Vikan


Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 20

Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 20
20 VIKAN Nr. 17, 1939 Þeir fengu fisk og búðing — alveg eins og á afmælisdaginn. En nú borðaði Gunn- ar vel, og Haukur var reglulega ánægður, þegar Gunnar rétti honum hendina og sagði: — Ég þakka þér kærlega fyrir þennan ágæta mat og björgunina, Haukur. — Flýttu þér nú heim, áður en dimmir meir. Bátinn getur þú sótt seinna. Ég skal gæta hans, sagði Haukur og tók fast í hendina á Gunnari.-------- Örlögin höguðu þvi þannig, að Gunnar og Haukur fóru báðir til sjós þegar þeir höfðu lokið námi. Nokkrum árum síðar voru þeir á sama skipi, Gunnar háseti, en Haukur matsveinn. Oft, þegar þeir lágu inni á höfnum, kom Gunnar niður í káetu og sagði: — Heyrðu, Haukur, búðu til búðing í dag, það er sunnudagur. Og Haukur bjó til ósvikinn sjómanna- búðing úr hrísmjöli og rúsínum. Síðan sátu vinirnir saman niðri í káetunni og spjölluðu og voru alveg sammála um, að þetta væri ósvikinn búðingur. STKAUMLÍNU EIMREIÐIR. Frh. af bis. 7. afla dieselvél. Mér hefir verið sagt, að hann hafi áður verið lestarstjóri á eim- reið og hugsa: Hvaða vit hefir hann á dieselvél ? Það var eins og fylgdarmaður minn hafi lesið hugsun mína, því að hann segir: — Allir lestarstjórar okkar hafa áður stjómað eimreiðum. Það er því enginn vandi fyrir þá að læra á dieselvél. Þeir þurfa að þekkja leiðina vel, hverja brekku og beygju. Mig furðar á hinum jafna gangi diesel- vélarinnar. Mér finnst eins og ég sitji við hlið bílstjóra, sem ekur eftir sléttum, stein- steyptum vegi. Lestarstjórinn athugar merkin og teinana rólega. Hraðamælirinn sýnir 95 km., síðan 120. Nokkrum mínútum síðar sýnir hann 145, og loks 155 km. Lestarstjórinn tekur eftir undrun minni og segir: — Við gætum vel ekið með yfir 160 km. hraða, en þess gerist ekki þörf. Ég tek eftir því, að allan tímann hvílir annað hvort hendi hans eða fótur á hnappi. — Hvað er þetta? spyr ég. Lestarstjórinn brosir. Hann hefir feng- ið skipun um að svara öllum spurningum mínum, þó að honum finnist þær barna- legar, og hann segir: — Það er neyðarhnappurinn. Ef ég sleppti honum, myndi straumurinn slitna og neyðar-öryggin láta eftir. Það er að segja, ef liði yfir mig eða ég yrði bráð- kvaddur, myndi lestin stanza af sjálfu sér. — Skyldu þær bera sig fjárhagslega þessar lestir, sem kosta eina milljón doll- ara? — Já, það gera þær áreiðanlega. — New York-Washington-línan ekur alltaf með fulla lest. Og New York-Phila- delphiu-leiðin er efalaust f jölfarnasta leið- in, sagði verkfræðingur í Pensylvaníu- járnbrautafélaginu. — Við erum alltaf að bæta við okkur lestum. Því miður er einn stór galli á straum- línu-hraðlestunum: hvað sætinerufá.Fólki verður gramt í geði, þegar allt er uppselt, stundum mörgum dögum áður en lestirnar fara. Þá fer það með flugvél eða bíl. Flugvélar og bifreiðar keppa við járn- brautirnar. Þess vegna hafa mörg járn- brautarfélög komið sér upp bílastöðvum. Við þjótum fram hjá vegamótum. Hóp- ur af fólki, menn, konur og börn, veifa og hrópa til okkar. Mér þótti þetta kynleg sjón í Ameríku, þar sem ég hélt, að fólk yrði aldrei hissa. Ég spyr fylgdarmann- inn, hvort þetta sé algengt. — Það er sjaldgæft á þessum slóðum, segir hann. — En í vestur-ríkjunum er það blátt áfram venja, að fólk komi á stöðvarnar til að sjá lestirnar þjóta fram hjá. Það kemur gangandi, í eldgömlum bílum eða hestkerrum til að sjá Mark Twain Zefyr eða Hiawatha þjóta fram hjá. En mesta hrifningu vekur það, þegar risa- eimreiðarnar koma drynjandi og spúandi rauðum neistum ok svörtum kolareyk. -—■ Þá æpa bændurnir húrra og kasta höttun- um sínum upp í loftið. Fyrir átta árum spáði Atterbury, for- stjóri Pensylvaníu-járnbrautarfélagsins, nokkru, sem þá vakti almenna kæti. Hann spáði því, að eftir nokkur ár mundi verzl- unarmaður, sem væri staddur í lest frá New York til Chicago, geta