Vikan


Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 3
Nr. 26, 1939 VIK A N 3 Það vorar Jónas Sveinsson, læknir, skrifar hér ekki um vorið í eiginlegri merkingu, heldur gerir hann glögga grein fyrir þeirri skoðun sinni, að við íslenzkan jarðhita sé hægur vandi að rækta ávexti, ekki ein- ungis til sölu innanlands, heldur og til útflutnings í stórum stíl. Tím- inn einn fær úr því skorið, hvort þessar hugmyndir læknisins reyn- ast framkvæmanlegar. egar menn ræðast við og talið berst að hinum líðandi tíma og ástandinu heima fyrir, heyrist því oft haldið fram, að allt sé í „grænum sjó“ og basli. Allar þjóðir eiga vitanlega við ýmiskonar örðug- leika að stríða vegna viðskiptakreppu og annarra aðvífandi vandræða. En að öðru jöfnu stendur sú þjóðin bezt að vígi, sem hefir fjölbreyttasta framleiðslu og getur sótt flest af því, sem hún þarfnast, í skaut síns eigin lands. Hingað til er það aðallega tvennt, sem einkennt hefir framleiðslu okkar: Mikill aðflutningur og einhæf framleiðsla. Og þó er þetta land vissulega stórauðugt. Gróð- urmoldin er góð. Heitar uppsprettur bíða ónotaðar. Fossarnir ekki beizlaðir nema að litlu leyti. Hafið venjulega stórgjöfullt, og líkur til að málmar séu til í f jöllum lands- ins. Ég býst við því, að það, sem einna mest veki eftirtekt erlendu ferðamannanna, er heimsækja okkur, séu heitu laugarnar og hverimir. Þeir hrífast af orku heita vatns- ins, er það brýst út úr iðrum jarðar, og hið glöggva gestsauga sér ef til vill fyrr en við, að hér er um orku að ræða, sem nota má til margra hluta. Ég varð nýlega samferða menntamanni frá Bæheimi, er með undrun og aðdáun hafði lesið um hitaveituna okkar í þýzk- um blöðum. — 1 ykkar grænmetis- og ávaxtasnauða landi hljóta að liggja ófyrirsjáanlegir möguleikar í heita vatninu, og því rann- sakið þið ekki lækningakraftinn, sem vissu- lega er í því? sagði hann. Manni þessum var vel kunnugt, að Norð- urlandabúar þurfa árlega að flytja inn talsvert af grænmeti og ávöxtum, og alveg sérstaklega vissi hann um, hversu miklar auðsuppsprettur heitu laugarnar í hans eigin landi hafa verið frá ómunatíð, og hversu margir þar hafa fengið bót meina sinna. Og vissulega hitti útlendingurinn þama naglann á höfuðið, því það er einmitt þetta tvent sem við í náinni framtíð verðum að reyna að hagnýta okkur af fremstu getu: Heita vatnið, sem víða er um 100 stiga heitt og auðvelt er að nota til upphitunar á gróðurhúsum, og hin uppleystu efni í því, sem vænta má að séu dýrmæt til lækn- inga. Hvernig verður heita vatnið bezt hagnýtt ? ísland er og hefir verið grænmetis og ávaxtafátækt land. Innflutningsskýrslur undanfarinna ára bera með sér, að við höfum iðulega flutt inn grænmeti og ávexti fyrir nálægt 1 milljón króna árlega. Og er það ekki nein smávegis upphæð fyr- ir hina fámennu þjóð. Öflug alda hefir líka risið um land allt að bæta úr þessu ástandi. Grænmetisrækt allskonar eykst ár frá ári, og gróðurhús fyrir hina dýrmætu suðrænu ávexti hafa og verið byggð eftir efnum og ástæðum, en þó enn ekki fram úr því sem svarar einum þriðja hluta þess sem einn einstaklingur hefir byggt nálægt Kaup- mannahöfn. En vitanlega er „flas ekki til fagnaðar" frekar á þessu sviði en öðrum í framtíðaratvinnumálum okkar, og rétt að gera sér ljóst, hvaða möguleikar séu fyrir hendi á hinum innlenda markaði, og að því búnu rannsaka eftir því sem unnt er, hvaða