Vikan


Vikan - 23.03.1939, Síða 15

Vikan - 23.03.1939, Síða 15
Nr. 12, 1939 VIKAN 15 0 A vegum vonleysingjanna. Jolán Földes: Það, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjöl- skyldu sína, konu og þrjú börn í Veiðikattar- stræti. Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísar- búar kynnast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karl- ar, er öllum vilja vel. 1 lok annars ársins í útlegðinni grípur Bara- básfjölskylduna heimþrá. Samt hefir þeim aldrei vegnað eins vel. Hjónin vinna bæði og eru meira -að segja farin að leggja í sparisjóðinn. En svo verður frú Barabás veik. Hún leggst á sjúkrahús og er skorin upp. Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitinga- húsinu á kvöldin og tala saman. Eitt kvöldið bætist grískur flóttamaður í hópinn, Papádakis •að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, -annar er Vassja, sem öllum hjálpar, og Anna verður ástfangin af, hinn er Fedor. Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Fólkið í veitingahúsinu hópast að herbergi Fedors, sem er orðinn sturlaður og æpir í sífellu. Enginn getur gefið neinar upplýsingar um Vassja nema Jani. Þegar búið er að jarða Vassja, flytja allir úr veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytur í íbúð í Veiðikattarstræti. -— Við dauða Vassja urðu Anna og Jani fullorðin á einni nóttu, en ekki á sama hátt. Þau rífast alltaf, er þau talast við. Anna fékk ósk sína uppfyllta um að læra eitt- hvað. Hún er nú orðin útlærð saumakona og kemur sér vel á verkstæðinu, þar sem hún vinn- ur. Frú Barabás finnur vel, hvemig bömin fjar- lægjast hana með aldrinum, hvernig þau vaxa frá henni og þarfnast æ minna umsjár hennar og vemdar. En þetta er lífið — og hún verður að sætta sig við það. István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysisstyrki og stundar styrkbeiðnir sem atvinnugrein. Hann þykist vera hrifinn af Önnu, hinni vaknandi konu og ungu, bljúgu sál. Bardichinov frændi kemur að máli við önnu ■og segir henni, að vinur sinn, ítalski ráðherr- ann, eigi dóttur, sem sé jafngömul Önnu, og hana langi til að fá eitthvað að gera ■— verða sýning- arstúlka. Anna lofar að gera sitt bezta. Hún gengur á milli kvenna saumastofunnar, en fær ekkert ákveðið svar. — Ó, Cathrina! hvíslar hún um leið og hún fer inn í saumastofuna. Gretl heldur auðvitað, að hún sé allt í einu orðin vit- laus. 10. KAPÍTULI. Það má heita, að István búi hjá Bara- hásfjölskyldunni. Hann fer aðeins heim til að sofa — hann býr ókeypis á ameríkönsku stúdentaheimili — á daginn hirðir hann styrkina, annars er hann alltaf hjá Bara- básfjölskyldunni. Hann kemur oft einhverntíma fyrir há- degið, frú Barabás til mikillar ánægju. Hann hjálpar henni að hýða kartöflur og skemmtir henni með kímnisögum og minn- ingum að heiman, svo að frú Barabás skellihlær. Það er kynlegt, að dómgreind barnanna er langtum öruggari en dómgreind foreldr- anna. Börnin bera ekkert traust til Istváns. Klárí hefir takmarkalausa fyrirlitningu á honum. Jani er kuldalegur og hæðinn, að minnsta kosti fyrst í stað. Síðar leyfir Klárí István af mikilli náð að skemmta sér, og Jani getur ekki að sér gert að hafa gaman að honum. Lífið er óneitanlega skemmtilegra, síð- an István kom. Þau þekkja til dæmis ekk- ert til Parísar, þessarrar stóru, margbreyti- legu borgar — nú verður þeim fyrst ljóst, hvað þau eru lítið kunnug í París. Þau hafa ekki gert annað en að fara á nokkra ákveðna staði. Barabás fer í Rue de Fau- bourg St. Honoré, þar sem klæðskeraverk- stæðið er og heim aftur, og á kvöldin í Rue St. Jacques. — Frú Barabás fer á torgið í St. Antoine-hverfinu og stundum á útsölurnar í Rue de Rivoli. — Anna fer í verzlunina á Champs Elysées og annars ekkert. — Börnin f ara í skólann og Luxem- borgargarðinn. Nú komast þau að raun um, að París hefir líka sínar skemmtilegu og undarlegu hliðar. Á kvöldin glitrar Place Pigalle í öllum regnbogans litum auglýsingaljósanna. Fyrir framan óper- urnar er fullt af bílum, sem aldrei þagna. 