Vikan


Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 6

Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 6
6 VIKAN Nr. 17, 1939 Jim litli vili lika verða eimreiðarstjóri, en hann er steinhissa þegar hann ber þessa risaeimreið saman við sína. — Nú á tímum er hraðinn fyrir öllu, kallar lestarstjórinn til mín. — Ég man eftir því, þegar þeir fóru fjrrst á einum sólarhring frá New York til Chicago. Það þótti mikill viðburður þá. Á hverri stöð var fullt af fólki, sem vildi sjá hraðlestina fara fram hjá. Nú er- um við aðeins 16 tíma. — Segið mér, þessar straumlín- ur. Eru þær til skrauts eða auka þær hraðann? spyr ég. — Ef hraðinn er undir 80 km., eru þær gagnslausar. En sé hann meiri — og það er hann oftast —•, eru þær til mikillar hjálpar. Hann skýrir mér frá því, að verkfræðingar járnbrautafélagsins geri tilraunir með nákvæmar lest- arfyrirmyndir, áður en þeir ákveði, hvaða straumlínutegund eigi að nota. Önnur amerísk járnbrautafélög hafa líka straumlínulestir. Fyrir ofan borð í einni ferðaskrifstof- unni hangir spjald með þessum orðum: Ferðist með lest framtíð- arinnar! Ein hinna ungu af- greiðslustúlkna nefnir nöfnin á nokkrum af þessum lestum: Sólar- lagið, Græni gimsteinninn, Colum- bine, Hiawatha, Abraham Lincoln, Argonauten, allt glæsileg og skáld- leg nöfn. Og hún heldur áfram: Ak-Sar-Ben, Mark Twain Zefyr, Fjalla-svalan, Super Chief og The Royal Blue. Við skulum athuga einhverja af lestum framtíðarinnar. Við veljum Mark Twain Zefyr. Hún stendur á stöðinni. Hið ryðfría stál glitrar eins og gimsteinn. Þvert yfir gler- rúðumar á aftasta vagninum stendur með stórum stöfum: Mark Twain. Lestinni er skipt í einstaka vagna, sem hver hefir sitt nafn. Hin fullkomna straumlínu-eimreið „Royal Blue“ fer yfir hina 102 ára gömlu Thomas-brú á Patapsco-fljóti á leiðinni Washington-Baltimore-Chicago.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.