Vikan


Vikan - 23.03.1939, Síða 18

Vikan - 23.03.1939, Síða 18
18 VIKAN Nr. 12, 19391 FIÐLAN Kári þaut í gegnum þorpið. Hann hafði mikið að gera. Foreldrar hans voru fátækir, svo að Kári varð að hjálpa þeim eins og hann gat. Nú var hann að fara til Gríms gamla, sem bjó hjá skó- smiðnum. Kári fékk tíu aura á dag fyrir að fara í gönguferðir með Grími gamla. Grímur var nefnilega blindur og gat að- eins gengið hjálparlaust um stofuna sína. Grímur gamli var góður maður. Hann var hvorki gramur né önugur, þó að hann væri blindur. Nei, hann var alltaf í bezta skapi, og Kára var sönn ánægja að göngu- ferðunum. Gamli maðurinn var hljóðfæraleikari, þekktasti og mest metni hljóðfæraleikar- inn í sókninni. Áður hafði hann spilað í öllum veizlum, brúðkaupum og danssam- komum. Og enn var hann stundurn beðinn um að spila, þegar fólk vildi gömlu dans- ana. Þó að Grímur .væri bæði gamali og blindur, spilaði hann ágætlega. Hann kunni utan að aUskonar polka, valsa og ræla. Mikið af því hafði hann búið til sjálfur. Það vissu allir, að hann var góðum efn- um búinn. Hann borgaði fyrir sig hjá skó- smiðnum, sem var eitthvað skyldur hon- um. Öllum þótti vænt um Grím. Ekki sízt Kára, og það var ekki bara vegna tíeyr- inganna. Þegar þeir voru á gönguferðum, sagði Grímur honum langar, skemmtileg- ar sögur. Kára fannst, að það væri öllu heldur hann, sem ætti að borga þessar dag- legu ferðir. Þessvegna flýtti hann sér eins og hann gat til að koma ekki of seint til Gríms gamla í dag. Hann hafði verið að höggva eldivið, áður en hann fór og þegar hann kæmi heim, átti hann að taka til í útihús- inu. Kári hafði alltaf nóg að starfa. Hann var nú kominn að húsi skósmiðs- ins og rétt á eftir gekk hann með blinda manninum eftir götunni. Þeir spjölluðu glaðlega saman. Allt í einu sagði Grímur: — Hvaða mánaðardagur er í dag? — Það er 14. marz, svaraði Kári. — Einmitt það, sagði Grímur gamli. — Þá á ég afmæli á morgun. Gettu, hvað ég verð gamall? — Þú ert eitthvað um sextugt, ságði Kári. — Bættu fimmtán við, sagði Grímur gamli hlæjandi, — 75 ára! Svo gamall verð ég, ef ég lifi til morguns. — Það er naumast, sagði Kári. Síðan fóru þeir að tala um eitthvað annað. Þegar Kári hafði fylgt Grími gamla heim og var sjálfur á heimleið hugsaði hann: Barnasaga. Bara, að ég gæti gefið hon- um eitthvað í afmæhsgjöf. Eitt- hvað, sem hann hefir reglulega gaman að. Kári átti tvær krónur í eigu sinni. Þegar hann kom heim, tal- aði hann við mömmu sína um málið. Hann langaði til að kaupa eitthvað handa Grími gamla fyrir tvær krónurnar sínar. — Hvað ætti það að vera? spurði móðir hans. — Maðurinn er blindur. En við get- um velt þessu fyrir okkur. Farðu nú að taka til í útihúsinu. Kári þaut af stað. í útihúsinu var lítið herbergi, sem var notað fyrir geymslu. Þar átti hann að taka til. Innst inni var gömul kista full af allskonar drasli. Kári tók allt upp úr henni. Allt í einu hljóp hann inn til mömmu sinnar. — Ég fann þetta í kistunni, sagði hann og rétti fiðlu að mömmu sinni. — Mamma, má ég