Vikan


Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 21
Nr. 17, 1939 VIK AN 21 KRAFTAVERKIÐ. Frh. af bls 9. senda neitt te upp til hennar á morgn- ana, og ef hann var að ganga um beina við borðið, þá hljóp hann yfir hana. — Nú, það var dálaglegt. Hvernig fóruð þið að þessu? — Matilda fékk matinn sinn, þó skrykkjótt væri. En það var álitið bezt fyrir hana að forða sér. Það var það eina, sem hægt var að gera, sagði Clovis með áherzlu. — Það hefði ég ekki gert, sagði Jane. — Ég hefði reynt að láta sem ekkert væri. Ég hefði ábyggilega ekki farið burt. Clovis hnykklaði brúnirnar. — Það er vissara að vara sig á fólki, sem gengur með svona hugmyndir. Það er ómögulegt að reikna út hvað það getur tekið upp á, ef slakað er á við það. — Þú meinar þó ekki að hann geti orðið hættulegur, er það? spurði Jane dálítið óróleg. — Það getur maður aldrei verið viss um, sagði Clovis. — Stundum dettur hon- um einhver vitleysa í hug um fólk, sem gæti endað með skelfingu. Það er einmitt út af því, sem ég er dálítið kvíðinn núna. — Hvað segirðu, er hann farinn að ímynda sér eitthvað um einhvern gestinn, sem er hér núna? spurði Jane áköf. En hvað það er spennandi! Góði segðu mér hver það er. — Þú, sagði Clovis stuttaralega. — Ég? Clovis kinkaði kolli. — Og hver heldur hann að ég sé? — Anna drottning, var svarið. — Anna drottning! En sú hugmynd. En þ>að er að minnsta kosti ekkert hættulegt við hana. Hún er svo ósköp lítið áberandi persóna. — Hvað segja menn aðallega um Önnu ■drottingu nú á tímum? spurði Clovis dálítið hörkulega. — Það eina, sem ég man eftir um hana, er orðtækið „Anna drottning er dauð“, sagði Jane. — Alveg rétt, dauð, sagði Clovis og starði á glasið sitt, sem var tómt. — Meinarðu að hann haldi að ég sé .andi Önnu drottningar? spurði Jane. — Andi? Nei, síður en svo. Hvaða andi heldurðu að komi niður eldsnemma á morgnana til að borða nýrnastykki og ristað brauð og hunang með beztu lyst. Nei, það er það, að þú ert svona sérstak- lega lifandi og frísk, sem ruglar hann og ergir. Allt sitt líf hefir hann vanist því, að líta á Önnu drottningu sem ímynd alls þess, sem er dautt og búið að vera, „eins dautt eins og Anna drottning", skilurðu? Og nú verður hann að hella í glasið þitt við hverja máltíð, og hlusta á þig segja frá, hvað gaman hafi verið á hestasýning- unni í Dublin. — En ekki fer hann að f jandskapast við mig út af því, helduðu það? spurði Jane óróleg. — Ég varð ekki verulega skelkaður fyrr en við hádegisverðinn í dag, sagði Clovis. Ég sá hann horfa á þig með heift- úðugu augnaráði og heyrði hann tauta: „Ætti að vera dauð fyrir löngu síðan, og það ætti einhver að sjá til þess, að hún væri það.“ Þess vegna minntist ég á það við þig. — Þetta er voðalegt, sagði Jane. — Það verður að segja henni móður þinni frá þessu tafarlaust. — Móðir mín má ekkert vita um þetta, sagði Clovis alvörugefinn. -— Það myndi fá afskaplega mikið á hana. Hún treystir Sturridge í einu og öllu. -— En hann getur drepið mig hvenær sem er, mótmælti Jane. — Ekki hvenær sem er. Hann er önnum kafinn við silfurborðbúnaðinn allan seinni hluta dags. — Þú verður að vera stöðugt á varð- bergi og vera viðbúinn að koma í veg fyrir hverskonar morðtilraunir, sagði Jane og hélt síðan áfram með veikri en þrjózkulegri rödd: — Þetta er voðaleg aðstaða, að vera með brjálaðan bryta hangandi yfir sér eins og Damoclesarsverð, en ekki dettur mér samt í hug að flýja. Clovis bölvaði voðalega í hljóði. Krafta- verkið ætlaði bersýnilega að fara út um þúfur. Clovis datt snjallræði í hug morguninn eftir, þegar hann stóð í anddyrinu og var að fægja ryðbletti af gamalli golf-kylfu. — Hvar er ungfrú Martlet? spurði hann brytann, þegar hann gekk