Vikan


Vikan - 27.04.1939, Page 4

Vikan - 27.04.1939, Page 4
4 VI K A N Nr. 17, 1939 Eimvagninn sem knýr hraðlestina milli New York og Chicago á 16 klukkustundum. Þetta straumlínulagaða, skínandi stál-ferlíki er eitt af hinum dásamlegu furðuverkum Ameríkumanna. Það er eimvagninn, sem knýr hraðlestina milli New York og Chicago. Sú hraðlest hefir verið nefnd „Queen Mary landsbyggðarinnar“, vegna hinna íburðamiklu þæginda, sem hún hefir upp á að bjóða, og þess feikilega hraða, sem hún hefir náð. Þessi Hudson-eimvagn hefir 4700 hestafla vél, og er hálfri klukkustund skemur á leiðinni milli enda- stöðva, en hinn fyrri var. Hálftíma hraðaaukning kann að þykja næsta lítil á svo löngum vegi, en það er þó spor í áttina, að senn muni þjóta um jörð- ina jafn hraðskreið samgöngutæki og flugvélarnar í loftinu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.