Vikan


Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 4

Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 4
4 VI K A N Nr. 17, 1939 Eimvagninn sem knýr hraðlestina milli New York og Chicago á 16 klukkustundum. Þetta straumlínulagaða, skínandi stál-ferlíki er eitt af hinum dásamlegu furðuverkum Ameríkumanna. Það er eimvagninn, sem knýr hraðlestina milli New York og Chicago. Sú hraðlest hefir verið nefnd „Queen Mary landsbyggðarinnar“, vegna hinna íburðamiklu þæginda, sem hún hefir upp á að bjóða, og þess feikilega hraða, sem hún hefir náð. Þessi Hudson-eimvagn hefir 4700 hestafla vél, og er hálfri klukkustund skemur á leiðinni milli enda- stöðva, en hinn fyrri var. Hálftíma hraðaaukning kann að þykja næsta lítil á svo löngum vegi, en það er þó spor í áttina, að senn muni þjóta um jörð- ina jafn hraðskreið samgöngutæki og flugvélarnar í loftinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.