gefa Grími hana í afmælisgjöf? — Grímur á tvær fiðlur, sagði mamma hans, — og þetta er einskis virði. En kannske getum við selt hana, Kári minn. Kári horfði á fiðluna. Hún var óhrein. Strengirnir voru slitnir. En þetta var fiðla. — Mamma, sagði hann, — mig langar svo til að gefa Grími hana. Og ég á tvær krónur. Má ég ekki kaupa hana af þér? — Þú ert góður drengur, svaraði móðir hans, — jú, ef þú tímir, þá máttu kaupa hana. Það er alveg sama, hvort þú kaupir hana eða skransalinn. Þannig eignaðist Kári fiðluna, og daginn eftir gaf hann vini sínum hana. — Þetta var falleg gjöf, sagði Grímur gamli hrærður, — nú ætla ég að setja í hana nýja strengi og reyna hana. Hann gekk um stofuna eins og maður með fulla sjón. Stuttu síðar stemmdi hann gömlu fiðluna og strauk vingjarnlega með gömlum fiðluboga yfir nýju strengina. Hann spilaði fjörugan polka. Blindi hljóð- færaleikarinn varð alveg agndofa. — Þetta eru fallegir tónar, sagði hann. — Þeir eru svo mjúkir og hlýir. Þetta er bezta hljóðfæri, sem ég hefi nokkurn tíma leikið á. Hvar fékkstu hana? Kári varð nú að segja honum, að hann hefði fundið hana í gömlu kistunni í úti- húsinu og keypt hana af foreldrum sín- um. — Einmitt það, tautaði gamh maður- inn, — það var fallega gert af þér. Ég Þetta eru fallegir tónar, sagði hann. er að hugsa um að biðja vin minn, sem verzlar með hljóðfæri að skoða þessa fiðlu. Þetta er alveg sérstakt hljóðfæri. Ég hefi aldrei heyrt svcna fallega tóna. Mánuði síðar, þegar Kári var að sækja Grím gamla til að fara með honum út, sagði Grímur við hann. — Fylgdu mér heim til þín. Ég þarf að tala dálítið við foreldra þína. Hálftíma. síðar sátu þeir heima hjá Kára. — Kári gaf mér fiðlu í afmælisgjöf, sagði hann. — Já, sagði mamma Kára. —. Ég lét skoða fiðluna, hélt hljóðfæra- leikarinn áfram, — og hún er alltof góð handa mér. Þess vegna seldi ég hana. — Já. Auðvitað máttir þú gera við hana hvað sem þú vildir, sagði pabbi Kára. „Þú átt fiðluna. — Ég fékk átta þúsund krónur fyrir hana, sagði Grímur gamh. Hvernig hún hefir komizt til ykkar, hefi ég enga hug- mynd um, en ég veit, að ég á nóg til að lifa af og að ég er heiðarlegur maður. Þess vegna ætla ég að láta ykkur fá pen- ingana og Kári á að njóta góðs af þeim. Hann er góður drengur. Gjörið þið svo vel, hér eru peningarnir. — En þú átt fiðluna, sagði pabbi Kára. — Ef Kári hefði ekki keypt hana, hefði skransalinn gert það. — Áreiðanlega, sagði Grímur gamli hlæjandi, — en nú keypti skransalinn hana ekki, svo að ég ætla að gefa ykkur hana. — Já, en þá fékkstu enga afmælisgjöf frá mér, sagði Kári. — Jú, góði minn, sagði Grímur gamli. — Þú hefir sýnt mér, að þér þykir vænt um mig. Það er sú bezta gjöf, sem hægt er að fá. — Átta þúsund krónur, tautaði pabbi Kára. — Þá er okkur borgið. — Fylgdu mér nú heim, Kári minn, sagði Grímur gamh. Gamli hljóðfæraleikarinn gekk nú heim til sín við hliðina á Kára, sem vissi varla, hvort þetta var vaka eða draumur. En þetta var veruleiki. Allt!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.