Vikan


Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 15
Nr. 17, 1939 VIKAN 15 A vegum vonleysingjanna. Jolán Földes: I>að, sem komið er aí sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjöl- skyldu sína, konu og þrjú börn í Veiðikattar- stræti. Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísar- búar kynnast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karl- ar, er öllum vilja vel. 1 lok annars ársins í útlegðinni grípur Bara- •básfjölskylduna heimþrá. Samt hefir henni aldrei vegnað eins vel. Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitinga- húsinu á kvöldin og tala saman. Eitt kvöldið bætist grískur flóttamaður í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, annar er Vassja, sem öllum hjálpar, og Anna verður ástfangin af, hinn er Fedor. Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Þegar búið er að jarða Vassja, flytja allir úr veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytur í aðra íbúð í Veiðikattarstræti. Anna fékk ósk sína uppfyllta um að læra eitt- hvað. Hún er nú orðin útlærð saumakona. Frú Barabás finnur vel, hvernig börnin fjarlægjast hana með aldrinum, hvernig þau vaxa frá henni og þarfnast æ minna umsjár hennar og vemdar. En þetta er lífið — og hún verður að sætta sig við það. István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysisstyrki og stundar styrkbeiðnir sem atvinnugrein. Hann þykist vera hrifinn af Önnu, hinni vaknandi konu og ungu, bljúgu sál. István býr að heita hjá Barabásfjölskyldunni og reynir að koma sér í mjúkinn hjá önnu. Nú koma alltaf nýir og nýir Ungverjar til Parísar. Þar á meðal er Peter Hallay, sem ætlar að setja upp næturskemmtistað, og hefir István með sér i ráðum. Hallay hefir son sinn, fjórtán ára gamlan, með sér. Hann á að fara í sama skóla og Jani. Jani hlakkar til komu hans, en þeir verða óvinir í fyrsta skipti, sem þeir talast við. Bardichinov frændi liggur fyrir dauðanum í lungnabólgu, en honum batnar. Skemmtistaður Hallay fer á höfuðið. Grelt og Anna ræða saman um lifið og þess órannsakanlegu vegi. Gretl horfir á hana með meðaumkun. Hún segir ekkert, þegar Anna hættir við að fara með henni upp og drekka teið. Það er bezt fyrir hana að fara heim og gráta, þar sem það er nú einu sinni leikregla, þegar svona er komið. Anna er nú samt ekki ein af þeim, sem gráta. Hún gengur heim í öngum sínum. Hún getur ekki verið reið við Pia Monica. Hún hefir líklega enga hugmynd um þetta þeirra á milli, — en István . . . István, sem grátbað hana fyrir aðeins þremur dög- um um að koma heim með sér . . . Hún hristir höfuðið eins og hún gæti með því móti losnað við öll leiðindi. Ég tala aldrei framar við hann, ákveð- ur hún að lokum, og tárin koma rétt snöggvast fram í augu hennar. Og Anna talar ekki framar við István, en það er ekki henni að þakka. Þegar hún kemur inn í Veiðikattarstræti, bíður Jani eftir henni fyrir framan húsið. Jani er fölur, og varir hans skjálfa. — Ég er búinn að bíða eftir þér í rúm- an hálftíma. Ég ætla að sýna þér þetta hérna, því að við getum ekki talað saman uppi. Lestu þetta. Anna tekur blaðið án þess að skilja nokkuð. Hún les hægt og rólega greinina, sem Jani hefir bent henni á og henni kóln- ar um hjartaræturnar. Það hefir komizt upp ávísanafölsun í einhverjum banka. Ameríkumaður, að minnsta kosti maður, sem talaði með amerískum framburði, framvísaði þar ávísun á Chicago Guaran- tee Trust. Ávísunin hljóðaði upp á þrjú hundruð þúsund franka. Maðurinn lagði fram peninga fyrir símskeyti, og daginn eftir kom svar, að hann ætti eina og hálfa milljón dollara í ameríska bankanum. Bankinn greiddi ávísunina. En um kvöldið komst allt upp. Chicago Gurantee Trust var alls ekki til. Anna og Jani horfa hvort á