hringt til verzlunarmanns í New York. Ef maður- inn í New York væri staddur um borð í gufuskipi úti á miðju Atlantshafi á leið til Parísar, mundi lestarfarþeginn geta hringt upp aðra stöð og fengið samband við gufu- skipið. Og þegar það væri til, gætu þessir tveir menn rætt í næði verzlunarmál sín. — Þetta var hlægileg hugsun fyrir átta ár- um. Nú er þetta komið fram. Maður tek- ur símann og biður um Tokio, Manila, Buenos Aires, Kaupmannahöfn eða Reykjavík. Undir eins og f jarsýnistækin verða til- búin, verða þau sett í járnbrautirnar. Ég spái því, að eftir nokkur ár geti menn séð úr hraðlest í Ameríku krýningu indversks höfðingja eða eitthvað þess háttar. I lestinni er líka bréfritari. — Hefir hann nokkuð að gera? spyr ég. — Já, svarar fylgdarmaðurinn, — hann hefir nóg að gera. Nýlega voru hér með frægur kvikmyndastjóri, rithöfundur og nokkrir leikarar frá Hollywood. Bréfrit- arinn varð að skrifa handrit fyrir þá. Þegar allt stóð sem hæst urðu fram- kvæmdastjórinn og rithöfundurinn ósam- mála um eitthvað, en bréfritarinn kom þá með uppástungu, svo að báðir máttu vel við una. Og þá voru þessir erfiðleikar yfir- unnir. Framkvæmdastjóranum leizt svo vel á bréfritarann, að hann gaf honum mikla peninga og bauð honum atvinnu hjá sér í Hollywood. En það vildi hann ekki. Staða hans hér er miklu öruggari. Þrátt fyrir þessar framfarir, hefir jám- brautarfélögunum verið borið það á brýn, að þau væm að falla í dá, hvað vísinda- legum tilraunum viðvíkur. En þessi ásök- un er ósanngjörn. Stærri járnbrautarfélög- in hafa rannsóknarstofur og hóp af mönn- um til að gera tilraunir. 1 öllum Bandaríkjunum gera bæði járn- brautar- og bílafélög tilraunir með nýjar og nýjar tegundir af farþega- og flutn- ingsvögnum. — Takið þið þessa vagna og mölbrjótið þá. Reynið þið, hvað þeir þola! Verkfræðingar taka til að reyna vagn- ana. Þeir fara upp í brekkur og taka krappar beygjur með vaxandi hraða. Það kemur fyrir, að vagnarnir fara út af. Aðeins 6—8% af orku þeirri, sem mynd- ast í katli eimreiðarinnar koma að notum. Öll jámbrautarfélög eru á eitt sátt um það, að fyrr eða síðar verði að koma í veg fyrir slíkt orkutap. Og svo langt er komið að sýnilegt er, að rafmagnið muni verða bezt til þess fallið. Pensylvaníu-járnbraut- arfélagið hefir eytt 100 milljónum dollara í þeim tilgangi. Rafmagnseimreiðir félagsins eru geypi- stórar. Hin nýja tegund — GG-7, en í henni eru 58 vélar, vegur jafn mikið og 164 stórir strætisvagnar. Ef hún væri reist upp á annan endann, myndi hún vera hærri en 7-hæða hátt hús. Á henni eru 20 hjól. En frambúðar hugsjónin er ekki, að hvert félag eigi 12 stöðvar, heldur stórt mastur í miðjum Bandaríkjunum, og að þaðan gangi raforka, sem hægt sé að setja í samband við lestirnar. Er þegar byrjað að gera tilraunir í þessa átt. Sá tími mun koma, að þessi framtíðar- draumur verður að veruleika. Lestirnar munu þjóta í gegnum Bandaríkin með svo miklum hraða, að okkur hefir ekki einu sinni getað dottið hann í hug. Eftir tíu eða tuttugu ár — eða kann- ske nokkra mánuði verður allt breytt. Hvað vitum við ? Dularfyllstu og skemmti- legustu tilraunirnar á rannsóknarstofum járnbrautanna fær enginn að sjá. Heimur framtíðarinnar fær að sjá árangurinn . Komandi kynslóðir munu hlæja að því, hvað við höfum verið klunnaleg og hæg- fara. Ef til vill gera þær gys að því, að afar þeirra hafi farið með straumlínulest- um eftir stálteinum með aðeins 160 km. hraða á klukkustund. Bóndinn (kenndur og kátur í veizlu son- ar síns): — Borðið þér nú duglega, prest- ur góður, þangað til þér springið. Þér megið vera vissir um það, að ég uni yður þess. Betlarinn hafði misst annan fótinn og gekk við hækju. Hann gengur að húsi, hringir og húsfreyja kemur til dyra. Hann: — Góða frú, ég hefi misst annan fótinn------- Hún: — Ég hefi ekki fundið hann. Síðan skellti hún hurðinni í lás.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.