Vikan


Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 8
8 VIK AN Nr. 17, 1939 Betri veröld — og meira smjör. Fimm mínútur í Smjörlíkisgerðinni. Mörg voru vonsvik þess fólks, sem áður flutti úr dreifbýli sveitanna, og hugði að höndla hamingjuna á grárri mölinni eins og það var nefnt. En tvennt mun það þó hafa verið, sem flestir fundu sárast til: mjólkurleysið og feit- metisskorturinn. Ýmsum hafði sézt yfir þá staðreynd, að mjólkurdropinn úr einni kú er margra peninga virði, og þeir fundu nú sárt til þess að þurfa að borða þurrt brauð með svörtu kaffi, enda talað um það sem ímynd örbirgðar og allsleysis. Nú heyrist að vísu margt rætt um örbirgð og atvinnuleysi, og víst er um það, að margir búa að smáu, en skrafið um þurra brauðið og svarta kaffið er að mestu fallið úr sögunni. Þetta á allt sína þjóðfélagslegu orsakir. Meðan kauptúnin og bæirnir byggðust sem örast, var allri framleiðslu landsmanna beint út úr landinu, iðnaður var enginn í landinu og innanlandsmarkaðurinn lítill, nema bein vöruskipti bænda og sjómanna. En með aukinni ræktun til sjávar og sveita, og bættum samgöngum, hófst mjólkursalan til kaupstaðanna, en þó hélt lýsisbræðingurinn og tólgin enn velli. Það fyrsta, sem gert var hér á landi til að bæta úr feitmetisskortinum, var stofn- un smjörlíkisgerðarinnar Smári, sem Gísli Guðmundsson gerlafræðingur kom á stofn Gísli Guðmundsson gerlafræðingur. í húsakynnum Sláturfé- lags Suðurlands, vetur- inn 1919. Hóf hann smjörlíkisframleiðslu sína með vélum, er hann hafði keypt notaðar, og hafði þrjá menn í vinnu. Smjörlíki það, er hann framleiddi, nefndi hann Smára-Smjörlíki, og hlaut það þegar Þórhallur Ólafsson fyrsti smjörlíkisgerðarmaður. í stað miklar vinsældir. Brátt fór svo, að hann gat ekki fullnægt eftirspurninni. Árið eftir reisti verksmiðjan því hús við Veg- húsastíg 5. Voru þau húsakynni svo við Smjörlíkisvélarnar. vöxt, að verksmiðjan starfar þar enn, þrátt fyrir margfaldaðan vinnuhraða og auknar og endurbættar vélar, er nægja til að framleiða allt smjörlíki, sem Islendigar þurfa, og tvisvar sinnum það. Allir hafa séð smjörlíki og vita, hvernig það lítur út. En ef við árla morguns stæð- um niðri við Veghúsastíg og sæjum gaml- an vörubíl afferma þar tunnur, dúnka og kassa, reyrt gjörðum og spöngum og sett öllum þeim vegsumerkjum, er einkenna vörur, sem hafa farið land úr landi og lengi legið í pakkhúsum, þá myndi okkur sízt gruna, að þetta væri svo til eitt og hið sama og litlu, formföstu smjörlíkis- stykkin, sem yfirgnæfa í hillum næstu mat- vörubúðar. Við myndum ef til vill álíta, að tunnurnar hefðu inni að halda græn- sápu eða lýsi, og við myndum fylgja þeim eftir með augunum, sjá þær hverfa inn um stafnglugga, upp undir risi á gömlu húsi, í þeirri von og vissu, að þar væri sápu- Framh. á bls. 22. Frystivélasalurinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.