Vikan


Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 18
18 VIK A N Nr. 17, 193® Æfintýri Óla í Afríku. Loksins hafa Óli og liðþjálfinn fundið hvíta fílinn, sem þeir eru að leita að. Óli hefir komið að honum í tjaldbúðum þeirra, og þýtur nú af stað, hrópandi á liðþjálfann, en fíllinn eltir hann. Liðþjálfinn hefir falið sig niðri við vatnið, þar sem Óli sá fílinn fyrst. Honum heyrist kallað. Það hlýtur að vera Óli, en Geir liðþjálfi kemur hvergi auga á hann. Óli er ekkert hræddur við fílinn, hann hleyp- ur aðeins til að ná í liðþjálfann, svo að þeir geti handsamað fílinn í sameiningu. En allt í einu hrasar hann. Fíllinn hefir náð utan um annan fótinn á honum. Um leið og Óli dettur, fær hann högg á höfuðið og verður alveg ruglaður. Hann getur enga mótspymu veitt þegar hvíti fíllinn tekur hann upp og leggur af stað með hann eins og böggul. Hann gengur góða stund, þangað til hann hittir hina fílana. Þá setur hann Óla niður og ýtir honum fram, eins og hann vilji kynna hann fyrir hinum filunum. Óli veit ekki sitt rjúkandi ráð og fer að verða tortrygginn. Hann bjóst ekki við að hitta hvíta fílinn svona og ætlaðist alls ekki til, að hann veiddi sig. En hann fær brátt annað að hugsa um. Litli, hvíti fíllinn stendur fyrir framan hann og hreyfir ranann kynlega. Loksins skilur Óli, að hann vill, að Óli setjist á bakið á sér. Það er ekki um annað að ræða. Nú, þegar fílamir era svona margir, þýðir ekkert að flýja. Fíllinn leggur af stað með hann — hvert? — já, Óla langar til að vita það ------ Villimennimir, sem náðu í hvíta fílinn og gerðu hann að dýrðlingi sínum, og sem síðar reyndu að ná Óla og liðþjálfanum á sitt vald, era nú aftur komnir á vettvang. Hvað skyldu þeir ætla að gera?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.