Vikan


Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 9
Nr. 17, 1939 VIKAN 9 Kraftaverkið. — Dóra Bittholz kemur á fimmtudag- inn, sagði frú Sangrail. — Á fimmtudaginn kemur? spurði Clovis. Móðir hans kinkaði kolli. — Þarna ertu komin í laglega klípu, sagði hann hlæjandi. Jane Martlet hefir aðeins verið hérna í fimm daga, og hún er aldrei minna en hálfan mánuð um kyrrt, jafnvel þótt hún hafi skýrt og skorinort verið boðin að dvelja í viku. Þú kemur henni aldrei út úr húsinu fyrir fimmtu- dag. — Því ætti ég að gera það? spurði frú Sangrail. Hún og Dóra eru góðar vinkon- ur, eða hvað? Það minnir mig að minnsta kosti að þær væru. — Þær voru það, en það gerir þær ein- mitt enn þá beizkari nú. Báðum finnst að þær hafi hlúð að höggormi við barm sinn. Ekkert vekur jafn mikla óvild og gremju, eins og sú uppgötvun, að barmur manns hafi verið notaður sem hressingarhæli fyr- ir slöngur. — En hvað hefir komið fyrir ? Hefir ein- hver gert einhverja bölvun af sér. — Nei, ekki beinlínis, sagði Clovis. Það komst að vísu hæna upp á milli þeirra. — Hæna? Hvaða hæna? — Það var einhver forlátagripur, brún Leghornhæna eða einhver þess háttar sjaldgæf tegund, og Dóra seldi Jane hana víst fyrir heldur sjaldgæft verð. Þú veizt að þær stunda báðar verðlauna-alifugla- rækt, og Jane hélt að hún fengi peningana aftur með renntum í stórri fjölskyldu af fyrsta flokks kjúklingum. En svo reyndist fuglinn vera frábitinn eggjavarpi, og mér er sagt að bréfin, sem þær hafa skipst á síðan séu met í því, hve miklum formæl- ingum sé hægt að koma á eitt bréfsefni. — Hvílík endemis vitleysa! sagði frú Sangrail. — Gat ekki einhver af kunningj- um þeirra gengið í milli og sætt þær? — Það var reynt, sagði Clovis. — En það gekk víst ekki sérlega vel. Jane var fús til að taka aftur allra hróplegustu meiðyrðin, ef Dóra tæki hænuna aftur, en Dóra sagði, að það væri það sama og að viðurkenna að hún hefði á röngu að standa, og það veistu, að hún myndi síðast af öllu viðurkenna. — Þetta eru ljótu vandræðin, sagði frú Sangrail. — Heldurðu að þær fáist ekki til að tala saman? — Þvert á móti. Vandinn verður að fá þær til að hætta að tala saman. Samtal þeirra um hegðun og hugarfar hvorrar annarrar hefir hingað til orðið að miðast við það, að ekki er hægt að senda nema 20 grömm af óþvegnum sannleika með póstinum fyrir 10 aura. — Ég get ekki sent Dóru afboð, sagði frú Sangrail. — Ég hefi þegar einu sinni frestað heimsókn hennar, og kraftaverk er það, ef hin ,,ungborna“ Jane fæst til að fara áður en hálfur mánuður er liðinn. — Ég hefi orð fyrir að geta gert krafta- verk, sagði Clovis. — Ég viðurkenni, að ég er heldur vondaufur í þessu tilfelli, en ég skal gera það, sem ég get. — En, blessaður þvældu mér ekki inn í það, bað móðir hans. * — Þjónustufólk er vandræðafólk, muldr- aði Clovis. Það var eftir hádegið, að hann sat í reykingastofunni og talaði við Jane Martlet á meðan hann blandaði ,,cocktail“ sem hann hafði sjálfur fundið upp og nefnt: Ellen Wheeler Wilcox. Hann var blandaður úr gömlu koni- aki og curacao-líkjör. Ýmislegt fleira var í hann sett, en það var ekki látið uppi við óviðkomandi. — Þjónustuf ólk, vand- ræðafólk, hrópaði Jane og hoppaði inn í samtalið him- inlifandi eins og gæðingur, þegar hann fer út af þjóð- veginum og finnur gras undir hófunum. — Ja, það hefði ég nú haldið! Þú gætir ekki trúað því, hvað ég hefi átt erfitt með að fá fólk, sem mér fellur við. — En ég get ekki séð, hvað þið hafið að kvarta yfir. Hún móðir þín er svo fjarska heppin með þjón- ustufólk. Hann Sturridge, til dæmis. Hann hefir verið hjá ykkur í mörg ár, og ég er viss um, að hann er alveg fyrirmyndar bryti. — Það er einmitt vandræðin, sagði Clovis. — Fólk, sem er búið að vera hjá manni árum saman, er engin leið að eiga við. Það gerir ekkert með þá sem koma í dag og fara á morgun, það er bara að fá aðra í staðinn. Það er fyrirmyndar- fólkið, sem gerir brellurnar. — En ef það gerir verk sín vel----- — Það getur gert brellur fyrir því. Þú minntist á Sturridge áðan. Það var Sturr- idge, sem ég var sérstaklega að hugsa um, þegar ég sagði, að þjónustufólk væri vand- ræðafólk. — Hinn ágæti Sturridge — vandræða- maður! Því get ég ekki trúað. — Ég veit að hann er ágætur, og að við gætum alls ekki án hans verið. Hann er eina áreiðanlega manneskjan á þessu heim- Smásaga eftir H. H. Munro (,,Saki“). ih, og allt væri á öðrum endanum, ef hans nyti ekki við. En reglusemi hans hefir haft einkennileg áhrif á hann. Hefirðu nokkurntíma hugsað um, hvernig það sé, að vera alltaf að gera það rétta á réttan hátt, meiri hluta æfinnar? Að vita, skipa fyrir og sjá um, hvaða hnífapör, glös og borðdúka á að nota við hvert tækifæri, að hafa vínkjallarann, búrið og diskaskáp- inn undir nákvæmri og stöðugri umsjá, að vera hljóðlaus, ósýnilegur, allsstaðar ná- lægur og alvitur í öllu, sem við kemur starfi manns? — Ég yrði geggjuð, sagði Jane með sannfæringu. — Alveg rétt, sagði Clovis, hugsandi, og saup á Ellen Wheeler Wilcox-cocktailnum. — En Sturridge er ekki geggjaður, sagði Jane með vott af spurningarhreim í röddinni. — Á flestum sviðum er hann algjörlega heilbrigður og áreiðanlegur, sagði Clovis. — En stundum fær hann einkennilegar hugmyndir, sem ómögulegt er að hafa hann ofan af, og þá er hann verulegur vandræðamaður. — Hvers konar hugmyndir? — Því miður varða þær vanalega ein- hvern gest á heimilinr og þess vegna er þetta svo óþægilegt. Einu sinni fékk hann til dæmis þá flugu í hausinn, að Matilda Sheringham væri spámaðurinn Elías, en þar sem hann mundi ekki eftir öðru úr sögu Elíastar, en kaflanum um hrafnana í eyði- mörkinni, þá neitaði hann algjörlega að skipta sér af því, hvernig Matilda fengi sitt daglega lífsviðurværi, vildi ekki láta Framh. á bls. 21. Þjónustufólk er vandræðafólk, muldraði Clovis . . .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.