Vikan


Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 29.06.1939, Blaðsíða 17
Nr. 26, 1939 VIKAN 17 Amando Nervo: [MjQjðivwwi í Ekki veit ég, hvernig Gabríel vandist á að standa fyrir framan spegilinn, þegar hann talaði við sjálfan sig, eins og konur, sem brosa til sjálfra sín og dást að yndisþokka sínum tímunum saman fyrir speglum. Hver er það, sem ekki talar við sjálfan sig? Allir tala við sjálfa sig. En Gabríel var það ekki nóg, hann varð að gera það fyrir framan spegilinn. Annars fannst honum samtalið ekki fullkomið. Hann varð að hafa einhvern til að tala við, og hann fékk hann þar, sem spegil- myndin var. Og þar sem hún notaði sömu lireyfingarnar og hreyfði varirnar eins 'og Jaann, fannst Gabríel næstum því spegill- inn tala. Eftir nokkurn tíma var hann því orð- inn að tveimur mönnum. Ekki hið innra, heldur hið ytra, tveimur áþreifanlegum einstaklingum. Það var hann sjálfur og maðurinn í speglinum. Hvor þeirra hafði sína sérstöku eigin- leika og skapgerð. Fyrir Gabríel var spegilmyndin persónu- gerfi þessa innri manns, sem er í meðvit- und okkar allra, mannsins, sem skeggræð- ir við okkur í einrúmi, þessa manns, sem vanalega er á öðru máli en við og sem oft og tíðum kemur okkur í bobba. Að lokum var hann farinn að skoða hann sem and- stæðing, er hann þó, satt að segja, var feginn að hafa til að rökræða við, því þannig gat hann gefið bræði sinni lausan tauminn og krufið vandamál sín til mergjar. Þetta varð Gabríel eðlilegt eins og allt, sem menn venja sig á. Honum hefði verið ómögulegt að rann- saka vandamál sín og komast til botns í þeim einn. Hann varð að rökræða þau við þennan innri mann, tvífara sinn, þennan herra í speglinum, sem alltaf var á önd- verðum meiði við hann. Þess vegna fannst honum hann einmana þegar hann slökkti ljósið á kvöldin og beið svefnsins í myrkrinu. Maðurinn í speglin- iim var ekki hjá honum af því að ekki var Ijós. Hann svaf auðvitað léttum vofusvefni í dularfullu djúpi spegilsins. En ef hugur Gabríels fór að snúast um einhverja hugmynd, áður en hann sofn- aði, einhverja gátu, eins og oft kemur fyr- ir, þegar menn eru andvaka, þá gat hann ekki borið hana einn, heldur fór hann fram úr rúminu, kveikti ljós og gekk að speglinum til að vekja hinn og rökræða við hann um orsök óróleika síns og kvíða. — Heldur þú, sagði hann hvað eftir annað við hann í þessum viðræðum. — Smásaga. Heldur þú, að ég hafi á réttu að standa. Maðurinn í speglinum yppti öxlum. — Þetta er ekkert svar! sagði Gabríel þá vanalega og varð smám saman æstari. Maðurinn í speglinum varð líka æstari, og að endingu öskruðu báðir (eða annar þeirra öskraði að minnsta kosti) þangað til þeir voru orðnir hásir. Bræði mannsins í speglinum, yfirdrifið handapat hans, blóðrautt og þrútið andlit hans gerði Gabríel æ reiðari og reiðari, og þeim, sem þetta skrifar, er það óskilj- anlegt, hvernig þeir gátu, allan þennan ' 4tíma, stillt sig um að fara í handalögmál j*og slást eftir beztu getu. * En stráheill spegillinn bar þess vitni, að það gerðu þeir ekki. Þarna hékk hann rólegur, gljáandi og djúpur, algerlega óskaddaður, unz óhappið mikla vildi til. Þjónustufólkið vissi, að Gabríel talaði við sjálfan sig. En þar sem ekkert var undarlegt við það, lét það hann í friði, og það kom varla fyrir að nokkur legðist á skráargatið. Kona, sem ekki hefir fallega, hreina og mjúka húð, er aldrei lagleg. n « Lido-andlitssápa er bezt. En einn morguninn gerði heiftin í rödd hans það órólegt. Gabríel talaði með þrumurödd. Æsing- in þarna inni í stofunni var komin á geig- vænlegt stig. Maðurinn í speglinum byrjaði eins og vanalega með því að yppa öxlum. Síðan byrjaði handapatið og að lokum — (hver hefði trúað því) — steitti hann hnefann framan í Gabríel. Þá var honum öllum lokið. í óstjórnlegri bræði hljóp hann að skrifborðinu og tók skammbyssu upp úr einni skúffunni. Það er rétt að geta þess, að þetta var ekkert mikilvægt samtal. Maðurinn í speglinum mun hafa fundið að nokkrum miður kurteislegum orðum, sem Gabríel sagði við mann, sem honum geðjaðist ekki að. En Gabríel var venju fremur geðstirð- ur þennan dag og komst í æsingu við fyrstu orðaskiptin. Með skammbyssuna í hendinni gekk hann aftur að speglinum. — Úrþvættið þitt, sagði hann við spegil- myndina. — Nú get ég ekki þolað þig leng- ur. Þú gerir mér lífið óbærilegt. Þú ert ill- menni, þú er — þetta, þú ert — hitt —. Ég skal sýna þér í tvo heimana! Þegar hann sagði þetta síðasta yppti maðurinn í speglinum öxlum (það álítum við að minnsta kosti; við getum aðeins getið upp á því hvað gerðist), en þá tap- aði Gabríel sér algjörlega, miðaði byssunni á höfuð honum og hleypti af. Þjónustufólkið var þegar orðið órólegt af þessari óvanalegu æsingu og hávaða, og þegar það heyrði hvellinn þusti það inn í stofuna, og þar stóð það eins og þrumu lostið. Kúlan hafði mölbrotið spegilinn, en fyrir framan hann lá Gabríel dauður, með skot- sár á enninu! Við síðustu kosningar í Belgíu bauð sig fram maður að nafni Frenssen. Hann á heima í Antwerpen og verzlar þar með kaffi. Ekur hann sjálfur með vöru sína á þríhjóli heim til viðskiptavinanna og not- ar þá auðvitað ta^kifærið til að tala við þá um stjórnmálin. Frenssen var upphaflega kommúnisti, en hefir eins og fleiri alþýðumenn hrifist af „tæknistefnunni“ (technocratie), sem á að „leysa kapítalismann af hólmi án bylt- ingar, og fyrirbyggja það, að menn lifi hverir á öðrum‘<. Þessi postuli tæknistefn- unnar vill láta reisa í Ameríku, Evrópu og Asíu borgir, sem séu 100 km. í þvermál, með 21 hæðar húsum, 15 metra á þykkt og 22 kílómetra löng. 1 hverri borg eiga að búa 35 milljónir manna. Við endann á hverri byggingu verða sjúkrahús og risa- vaxnin hverfihjól knúin af loftstraumum til framleiðslu á raforku. Hver einstakur íbúi fær níu mánaða sumarfrí og 300 þús. franka í árstekjur! Fyrir þessa stefnuskrá sína tókst Frens- sen að fá sex lærisveina sína kjörna í bæj- arstjórn í Antwerpen síðastliðið haust. Og nú er hann sjálfur kominn á þing.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.