framtíðarvonum við megum byggja á sölu grænmetis og gróðurhúsaafurða til út- landa. Ég benti fyrstur manna á þenna mögu- leika, í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum, og trú mín er sú sama og þá, nema öllu sterk- ari nú. Byggist hún m. a. á því, að um alla verðld er sú skoðun nú ríkjandi, að dagleg fæða okkar þurfi að vera rétt sett saman, og vera auðug af hinum nauðsynlegu „víta- mínum“. Heldur hið svo nefnda C-bætiefni háum sessi, en eins og kunnugt er fyrir- finnst það aðallega í grænmeti hverskonar og ávöxtum. Má því fullyrða að grænmetis- neyzla sé yfirleitt meiri en nokkum tíma áður. Hins vegar geta þjóðir þær er í Norður-Evrópu búa, hvergi nærri fullnægt grænmetis og ávaxta þörf sinni. Á Norðurlöndum, Þýzkalandi, Póllandi, Englandi og víðar er mikið flutt inn af ávöxtum, frá því seint á haustin og þar til vorar, meðal annars vegna þess, að gróðurhúsaræktin er dýr í þessum löndum, þar sem gróðurhúsin eru hituð með kolum og öðru dýru eldsneyti. Eftir upplýsingum, er ég hefi fengið í Kaupmannahöfn, eru gróðurhúsin lítið sem ekkert notuð til grænmetis- og ávaxtaræktunar að vetrin- um til. Tóamatahúsin a. m. k. standa auð 3—4 mánuði. Hjá okkur gegnir öðru máli. Upphitunin og allt, sem henni fylgir, kost- ar okkur sama og ekkert. Og birtumagnið meira en víða annarsstaðar, jafnvel þó að sólarlítið sé. Þegar mál þessi eru nánar athuguð, kostir og ókostir dregnir fram, má benda á margt, er styðja mun þá skoðun, að hér sé um framtíðarmál að ræða fyrir hina ís- lenzku þjóð, og þá sérstaklega fyrir bænd- urna. Ég geng þess ekki dulinn, að þetta kunna að þykja loftkastalar og draumórar, að við, sem búum norður við heimsskauts- baug, förum að keppa um ávaxtasölu við þjóðir þær, er búa í hinum heitari löndum. En það kemur margt til greina. Fyrst og fremst það, að þjóðir þær, er við helzt myndum selja slíkan varning, eru ná- grannaþjóðir okkar, þjóðir, sem við höf- um við margskonar viðskipti. Við kaupum tiltölulega mikið af þeim, og miklu meir en hinar framkvæmdasnauðu suðrænu þjóðir gera. Danir, sem kaupa talsvert af tómötum sunnan frá heitari löndum, kvarta sáran undan því, að þó ávextirnir þaðan séu ódýrir, þá sé erfitt að fá þá óskemmda. Og sama er uppi á teningnum hjá Þjóðverjum. Veit ég með vissu, að t. d. hafa Danir s. 1. ár með ærnum kostn- aði ræktað tómata fyrri hluta vetrar, og snemma að vorinu, og unnið nýja mark- aði, t. d. í Póllandi. En það, sem vitanlega skiptir mestu máli, er þetta: Getum við framleitt þessa vöru svo ódýrt, að sam- keppni annarra sé útilokuð eða erfið? Það er ótrúlegt, en samt satt, að það kostar að líkindum meira að byggja gróð- urhús í Danmörku en hér, vegna Þess að Danir þurfa að leggja dýrar miðstöðvarvél- ar inn í gróðurhúsin og reisa sérstök hús yfir þær. I öðru lagi eru líkur til þess að við getum reist mun ódýrari gróðurhús en hingað til hefir þekkst, með því að nota innlent efni í grunninn. I Danmörku kost- ar fermetirinn í gróðurhúsum 30 kr. En með heppilegum innkaupum, og með því að nota innlent efni að nokkru leyti, og að bóndinn sjálfur vinni aðverkinu, verðaokk- ar gróðurhús líklega ódýrari en þau dönsku. Danir telja að þar í landi kosti kol og ann- að eldsneyti ca. 1500 kr. árlega fyrir gróð- urhús, sem er að grunnmáli 300 ferm. Myndi hverjum bónda á Islandi þykja sá

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.