Vikan


Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 14
14 VIKAN Nr. 17, 1939 i^ýegurd og I3ízka Klœdnaður kvenna frá sjónarmiði karlmanna Oyrir fáum dögum var ég stödd í húsi, þar sem * bæði voru karlar og konur. Af tilviljun heyrði ég á tal tveggja karlmanna, sem ræddu um kven- hatta. Þeir voru sinn á hvoru máh í pólitísk, en eins sammála og hægt er að vera um þetta „hrylli- lega hattatímabil" eins og þeir kölluðu það. Þeir sögðust blátt áfram kvíða fyrir því að hitta konur sínar eða vinkonur, þegar þau ætluðu í leikhús, kvikmyndahús eða veitingahús, því að þeir gætu aldrei vitað, hverskonar höfuðskraut þær væru með. Þær gerðu mennina dauðskelkaða, og þeir þyrðu ekki að vanda að segja neitt. Ef einhver gerðist svo djarfur að segja „spóalöpp“, þá var gert gys að honum fyrir smekkleysi, svo að það var þó skömminni skárra að þjást í einrúmi! Eg spurði einn þessarra manna, laglegan og snyrtilegan mann, sem flestar konur munu Mta hýrum augum, hvemig honum litist yfirleitt á nú- tímakonuna. Skyldu flestir karlmenn ekki vera honum sammála? — Mér þykja konumar yfirleitt dásamlegar útlits. En þær hræða okkur karlmennina með klæðnaði sínum. Við kærum okkur ekkert um að þær veki athygli. Við höfum auðvitað ekkert á móti því, að dáðst sé að konunum, sem við erum með, en það er oft svo mjótt á milli þess og að brosað sé að þeim — klæðnaðarins vegna. Við kunnum ekki við neitt, sem er hégómlegt. Þess- vegna er okkur illa við paillet-kjóla og jakka, sömuleiðis leiðast okkur þessir bláu litir, sem svo mikið eru í tízku. Konum þykja þeir fallegir, þó að ég efist um, að svo sé? Ég benti honum á konu, sem var með lítinn, bleikan hatt á höfðinu. Flestar konur mundu kalla hann yndislegan! Eg get ekki haft það eftir, sem hann sagði um þann hatt. Karlmenn dást að svörtum lit. — Við erum svo hlálegir, að okkur finnst svarti Mt- urinn fallegastur. Svartir kjólar, svartar kápur — en ekki bláar, þó að margar konur haldi, að þær verði unglegri í bláu. Hvíti liturinn er yndislegur á sumrin og eins stórrósóttir kjólar. Við höfum ekkert á móti barðastórum höttum, en Mtlar konur verða að ganga með Mtla hatta. Og í guðs bænum forðist að hlaða á ykkur skrauti. Það hefir alls ekki tilætluð áhrif — þvert á móti. Hvað skóm viðvíkur, þá erum við á móti skraut- legum skóm og háum hælum. Bezt geðjast okkur að einföldum, svörtum skóm. Þeir klæða líka fæt- urna bezt. Sokkar með holdlit eru hryllilega ljótir. Snyrting? Mér finnst konur halda sér miklu betur til nú en áður, en skilið til þeirra, að gulleitir og bláleitir litir í kinnafarða og varalit séu and- styggilegir. Og neglurnar! Okkur kemur senni- lega aldrei saman um þær. Konum finnst líklega fallegt að ganga með tíu, blóðugar neglur, eða öllu heldur klær, en það fer hrollur um okkur karl- mennina, þegar við sjáum það. Nýtýzku regnkápa og regn- hetta úr sama efni. segja meiningu sína. Því miður má ég ekki segja, hvað hann heitir. Hann bað mig fyrir það. En haf- ið þetta hugfast! En því miður verðið þið Mklega búnar að gleyma þessu á morgun — því miður! Lífið hangir á einum þræði, hjartað á einu augnaráði, orð- rómurinn á einu orði, og það, sem eftir er — er hreinasta til- viljun. — Comte de B. * Konan hatar þann mann, sem er afbrýðissamur, ef hún elskar hann ekki. En hún yrði reið, ef maðurinn, sem hún elskar, væri ekki afbrýðissam- ur. Hún getur hæglega fyrir- gefið honum þennan galla, sem er í hennar augum nauðsjm- leg sönnun fyrir ást hans. Ninon de Lenclos. * Það er sagt, að ástin sé blind; samt getur hún verið árvakur varðmaður. ■— Chl. Dickens. Nokkur velvalin orð. Snotur vorkjóll. Pilsið og jakkinn eru úr dökkbláu efni, en blússan úr hvítu efni með dökkbláum röndum. Okkur karlmönn- um geðjast í raun og veru að þess- arri kvenlegu og yndislegu „vit- leysu“, sem nú er í tízku. Konan var hér um bil búin að gleyma því, að við höfum aldrei hugsað okkur, að hún ætti að Mta eins út 24 tíma sólarhringsins. Okkur finnst víðir, iburðarmiklir kvöldkjólar fallegir, en gætið ykkar vel, því að ekkert er eins auðvelt nú á tímum og að verða kjánalegur í klæðaburði. Og það er verst af því öhu. Og ég segi: Þetta er maður, sem ber skyn á hlutina og þorir að Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband ung- frú Helga Magnúsdóttir og Samúel Jónsson, verkamaður. Heimili ungu ' ' unna er á Grettis- götu 52. — (Sig. Guðmundsson tók myndina). I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.