1 nánd við Port Maillot þeysa glæsilegir reiðmenn á sunnudagsmorgnum. (Líka á virkum dögum, segir István, og er fjöl- skyldan sérstaklega hrifin af því). 1 raun og veru er þessi París, sem þau nú kynnast, ekkert nýrri og merkilegri í augum þeirra, heldur en svipaðir staðir í Budapest mundu vera — þau þekktu þá svo lítið. Samt sem áður finnst þeim eins og þau sjái nú í fyrsta skipti þetta mikla, fjarlæga og dularfulla líf. Það er eitthvað raunhæft við það. Kannske er aðalatriðið það, að það er léttara yfir París en Buda- pest. Borgin iðar af áhyggjulausu fjöri, eðlilegu, öruggu og þægilegu fjöri. Buda- pest er svo ofsaleg í fjöri sínu. París er aðeins létt og kát. Loftið í Budapest er miklu þyngra. Það eru sjö ár síðan stríð- inu lauk. Borgin hefir gleymt því, að hún hafi nokkurntíma verið í hættu. — Buda- pest mun aldrei gleyma því. — Barabás- f jölskyldan klifrar upp Montmartre upp að Sacré Cæur og lítur niður á borgina. Hún hættir sér inn í hina djúpu kyrrð í Parc Monccaus og gerir sér ljóst, að hún er á þeim stað, sem er jafn ókunnugur og Ameríka eða Marz eða vetrarbrautin. István fer með f jölskylduna á veðhlaup- in í Longchamps, til Versailles og Fonta- inebleau. Auðvitað borgar Barabás þessar skemmtiferðir. Barabás borgar öll útgjöld og hann tekur það ekkert nærri sér. Út- gjöldin eru ekki mikil, þau fara á ódýr- ustu staðina, ferðast á þriðja farrými, og þegar öliu er á botninn hvolft, verður mað- ur að kynnast landinu, sem maður býr í. Frú Barabás minnist einu sinni aldrei á það, að þau hafi ekki lagt einn einasta eyri í bankann síðan þau kynntust Ist- ván. Anna vinnur sér mikið inn, og börn- in kosta í rauninni ekkert, þau þyrftu einu sinni ekki að gefa þeim kvöldverð, því að skólarnir myndu með glöðu geði sjá fyrir þeim að öllu leyti. Anna fær móður sinni alla peninga sína, samt ekki nú upp á síðkastið, því að hún er orðin fullorðin stúlka — en enginn veit það, að István fær þessa peninga lánaða hjá henni til óákveðins tíma. Anna berst með oddi og egg við ástina. Þessi nýja ást, sem hún verður vör við, er hræðileg og auðmýkjandi. Baráttan er árangurslaus. István er óþokki. Hann veit, hvað hann vill, og það er svo dásamlegt að treysta honum. — Anna, hvers vegna ferðu alltaf til Bardichinov frænda, þegar ég kem hingað ? (Anna ætlar að fara eins og venjulega, en það endar með því, að hún hættir við að fara). — Þykir þér vænt um mig, Anna ? Þú veizt, að mér þykir vænt um þig. Komdu og horfðu í augun á mér. (Það er ekki þægilegt, þegar István kemur við mann, þá er svo freistandi að halla sér upp að honum og gráta). — Þú hefir svo falleg augu, Annuska. Það þýðir ekkert fyrir þig að þykjast vera reið, því að þú getur það ekki. Anna snýr sér undan og reynir að draga að sér hendina. — Lofaðu mér að fara fram í eldhús, ég verð að hjálpa mömmu með kvöldmat- inn. — Þú þarft þess ekki. Pabbi þinn er ekki kominn heim enn. Komdu og seztu við hliðina á mér, Anna. Þú hefir svo fallegan munn, veiztu það? Hann er ólundarlegur og hryggur, en hann mundi strax brosa, ef þú vildir lofa mér að kyssa Þig- — Nei! Slepptu mér, István! Annars kalla ég á mömmu. — Ég gæti kysst þig, ef ég vildi, Anna. Ég er sterkari en þú. Vittu, hvort þú getur losað þig. En ég ætla ekki að kyssa þig, fyrr en þú leyfir mér það. Langar þig til þess, en þorir ekki að segja það? Sjáðu, munnurinn á mér er hérna rétt hjá. Hvers- vegna viltu ekki gera það, sem þig langar til? Ég vil, að þú komir nær. Munnurinn bíður eftir þér, Anna. -— Börnin eru í næsta herbergi . . . — Börnin eru að læra. Þau koma ekki

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.