annað. — Ef til vill er það ekki hann, hættir Jani á að segja. Anna hristir höfuðið. Hún veit betur. — Lögreglan hefir lýsinguna á Ame- ríkumanninum, segir Jani. — Hvað verð- ur nú? — Ég veit ekki. — Á ég að fara til István? — Eg veit ekki. — Það er kannske ekki skynsamlegt. Ef hann er hér, hefir hann lesið blöðin. Hertu þig upp, Anna. Þú mátt ekki skjálfa svona. Við verðum að fara upp. Pabbi hefir enn ekki lesið blaðið, en þó að hann geri það, grunar hann ekki neitt. Gættu þess, að Klárí nái ekki í það. Þau fara upp. Jani heldur fast utan um handlegginn á Önnu. — Þykir þér vænt um István, Jani? — Mér þykir vænt um þig, Anna. Hvorugt þeirra hefir hugmynd um, hvað þau borða. Þegar þau hafa lokið snæðingi, biður Klárí um blaðið, og Barabás, sem les það og kaupir aðeins vegna sjálfsvirð- ingar, réttir henni það hiklaust. Anna og Jani horfa óróleg á hana. Klárí rekst á greinina. Hún rekur upp stór augu. Hún les hana. Síðan hendir hún blaðinu frá sér, geispar og stendur upp. — Það er ekkert í því. Góða nótt! Síðar, þegar Anna fer inn í herbergi þeirra, liggur Klárí í rúminu með lokuð augun. Anna andvarpar og hallar sér rétt sem snöggvast upp að veggnum. Klárí lyftir hinum löngu augnahárum sínum — stóru, gráu augun og löngu augnahárin eru ef til vill það fallegasta í barnsandliti henn- ar, sem enn er ófullgert, — síðan segir hún rólega: — Ef þessi bölvaður api leyfir sér að koma hingað, þá gjörir þú svo vel að sparka honum út. Ef það kemst upp, að við þekkjum hann, verðum við strax rek- in út. En hafi hann sloppið með pening- ana, segir Klárí hlæjandi, — þá er hann snjallari en ég hélt. Anna skelfur. Hún getur ekki farið að hátta. Klárí sezt upp og horfir á hana með fyrirlitningu. Síðan leggst hún út af aftur og lokar augunum. — Skældu bara, ef þig langar til, segir hún í meðaumkunartón. — Ég ætla að fara að sofa. Og það gerir hún. Næstu þrír dagar eru óþolandi og ætla aldrei að líða. Blöðin flytja nýjar greinar um ávísanafölsunina, lýsa bragðinu um símskeytin tvö. Utan á símskeytin var skrifað til Martin Brunot, sem bjó á litlu veitingahúsi rétt hjá Pantheon. Martin Bninot hafði leigt sér þar herbergi í tvo daga. Lýsingin á honum kom alveg heim við lýsinguna á Ameríkumanninum, en ekki við István. Hár, sterklegur, um fer- tugt, gráhærður. — Það var ekki István. — Kannske það sé ekki hann, andvarp- ar Jani. En Anna hristir höfuðið. Á fjórða degi martraðarinnar kaupir hún Le Petit Parisien eins og hún gerir daglega. Lögreglan er á góðri leið með að finna manninn. Hún hefir fundið mennina, sem prentuðu svikna ávísanaheftið. Anna lætur blaðið falla niður á sætið og hallar sér aftur á bak. István hefir flúið. Hún sér hann aldrei framar. Ef til vill er það bezt, en það er erfitt að trúa því. Þetta með lýsinguna er óskiljanlegt, en ef hann væri saklaus, hefði hann áreiðanlega kom- ið, þótt ekki væri til annars en að rífast út af því, að hugmynd sinni skyldi hafa verið stolið. Hann hefir komizt undan, og það er bezt þannig, en erfitt er það. Á saumastofunni breiðir Anna úr bleika silkikjólnum, sem hún var að sauma kvöld- ið áður, og hún reynir að hætta að hugsa. Hún fer að sauma, og þegar kallað er í hana, stingur hún sig í fingurinn. Madame Jacqueline stendur í dyrunum. — Mademoiselle Anna, viljið þér gjöra svo vel að koma með mér. Madame Jacqueline kemur sjálf að sækja hana í stað þess að senda einhverja búðarstúlkuna. Hvað á það nú að þýða? Loftið í söludeildinni er þrungið rafmagni. Hin háa, hvíthærða kona gengur á undan henni inn að sýningarherberginu. Hún fer inn, Anna eltir hana. Búðar- stúlkurnar teygja sig til að sjá, hvað á seyði sé. Inni í herberginu standa tvær stúlkur,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.