þar fram hjá. — Hún er að skrifa bréf í setustofunni, SKYLDAN---------- Frh. af bls. 10. Hann lét nokkrar fallegar rósir í körf- una og fór inn í veitingasalinn. Hljómsveitin spílaði, og nokkrir dönsuðu fram hjá honum. Bárður stanzaði snöggv- ast í einu horninu og leit yfir salinn. Þar sátu nokkrir karlmenn að snæðingi — ekkert myndu þeir kaupa. Þarna var mað- ur með konu, en hann sá undir eins, að hún mundi vera kona hans. Menn kaupa ekki dýrar rósir á veitingahúsi handa konum sínum. Hljómsveitin þagnaði, og Bárður gekk hægt að ungu fólki. Það var listin að ganga hægt og láta manninn verða að kaupa eina eða tvær rósir handa stúlkunni. Hann horfði á manninn. Þetta var ungur maður, sem hafði boðið unnustu sinni út. Hér var of fínt fyrir þau. Þau voru bæði feimin og vandræðaleg. Bárður nam andartak staðar við borðið. Ungi maðurinn valdi stærstu rósina og lagði hana fyrir framan stúlkuna. Hún roðnaði og þakkaði fyrir brosandi. Bárður lagði auðvitað 60% á verðið, og maðurinn borgaði möglunarlaust. Þar að auki gaf hann drykkjupeninga. Bárður leið um salinn. Stundum nam hann staðar við eitthvert borðið. Það var listin að hitta á það fólk, sem hélt, að herra minn, sagði Sturridge. Það vissi spyrjandinn raunar áður. — Hana langar til að teikna upp áletr- unina á gamla riddarasverðinu þarna, sagði Clovis, og benti á hið æruverða vopn, sem hékk á veggnum. Viljið þér færa henni það, ég er svo kámugur á höndunum. Þér skuluð taka það úr slíðrunum. Brytinn brá sverðinu, sem enn var bit- urt, þótt gamalt væri, og fór með það inn í setustofuna. Það voru dyr nálægt skrif- borðinu, sem lágu út að eldhússtiganum. Jane hvarf út um þær með slíkum leiftur- hraða, að brytinn var ekki viss um, að hún hefði séð hann koma inn. Hálfri stundu síðar keyrði Clovis hana og allt hennar hafurtask til járnbrautarstöðvar- innar. Hina ,,ungu“ Jane! — Móðir mín verður mjög leið, þegar hún kemur heim úr reiðtúrnum og fréttir að þú ert farin, sagði hann við gestinn, sem var á förum. — En ég finn upp ein- hverja sögu um áríðandi símskeyti, sem hafi kallað þig burt. Það þýðir ekkert að hræða hana að ástæðulausu með Sturr- idge. Jane fussaði svolítið að hugmyndum Clovis um ástæðulausa hræðslu og var nærri því ókurteis við piltinn, sem kom til að bjóða nestiskörfur. Kraftaverkið kom ekki að fullu gagni fyrir þá sök, að Dóra skrifaði sama dag og frestaði heimsókninni. En hvað um það. Clovis hefir metið sem eini maðurinn, sem nokkurn tíma hefir drifið Jane Martlet fram úr ferðaáætlun sinni. það yrði að kaupa blóm. Salan gekk vel í kvöld. — Jæja, hvernig gekk? spurði dyra- vörðurinn, þegar blómasalinn var að fara út. — O, svona, sagði Bárður. Hann borg- aði dyraverðinum fyrir að hleypa sér inn. — Það er ekki eins og í gamla daga, þegar fólk hafði nóga peninga. Ég kem aftur, ef þér viljið hleypa mér inn. Bárður reikaði frá einu veitingahúsinu til annars. Hann var aðeins lítill maður, sem seldi rósir. Það var orðið áliðið, þegar Bárður kom frá síðasta næturskemmtistaðnum, og það var farið að birta, þegar hann ók heim á hjólinu sínu með tóma körfuna. Nú fengi hann bita, þegar hann kæmi heim. Konan hans færði honum matinn. — Var Karl við lestur? spurði Bárður. — Já, hann las þangað til ég rak hann í rúmið, sagði María. — Heldurðu, að þú sért ekki of strangur við hann, góði minn? — María, þú veizt, hvaða álit ég hefi á unga fólkinu, sagði Bárður. — Þarna situr það öll kvöld á knæpum og slæpist. Ég er skyldurækinn maður og ætlast til, að sonur minn verði það líka. Ef nokkur þekkir heiminn, þá er það ég. Karl skal verða að gegna skyldu sinni, eins og ég hefi gert.-----Það er ákvarðað!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.