fyrstu blómin, sem Ronnie hafði fengið. Það ríkti fullkomin þögn í stofunni hjá Ferguson. Ronnie tók blómin upp úr kassanum og setti þau við öxlina á sér. Augu hennar leiftruðu. Hún horfði á foreldra sína. — Þau eru ekki sem verst, finnst ykk- ur það ekki? sagði hún. Þegar Dick kom til að sækja Ronnie, var hún tilbúin, — hún var búin að bíða í þrjá stundarfjórðunga, — en hún lét hann ekki vita það. Hún heyrði, að Dick var að tala við pabba hennar um knatt- spymu. — Hana, farðu nú að fara. Þú þarft engan varalit. — Mamma! — Jæja, settu hann þá fljótt á þig, sagði móðir hennar. Ronnie leit í spegilinn. Hún var undr- andi, hvað hún leit vel út. — Ég lít bara ljómandi vel út, tautaði hún. — Hvað varstu að segja, góða mín? — Ekki neitt, mamma mín. — Nú er ég tilbúin. Mary beit í vörina á sér. -— Já, ætli ekki! sagði hún hlæjandi. Dick og faðir hennar horfðu báðir á hana. Hún hafði burstað Ijósa hárið, svo að það glóði eins og gull. Hún var í græn- um kjól með mjótt, gyllt belti um sig miðja. Ronnie leit á Dick og sagði: — Það er bezt fyrir okkur að fara að komast af stað. John Ferguson leit niður fyrir sig, en rétt á eftir gekk hann út á tröppurnar til að horfa á eftir þeim. Þau þurftu að aka sex kílómetra. Þau óku eftir breiðum, skuggasælum trjágöng- um, og ilmurinn af nýslegnu heyi barst hvaðanæfa að vitum þeirra. Fyrst í stað voru þau ákaflega þögul. Henni þótti Dick dálítið ókunnuglegur í þessum nýju, Ijósu fötum. Þar að auki var hann svo hreinn, að eyrun á honum vom eldrauð. Hún horfði á dökka hárið hans, brúnu augun og snjóhvítu tennurnar. Ronnie andvarpaði. Hún vissi, að þessi tími myndi aldrei koma aftur. — Þú ert ákaflega falleg, sagði Dick allt í einu. — Ó, ég veit ekki. Ég veit ekki, hvers- vegna ég valdi þennan kjól. — Mér finnst hann sérstaklega falleg- ur. — — Hljómsveitin er alveg hryllileg, sagði hún þreytulega. — Áreiðanlega! — En hvað það hefði verið gaman, ef þeir hefðu ráðið Benny Goodman! — Já, en það hafa þeir ekki gert. Það ríkti löng þögn. — Mamma hugsar ekki um annað en að Carolls-fjölskyldan er komin aftur, s'agði hún jafn þreytulega.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.