Vikan


Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 16, 1939 „Halla mín! Sérðu daginn, sem er að rísa. — Þú ert ein af hinum dýrmætu afmælisgjöfum, sem sonur minn hefir gefið mér i þetta skipti.“ þessa manns, óskar þú ekki að sonur þinn fremji sama bragðið, sem hann framdi við þig? Óskar þú saklausri stúlku sömu kvalanna, sem þú hefir orðið að þola vegna mannsins, sem þú unnir? Gerður hafði snúið sér við í dyrunum og starði á son sinn, sem einnig horfði á hana. Hann sneri sér við, greip hatt sinn og frakka. — Góða nótt, mamma mín, sagði hann blíðri röddu. Grímur. gekk gegnum þorpið og hugsaði um, hvort mótlætið hefði gert móður sína tilfinningalausa. Hann hugsaði um, hvemig móður sinni myndi hafa orðið við, ef hann hefði lokið setningunni: — af því að faðir hennar liggur fyrir dauðanum. Hann opnaði hljóðlega dymar á litlu en snotru húsi og gekk inn. Inni sat Halla við beð föður síns, en læknirinn stóð skammt frá. Þegar hann sá Grím, gekk hann á móti honum og mælti svo lágt, að Halla heyrði ekki: — Viltu ekki vera hér í nótt. Bata er ekki að vænta. Lungnabólgan er svo ill- kynjuð. Sjúklingar bíða mín annarsstaðar, en hér get ég ekki meira gert. Ég gaf hon- um sprautu til þess að lina. þjáningarnar. Grímur játaði, og læknirinn fór. Þau sátu þögul, meðan sjúklingurinn bylti sér í óráðinu. — Halla, sagði hann allt í einu lágt en skýrt, eftir að hafa legið kyrr nokkurn tíma. — Hver er þetta,? Er það Grímur? Gleðisvip brá fyrir á ásjónu hans. — Biddu hann að fara fram augnablik. Grímur heyrði það og gekk fram. — Halla mín, nú er ég að kveðja þig og . . . og . . . Viltu bera móður hans Gríms kveðju mína. Kysstu hana á ennið frá mér. Halla mín, veiztu, að ég hefi elskað tvær konur samtímis um æfina. Ég elskaði móður Gríms, áður en ég kynntist móður þinni. Ástsnautt var hjónaband mitt ekki. Ég hefi elskað hana, og nú fæ ég bráðum að sjá hana. Ég er orsök að óham- ingju Gerðar. Vertu Grími góð. Bættu fyr- ir misgjörð mína við móður hans. Lánaðu mér penna og blað, Halla mín. Með hönd, sem titraði af sótthita, skrif- aði sjúklingurinn á blaðið. Halla sat á stól — of yfirkomin til þess að geta hugsað. — Halla, komdu hérna og lofaðu mér að kyssa þig, elsku barn. Fáðu Gerði þetta. Hann rétti henni blaðið, en hún lagði það á borðið, og lagfærði koddann, sem var rakur af svita. — Biddu Grím að tala við mig, og komdu ekki fyrr en hann kallar á þig. Guð blessi þig. Skjálfandi af niðurbældum grát gekk hún fram, en Grímur kom inn. — Grímur! Sjúkhngurinn rétti fram máttfama höndina, sem Grímur tók í sína. — Veiztu, hvað ég hefi gert henni móður þinni? Eftirvænting skein út úr svip hans. — Ég fékk að vita . . . mamma sagði mér það í kvöld. Það hittist svona á. Hún veit ekki, að þú sért . . . að þú ert veikur. — Að ég sé að deyja, skaltu bara segja, sagði sjúklingurinn með veiku brosi. — Við töluðum saman í kvöld. — Hún hefir fyrirgefið þér. Grímur horfði í augu sjúklingsins á meðan hann talaði þessi ósannindi. Sjúklingurinn reisti höfuðið frá koddan- um og spurði andvarpandi: — Hefir hún . . . ? Grímur, komdu með blaðið, og hann benti á borðið. Nokkrum orðum var bætt við á blaðið, svo féll höndin máttlaus niður á sængina og höfuðið hné á koddann. Grímur opnaði hurðina og Halla skauzt inn. Sjúklingur- inn opnaði augun snöggvast, leit á þau og bærði varirnar. Síðan lokuðust augun hægt.----------- Hálfri stundu síðar gekk stúlka ein síns liðs heim að húsinu utanvert á eyrinni. Það var komið undir morgun. Ljós var í stofu Gerðar. Halla gekk upp stigann, drap létt á dyr og gekk inn. Gerður sat og beið eftir syni sínum. Henni hnykkti við, er hún sá, hver komin var. Kringum augun, sem voru rauðleit, lágu dökkir baugar. Orð sonar hennar höfðu ekki gert henni svefn- samt. — Gott kvöld! — Halla hafði ekki áttað sig á því, að komið var undir morgun. Þögul rétti hún Gerði pappírsörk. Gerður horfði augnablik á hana, síðan braut hún blaðið sundur. Halla horfði stöðugt á Gerði. Gerður! Geturðu gleymt. Geturðu (strikað yfir orðið). Ein yfirsjón, sem ég gerði, kostaði þig lífsgleðina og mig sálar- friðinn. Halla er hálfu ári eldri en son- ur þinn. Ég gat ekki brugðist móður hennar. Ég fór að elska hana eftir að ég giftist henni. Síðan hefi ég elskað tvær konur. Gerður! Ef þú getur, viltu þá fyrirgefa ? Ég kveð þig. Halla ber kveðjuna. Gerður! Gerður! Grímur segir, að Framh. á bls. 21. t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.